Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Page 68

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Page 68
Bókmenntir Listræn bréfaútgáfa Skrifarinn á Stapa. Sendibréf 1806—1877. Finnur Sigmundsson bjó til prentunar. — Bókfellsútgáfan, Reykjavík, 1957. Sendibréf eru meðal þeirra gagna, sem menn láta eftir sig seinni tíðar mönnum til vitnis- burðar um líf þeirra hér í heimi. Sendibréf eru gerð manna í milli til þess að reka eitthvert einkaerindi, í frétta skyni, fyrir vináttu sakir, eftir því sem efni standa til hverju sinni, og eru annars eðlis en embættisbréfin, sem eru opinber og ópersónuleg plögg. Embættisbréfin er skylt að varðveita sem skilríki og heimildir, enda eru þau sagnfræðingum drýgsta fróðleiks- uppsprettan. Sendibréf er hins vegar engum skylt að varðveita, þvert á móti er viðtak- anda ekki sjaldan uppálagt að eyðileggja bréf- ið að lestri loknum, og er því ekki að undra, að misjöfn verða örlög sendibréfasafna og til- viljun ræður mestu um, hvað varðveitist og kemst á opinber söfn, svo að fræðimenn fái notað. En sú var bótin, að skrifuð voru hér á árum áður ótrúleg kynstur sendibréfa, og var einkum 19. öld drjúg að þessu leyti. Það var íþróttagrein og bókmenntir út af fyrir sig að skrifa sendibréf. Framleiðslan var gífurleg, og því hafa þrátt fyrir alla eyðileggingu firn- in öll af íslenzkum sendibréfum varðveitzt og lent í opinberum söfnum, bæði utanlands og innan. Nýlega hafa heyrzt geysiháar tölur yfir íslenzk bréf í söfnum í Kaupmannahöfn, og hefur Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur ver- ið að rannsaka þau og skrásetja að undan- förnu. I Landsbókasafninu eru geymd einhver ósköp af bréfum, flest frá 19. öld. Geysilegir fjársjóðir liggja hér að miklu leyti ónotaðir, fjölmargt forvitnilegt um menn, menningu og málefni fyrri tíðar. Sendibréfin eru í senn mannleg og sagnfræðileg dókúment, sérstök tegund heimilda, sem geta í leiftursýn brugð- ið skæru ljósi yfir persónur og atvik og opnað nýjum skilningi leið, en þau eru líka oft hlut- dræg og ábyrgðarlaus, full af sleggjudómum, sem menn láta fjúka í einkasamtali við kunn- ingja, án þess að gjalda varhug við óboðnum eyrum og augum. Sagnfræðingurinn verður að nota þau með varúð, bæði sjálfs sín vegna, að hann láti ekki blekkjast af samúð eða andúð bréfritara, og vegna bréfritaranna, að hann krefji þá ekki ábyrgðar fyrir meira en þeir í raun og veru vildu sagt hafa. Einhvern tíma verður gerð fræðileg útgáfa íslenzkra sendibréfa í tugum ef ekki hundr- uðum binda, eða að minnsta kosti ýtarleg skrá með efniságripi. En þetta verður nú víst ekki, meðan þessi stjórn situr, eins og kerlingin sagði, og fyrst um sinn verður það eins og hingað til, að gerðar verða smáatlögur að bréfahaugunum og reynt að gefa út eitthvað, sem er sérstaklega fróðlegt eða skemmtilegt. I stórum dráttum má gera greinarmun á tvenns konar útgáfu bréfa, fræðilegri og því, sem kalla mætti listrænni útgáfu. Fræðilegri út- gáfu er fyrst og fremst beitt um bréfaskipti hinna mestu stjórnmálamanna eða andans höfðingja, og er þá allt gefið út, smátt og stórt, og ekkert undan dregið, því að allt, sem manninum við kemur, verður merkilegt af 66 DAG5KRÁ

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.