Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Blaðsíða 68

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Blaðsíða 68
Bókmenntir Listræn bréfaútgáfa Skrifarinn á Stapa. Sendibréf 1806—1877. Finnur Sigmundsson bjó til prentunar. — Bókfellsútgáfan, Reykjavík, 1957. Sendibréf eru meðal þeirra gagna, sem menn láta eftir sig seinni tíðar mönnum til vitnis- burðar um líf þeirra hér í heimi. Sendibréf eru gerð manna í milli til þess að reka eitthvert einkaerindi, í frétta skyni, fyrir vináttu sakir, eftir því sem efni standa til hverju sinni, og eru annars eðlis en embættisbréfin, sem eru opinber og ópersónuleg plögg. Embættisbréfin er skylt að varðveita sem skilríki og heimildir, enda eru þau sagnfræðingum drýgsta fróðleiks- uppsprettan. Sendibréf er hins vegar engum skylt að varðveita, þvert á móti er viðtak- anda ekki sjaldan uppálagt að eyðileggja bréf- ið að lestri loknum, og er því ekki að undra, að misjöfn verða örlög sendibréfasafna og til- viljun ræður mestu um, hvað varðveitist og kemst á opinber söfn, svo að fræðimenn fái notað. En sú var bótin, að skrifuð voru hér á árum áður ótrúleg kynstur sendibréfa, og var einkum 19. öld drjúg að þessu leyti. Það var íþróttagrein og bókmenntir út af fyrir sig að skrifa sendibréf. Framleiðslan var gífurleg, og því hafa þrátt fyrir alla eyðileggingu firn- in öll af íslenzkum sendibréfum varðveitzt og lent í opinberum söfnum, bæði utanlands og innan. Nýlega hafa heyrzt geysiháar tölur yfir íslenzk bréf í söfnum í Kaupmannahöfn, og hefur Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur ver- ið að rannsaka þau og skrásetja að undan- förnu. I Landsbókasafninu eru geymd einhver ósköp af bréfum, flest frá 19. öld. Geysilegir fjársjóðir liggja hér að miklu leyti ónotaðir, fjölmargt forvitnilegt um menn, menningu og málefni fyrri tíðar. Sendibréfin eru í senn mannleg og sagnfræðileg dókúment, sérstök tegund heimilda, sem geta í leiftursýn brugð- ið skæru ljósi yfir persónur og atvik og opnað nýjum skilningi leið, en þau eru líka oft hlut- dræg og ábyrgðarlaus, full af sleggjudómum, sem menn láta fjúka í einkasamtali við kunn- ingja, án þess að gjalda varhug við óboðnum eyrum og augum. Sagnfræðingurinn verður að nota þau með varúð, bæði sjálfs sín vegna, að hann láti ekki blekkjast af samúð eða andúð bréfritara, og vegna bréfritaranna, að hann krefji þá ekki ábyrgðar fyrir meira en þeir í raun og veru vildu sagt hafa. Einhvern tíma verður gerð fræðileg útgáfa íslenzkra sendibréfa í tugum ef ekki hundr- uðum binda, eða að minnsta kosti ýtarleg skrá með efniságripi. En þetta verður nú víst ekki, meðan þessi stjórn situr, eins og kerlingin sagði, og fyrst um sinn verður það eins og hingað til, að gerðar verða smáatlögur að bréfahaugunum og reynt að gefa út eitthvað, sem er sérstaklega fróðlegt eða skemmtilegt. I stórum dráttum má gera greinarmun á tvenns konar útgáfu bréfa, fræðilegri og því, sem kalla mætti listrænni útgáfu. Fræðilegri út- gáfu er fyrst og fremst beitt um bréfaskipti hinna mestu stjórnmálamanna eða andans höfðingja, og er þá allt gefið út, smátt og stórt, og ekkert undan dregið, því að allt, sem manninum við kemur, verður merkilegt af 66 DAG5KRÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.