Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Blaðsíða 61

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Blaðsíða 61
Hún er fyrst og fremst tilraun, sú eina hingað til, sem Camus hefur bor- ið við að gera til þess að verða sagna- skáld í venjulegum skilningi og hon- um hefur ekki enn tekist, að margra dómi. Honum lætur betur rökvíslegra form. Sagan er röð skuggamynda, sem eru skýrt táknrænar, og samtíðin hef- ur fljótt kannast þar við mynd sína. f bókinni hafa menn þóst finna raunsannan vitnisburð um nýafstað- ið og núverandi ástand í mannheim- um, það sé hemámið og fangabúðir um allar jarðir, kjamorkusprengjan og óttinn við þriðju heimsstyrjöldina, formyrkvun mannssálarinnar undir merkjum kommúnisma og klíkual- ræðis, sem kannað hefur neðstu djúp sadisma og mannfyrirlitningar, upp- gjöf hinnar upplýstu stéttar, sem brugðist hefur leiðsagnarhlutverki sínu og vilst inn á brautir fánýtra höfuðóra. í fám orðum mauraheimur Orwells í stað „civitas Dei“. Að sjálfsögðu er allt þetta í þeim jarðvegi, sem sagan er sprottin upp af. En við lestur hennar sjáum við, að hún tekur ekki stefnu á 1084, held- ur er auðfundin tilraun höfundar til að klóra í bakkann. hafa sig upp úr kvíða og neikvæðri bölhyggju og hrífa þennan nafnlausa múg hinna dauða- dæmdu úr áttlausu iðukasti blindra ógnvalda. Sagan er í raun og veru ósöguleg, söguþráðurinn veikur, áreynslu vart við þá tilraun að blása lífi í frásögn- ina. Það má taka undir ýmsar fleiri aðfinslur, sem komið hafa fram. Bois- deffre1) segir, að Camus skorti ein- x) Métamorphose de la littérature, II, 340. dagskrá mitt það, sem skáldsagnahöfundum sé mest þörf á, sem sé hugarflug og hrifnæmi. Þá séu hneigðir hans og áhugaefni öll óhlutlæg, hann hreyfist í veröld tákna og fjarrænna mynda, þar sem hiti, fátækt, hungur og ást, veikindi, dauði og gleði eru ekki leng- ur það, sem kalla má eðlilegar kring- umstæður í mannlífinu, heldur lík- ari því, sem á sér stað í heimi grísku goðafræðinnar. Af því megi draga vangetu Camusar í því að nálgast hið hlutlæga. Hann virðist alt að því í vandræðum með það, að per- sónurnar þurfi líkama. Helzt vildi hann að við sæjum þær ekki, nema sem hugtak án litar og hljóms. Við vitum ekki, svo að dæmi séu nefnd, hvernig Rieux læknir er til fara, hver er litur augna hans, við sjáum í raun og veru engan af íbúum Oransborg- ar, við gerum ráð fyrir, að séra Pane- loux sé hempuklæddur, en ekki einu sinni það er víst, allt eru þetta and- litslausir svipir, vígðir sömu örlög- um, þessum, sem virðast fljótt á litið ekkert hafa annað að færa en böl, miskunnarlaust og fráleitt böl. „Plágan“ er dagbók sjónarvottar, Rieux læknis, annáll læknis, með því nákvæma og óflúraða orðalagi vís- indamannsins, sem útilokar tilfinn- ingasemi. Afstöðulaus frásögn, sem verður á stundum bragðdauf í list- rænum efnum. í þeim mun bjartara Ijósi rís hin fjölþætta, siðræna veröld sögunnar, og lesandinn má vera Cam- us þakklátur fyrir það, að hann held- ur á pennanum í þeim efnum með slíkri hógværð og prúðmennsku, að fátítt mun vera, enda ekki nú talið vænlegt til frama í skáldsagnagerð. 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.