Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Blaðsíða 41

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Blaðsíða 41
Ég hafði aldrei bragðað Muscatel ’83 og hvolfdi í mig úr þremur glösum án umhugsun- ar. Vínið bar mig til ókunnra landa, bar seni hrævareldar loguðu og angurværir tónar bár- ust að eyrum. „Ég er drukkin, elskan mín. Hvað liggur fyrir í dag?“ „I dag er það .,L’Aveu“. Eða þá „Játningin“. Sólin er söguhetjan í þeirri sögu, le soleil de France. Geislar hennar breyttust í freknur á hörundi hinnar rauðhærðu Célestc. Andlitið á ökumanninum Polyte gljáði einnig af sólbruna, áfengi og eplavíni. Tvisvar á viku ók Céleste inn í þorpið til að selja rjóma, egg og hænsn. Hún borgaði Polyte tíu súur fyrir sjálfa sig og fjórar undir körfuna sína. I hvert skipti veifaði Polyte til hinnar rauðhærðu Céleste og spurði: „Hvenær eigum við að gera okkur glaðan dag, ma belle." „Hvað eigið þér við, herra Polyte?" Okumaðurinn ók sér allur í sætinu og útskýrði málið nánar: „Að gera sér glaðan dag þýð- ir . . . nú, hver fjandinn sjálfur, að gera sér glaðan dag. Strákur með stelpu, og hljómlist ekki nauðsynleg . . .“ „Ég kæri mig ekki um fyndni af þessu tæi, herra Polyte," svaraði Céleste og hélt að sér pilsinu, sem huldi þreklega kálfa og rauða sokka. En djöfullinn Polyte hélt áfram að skelli- hlæja: „Það kemur þó að því, að við gerum okkur glaðan dag, ma belle." Gleðitárin hrundu niður kinnarnar, sem báru lit af dumbrauðu víni og blóði". Eg hvolfdi í mig úr öðru glasi af hinu sjald- gæfa Muscatel. Raísa skálaði við mig, við klingdum saman glösunum. Þjónustustúlkan gekk um herbergið, leit á okkur stjörfum aug- um og var horfin að bragði. „Ce diable de Polyte . . . A tveimur árum hafði Céleste borgað honum fjörutíu og átta franka, þ.e.a.s. tvo franka vantaði upp á fimm- r'U. I lok annars ársins spurði Polyte, sem hafði birgt sig upp af eplavíni, áður en hann tagði af stað, sinnar venjulegu spurningar: ),Hvernig væri að gera sér glaðan dag núna, ungfrú Céleste?" Hún svaraði niðurlút: „Ég er á yðar valdi, herra Polyte.““ DAGSKRÁ Raísa slengdi sér fram á borðið og skellihló. „Ce diable de Polyte . . .“ „Gráa, fótaveika hryssan var spennt fyrir vagninn. Bykkjan lötraði áfram, snoppan orð- in Ijósbleik af elli. Glaðir sólargeislar Érakk- lands léku um gömlu kerruna, sem skilin var frá umheiminum með laslegri yfirbyggingu. Strákur með stelpu, engin hljómlist nauð- synleg . . .“ Raísa lyfti glasi. Það var fimmta staupið hennar. „Mon vieux, skál fyrir Maupassant.“ „Og hvernig væri að gera sér glaðan dag, ma belle?" Ég teygði mig og kyssti Raisu á munninn. Varimar titruðu. „Þú ert skrýtinn," muldraði hún og hörfaði undan. Hún þrýsti sér upp að veggnum og teygði frá sér nakta armana. Það stirndi á depla, sem komu í Ijós á handleggjum hennar og herðum. Af öllum krossfestum guðum var eng- inn eins töfrandi og þessi. „Vertu nú vænn og seztu niður, herra Po- lyte.“ Hún benti mér á skáhallan, bláan armstól í slavneskum stíl. Stólbakið var gert úr krot- uðum snúrum, sem fléttaðar voru saman og mynduðu litskrúðuga skúfa. Ég slagaði í átt- ina til stólsins. Nóttin hafði gert hlé á hungurgöngu æsku minnar, lagt í götu mína flösku af Muscatel 83 og tuttugu og níu binda ritsafn, tuttugu og níu sprengjur, hlaðnar samúð, snilld og djúpri þrá. Ég spratt á fætur, velti stólnum um koll og réðist á bókahillumar. Bækurnar tuttugu og níu hrundu niður á gólfið, sum- ar risu upp á rönd, aðrar lágu opnar og síð- urnar þyrluðust eins og fjaðrafok . . . og áfram lötraði hin gráa hryssa örlaga minna. „Þú ert skrýtinn,“ urraði Ralsa. Ég yfirgaf graníthöllina á tólfta tímanum, áður en systurnar komu heim úr Ieikhúsinu með eiginmönnum sínum. Eg var allsgáður (g hefði getað gcngið eftir beinu krítarstriki, en mér fannst þægilegra að slaga, svo að ég ranglaði í ótal hlykkjum og söng á tungu- 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.