Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2007, Qupperneq 52

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2007, Qupperneq 52
dóri dna segir: & U m s j ó n : D ó r i D N A N e t f a n g : d o r i @ d v . i s föstudagur 21. september 200752 Helgarblað DV leikirtölvu Cake mania - NDS NHL 08- PC/PS2/PS3/PSP/NDS/XBOX 360/ Wii tiger Woods 08 - PC/PS2/PS3/PSP/NDS/ XBOX 360/Wii Heavenly sword - PS3 World in Conflict - PC Kíktu á þessa Í sumar olli leikurinn Manhunt 2 miklu fjaðrafoki en hann var bannaður í Bretlandi og á Írlandi vegna of- beldis og óhugnanlegs andrúmslofts. Leikjasíðan Gamesdomain tók á dögunum saman lista yfir umdeild- ustu leiki síðari ára. UMDEILDIR LEIKIR ALLTAF VINSÆLIR Night Trap 1992: Sega CD Leikurinn Night trap átti að hnýta saman tölvuleikjagrafík og vídeó með ódauðlegum hætti. Hann gerist í húsi þar sem vampírur eltast við unglinga. Leikurinn þótti hins vegar ekki alveg nógu góður en um leið og foreldrar komu auga á hann varð allt brjálað. Joseph Lieberman öldungadeilarþingmaður sagði leikinn vera sjúkan, en hann misskildi gang leiksins hrapallega um leið. Leikurinn var á endanum tekinn úr búðum. Mortal Kombat 1992: Ýmsar leikjatölvur Áður en mortal Kombat leit dagsins ljós var street fighter heitasti slagsmálaleikurinn. Það breyttist hins vegar skjótt þegar mortal Kombat lenti með tilheyrandi óhugnaði, aflimunum og aflífunum. foreldrar og þingmenn voru brjálaðir yfir því hversu óhugnanlegur leikurinn þótti og var hann aðalumræðuefnið á þingfundi öldungadeildar bandaríkjanna árið 1993. Útkoma fundarins var esrb-aldursflokkakerfið, en með því var í fyrsta skipti hægt að takmarka leiki við aldurshópa. Doom 1993: PC Leikurinn doom var ótrúlega vinsæll. satanís kar geimverur, haglabyssur, blóð, vibbi, vítiseldar og margt f leira. Heilu hersingarnar risu upp gegn leiknum, foreldra félög og trúarhóp- ar áttu ekki til orð. seinna meir var sagt að þe ir dylan Klebold og eric Harris, sem frömdu morðin í Columbine- skólanum, hefðu verið miklir doom-menn og hafi meða l annars notað leikinn til þess að skipuleggja voðaverknaðin n. Það reyndist hins vegar ekki rétt, en leikurinn þótti samt sem á ður vera frá helvíti. Sim Copter 1996: PC Jacques servin, forritari hjá tölvuleikjafyrirtækinu maxis, var orðinn heldur pirraður á bæði fyrirtækinu og leiknum sim Copter sem hann vann við. Þess vegna ákvað hann að gera nokkrar smávægilegar breytingar á tölvuleiknum, rétt áður en hann var sendur í framleiðslu. sem gerði það að verkum að á vissum dagsetningum í leiknum birtust berir svífandi menn sem föðmuðust og kysstust. Þegar fregnir bárust svo af þessu seldist leikurinn helmingi meira, en servin var rekinn. Postal 1997: PC postal var og er rosalegur leikur. Þar fara m enn í hlutverk póstburðarmanns sem er orðinn virkilega tæpur á geði og drepur því allt og alla. en nafn og þema lei ksins eru dregin af morðum sem framin voru af ósáttum póst burðarmönnum á áttunda og níunda áratugnum. Hins vegar fór póstþjónusta bandaríkjanna í mál við aðstandendur leik sins og höfðu út úr þeim helling af peningum. en þó tókst þei m að gera fleiri postal- leiki og meira að segja kvikmynd í fullri len gd. Grand Theft Auto: San Andreas 2004: PS2 gta: san andreas var umdeildur á mörgum sviðum. Í upphafi mótmælti fólk því að gengjaofbeldi og annað í þeim dúr væri fegrað í leiknum. svo mótmælti fólk því hversu mikið af fólki í leiknum er drepið og að lokum varð fólk alveg brjálað vegna þess að í ljós kom að hægt væri að skrifa lykilorðið Hot Coffee á réttum stað og þannig gat maður gert do-do, sem er alveg hræðilegt á bandarískan mælikvarða. fyrirtækið take 2 sem dreifði leiknum lenti í miklum vandræðum og rockstar, framleiðendur leiksins, eru rétt farnir að jafna sig eftir gífurlegar sektir. Bully 2006: PS2 enn einn leikurinn frá rockstar. Nú fara menn ekki í hlutverk glæpamanns, heldur skóladrengs sem er með allt á hornum sér. Leikurinn fékk á sig mikla gagnrýni og var sagður hvetja til bæði eineltis og ofbeldis á skólalóðinni. Lögmaðurinn Jack thompson í flórída náði meira að segja að fá tímabund- ið bann á leikinn, sem var svo aflétt seinna meir. Þá urðu margir reiðir þegar í ljós kom að aðalhetja leiksins, Jinny Hopkins, gat kysst aðra drengi á vissum stöðum leiksins. Resistance: Fall of Man 2006: PS3 resistance var einn af fyrstu leikjunum sem komu út á ps3. Leikurinn þykir einn af þeim betri sem komið hafa út á fyrir gripinn og var ósnertanlegur þar til þjóðkirkja breta lét í sér heyra. sony-menn höfðu notað dómkirkjuna í manchester sem einn af vígvöllum leikjarins, án þess að fá leyfi. Kirkjan krafðist þess að fá afsökunarbeiðni og að leikurinn yrði tekinn úr búðum. Hins vegar tókst sony-mönnum að bjarga sér fyrir horn með afsökun og útskýringum. Manhunt 2 2007: PS2, Wii, PSP fyrri manhunt-leikurinn var bannaður úti um allt, en það er ekkert miðað við þennan. Leikurinn fékk aO-merkingu, sem þýðir að hann er of óhugnanlegur fyrir flesta. engir smásalar vilja heldur dreifa leikjum sem hafa aO-merkingu og ákvaðu því rockstar-menn að breyta leiknum til hins betra. Nú hefur hann fengið m-merkingu, en mun eflaust valda miklu fjaðrafoki. manhunt 2 kemur út í lok október.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.