Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Blaðsíða 74

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Blaðsíða 74
falla mjög vel bæði að efni og anda hennar. Eg á bágt með að trúa því, að þessi geð- þekka bók hljóri ekki vinsældir, hún er í senn læsileg kennslubók í veðurfræði, safn svip- mynda úr íslenzkri þjóðarsögu og antólógía íslenzkra náttúruljóða. Sigurður Þórarinsson. Þykk bók þunnra kvæða Sigurður Einarsson: Yfir blikandi liöf. RangÆÍngaútgáfan, Reykjavík, 1957. I fyrstu kvæðabók sinni, er út kom 1930, lætur Sigurður Einarsson þess getið, að kvæð- in séu öll ort á tímabilinu frá 15. apríl til 5. nóvember sama árs. Skáldið virðist þá þegar hafa verið haldið nokkru stolti yfir því, hversu lljótvirkt það er um ljóðasmíði. Slík fljótvirkni var þénanlegur eiginleiki, meðan yrkingar voru hér útflutningsatvinnuvegur, sem ekki þurfti að borga með. Vafalítið hefði Sigurður Ein- arsson orðið afkastamikið hirðskáld í fornum sið, ort drápur margtugar um garpskap smá- kónga cg hlotið skikkju, fingurgull og góða branda að launum. Oneitanlega er hann mikil- virkur um ljóðagerð, þegar þess er gætt, að hann hefur ýmsum öðrum störfum að sinna, en afköstin eru mjög á kostnað vandvirkni, og gætir þess enn meir en áður í síðustu Ijóða- bók hans. Vera má, að oflofið um ljóðabæk- urnar tvær næstu á undan hafi ýtt hér undir. „Orðsnjallasti íslendingurinn, sem nú er uppi,“ reit V.S.V. í blað sitt. Ljóðin „skipa Sigurði ótvírætt í meistaraflokkinn," skrifaði maður, sem um langt skeið hefur vegið og virt til styrkja pund vorra skálda. Vissulcga er lagleg Ijóð að finna í báðum þessum bókum og nokk- ur, sem margir munu sammála um að séu góð, en í alltof mörgum gætir tilhneigingar til há- stcmdrar mælsku, sem oft jaðrar við mælgi, og ekki laust við, að sú mælgi sé stundum bland- in nokkru steigurlæti. I síðustu kvæðabókinni, sem Sigurður hefur látið frá sér fara, eru færri góðkvæði en áður til að vega móti léttmetinu. Hún er veiga- minnsta ljóðabók hans til þessa. Bókin upp- hefst með Skálholtsljóðum, en þau hlutu hæstan prís hjá æruverðugri dómnefnd. Mun þar hafa einhverju ráðið um, að þau virðast allvel fallin til söngs. Ég hef satt að segja ekki lesið önnur Skálholtsljóð til samanburð- ar en ljóð Þorsteins Valdimarssonar rg voru þau meira að mínum smekk, án þess ég væri þó sérstaklega hrifinn af þeim. En fátt er hug- lægara en Ijóðamat. Líklega eru hátíðaljóð Sigurðar hvorki verri né betri en gengur og gerist um slík Ijóð. Hátíðaljóð vcrða, með fá- um undantekningum, hástemd glamurljóð, sem fymast fyrr en dægurlagatextar. Kvæðið um Sæmund fróða kann ég held- ur ekki að meta. Ólíku skemmtilegri þykir mér sú mynd, sem þjóðtrúin hefur gert af þeim ráðkæna klerki. Kvæðin Alóana og Dúfan mín eru, hreint út sagt, della. Til Svölu er mjög snoturt ljóð, cinkum síðasta erindið: Því veðrum sorfið, vangafölt og vindsvalt und vetrarhjálmi skín Island — og þetta eina land í veröld er ættjörð þín og ættjörð mín. Gott Ijóð er einnig Hægt hnfgur sól. Bæði þessi Ijóð eru stutt og skvaldri verður þar ekki við komið. Kvæðið Kreppa er skeleggt og minnir á þann Sigurð, er kcnndi sinn kveð- skap við hamar og sigð. Sumarkveðja til ís- lenzkra barna, ort undir áhrifum frá Þor- steini Erlingssyni, myndi sóma sér vel í Sum- argjöf eða Æskunni og er þetta ekki sagt Ijóðinu til neins lasts. Tvö kvæði eru þarna þýdd eftir Burns. Það fyrra snoturlega, það síðara miður vel. Kvæði það, sem bókin dregur nafn af, er þróttmikið og með talsverðum glæsibrag. En bezta ljóð bókarinnar er að mínu viti ljóðið Fögur er jörðin í feigs manns augum. Annað erindi þess er svohljóðandi: Sem mjallhvítir svanir und haustmyrkum himni hópist á kyrra voga og dragi mynd sína drúpandi vængjum á dökka marar-gljá, svo hópast saman og mætast í muna minningar farinna daga eitt andartak, eina ómælisstund unz allt er liðið hjá. Engan hef ég heyrt frýja Sigurði Einars- syni vits, og ef hann mældi lélegustu ljóð sín við þau beztu og drægi þar af réttar álykt- 72 DAGSKRA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.