Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Blaðsíða 81

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Blaðsíða 81
kvæðanna. — Fallvatnið, er biskupi var drekkt í, heitir Brúará, sem höfundur notar sem rímorð. Sú notkun veldur hvorki meira né minna en þessu: „Þar hallast blómin enn að mildri móður og muran vex. O heita djúpa þrti!“ — Og heiti drekkingarvatnsins upphef- ur einnig næsta erindi með yfirlýsingu: 0, djúpa þrá. — Við hljótum að spyrja: Hverj- ar hefðu tilfinningar skáldsins orðið, ef bisk- upi hefði verið drekkt í Apavatni? Samt hefur Matthías Johannessen mikla til- hneigingu til að yrkja, og hún mun eiga ræt- ur að rekja til elsku á skáldskap og nokkurs lærdóms í þeim fræðum. En þetta hrekkur bara ekki til. Það nægir ekki að langa að finna til, ef hæfileikann vantar, ekki heldur að lesa sér til um, hvernig aðrir fara að því. Orðasóun getur ekki komið í staðinn fyrir skýrleika í hugsun, óragrautur ekki í staðinn fyrir innblástur, né heldur atorka í staðinn fyrir málkennd. Nei, ljóð Matthíasar Johannessens minna ekki á kvæði W. Whitmans, né heldur er það byltingarhitinn, sem maður saknar í þeim. Borgin hló er eitt allsherjar alibí fyrir skáld- gyðjuna — óhrekjandi fjarverusönnun. En vera má, að hún verði einhvern tíma notuð sem eitt af mörgum sönnunargögnum í því sakamáli, sem fyrr eða síðar verður höfðað á vettvangi andans gegn íslenzkum ritdóm- endum á tuttugustu öld. Stefán Jónsson. Fólk í draumi og veruleik Cuðmundur G. Hagalín: Sól á náttmál- um. Bókaútgáfan Norðri, Reykjavík, 1957. Hagalín færist allnokkuð í fang í síðustu skáldsögu sinni, þeirri sem hér er til umtals. Sagan fjallar um það vandamál íslenzkt sem einna umræddast hefur orðið á seinni árum: fólksflutninginn úr sveitum til kaupstaðanna °g Reykjavíkur, auðn og einangrun kostasælla sveita. Höfundur freistar þess að gefa einhvers konar þverskurð af þjóðfélagi þessara tíma; persónur hans eru af flestum stigum, allt frá peningahákörlum og stórgróðamönnum syðra td kotbændanna í afdalnum fyrir vestan. DAGSKkÁ Gegn ódyggðum nýja tímans, peningatrú og lífsgæðakapphlaupi, teflir höfundur óðalsbónd- anum í Hjallatúni, Ásbrandi Guðmundssyni, og hans góðu konu; þau eru fulltrúar þeirra lífs- hátta er hann telur sigurstranglegasta, þeirra dyggða er bjarga mega afvega þjóð á réttar brautir. Og niðurstaðan verður sú að fulltrúi æskunnar í bókinni, dóttursonur bónda og nafni, flytur vestur ásamt unnustu sinni til að taka við jörð afans, ekki til að auðgast á að selja hana undir hafnargerð og borgarstæði heldur til að vinna hans megi verða þjóðinni nýtileg, til að skila henni ekki steinum fyrit brauð. Margt er jákvætt um þessa bók Hagalíns: hann reynir að gefa sem fjölbreyttasta mynd þess þjóðfélags er hann lýsir og gætir heiðar- leika og hleypidómaleysis í mannlýsingum; bygging sögunnar er skemmtileg og hún er fremur ánægjuleg aflestrar. Annað mál er það að illgerlegt er að festa trú á boðskap sögunn- ar, að minnsta kosti er undirrituðum það ekki unnt með neinu móti. Æskumaðurinn Ásbrand- ur er með afbrigðum ósennileg persóna; látum vera að honum leiðist nám og finnist líf sitt og jafnaldra sinna næsta tilgangslaust, að hann uggi um flesta hluti í óstöðugum heimi, fari síðan á síld og nái sér þar í kvenmann sama sinnis — hitt skiptir öllu máli að hann lifir ekki, hann er ekki persóna af holdi og blóði heldur kennisetning í bók, orð hans ekki ræða lifandi manns heldur predikun höfundar sjálfs um æskulýðinn í dag. Þess vegna er heldur ekki unnt að festa trú á dæmi hans, þess vegna fer boðskapur sögunnar fyrir ofan garð og neðan. Hér er komið að kjarna máls. Það fólk sem hér keniur við sögu minnir því miður alltof oft á brúður, á persónur á sviði, lifir of sjaldan raunverulegu lífi. Þetta á til að mynda við um „asfaltskáldið“ Baldur Varberg; maður sá virð- ist ekki ýkja líklegur til að skrifa heimsbók- menntir eða yrkja lífvænleg Ijóðmæli, hvorki „sýmbólsk og irratsjónell“ eða þá „geómetrísk", það er ómögulegt að taka hann alvarlega sem fulltrúa þeirrar skáldakynslóðar er koma skal eins og þó virðist tilætlun höfundar. Jafnvel Asbrandur bóndi verður býsna tortryggilegur þar sem hann leggur út textann fyrir húsfreyju sinni; lesandinn getur skilið hann, þegar hann mætir freistingunm í líki mammons og stenzt hana. en þegar hann tekur að útskýra tilfinn- ingar sínar og lífsskoðun, rýkur tiltrúin út í veður og vind. Þá talar ekki lengur Asbrandur 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.