Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.05.2014, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 02.05.2014, Blaðsíða 18
www.siggaogtimo.is V ilhelm Þór Guðmunds-son var aðeins fimm ára þegar hann drukknaði í sundlauginni á Selfossi. Það var á sólríkum degi, þann 21. maí 2011, sem hann fór í hinstu sundferðina ásamt systkinum sínum, frændfólki og vinum. Það var eins og fyrir tilviljun að ömmu- systir hans ákvað að taka mynd af barnaskaranum fyrir utan heimili Vilhelms Þórs áður en haldið var á stað í laugina og voru þau aðeins búin að vera ofan í lauginni í um 20 mínútur þegar slysið varð. Móðir Vilhelms Þórs, Elísa Björk Jónsdóttir, segir að frá því hann fæddist hafi hún fundið fyrir þeirri ónotatilfinningu að hann ætti ekki eftir að stoppa lengi. „Í fyrsta skipti sem ég fékk hann í hendurnar fann ég fyrir þessari tilfinningu. Það var samt ekki þannig að hún íþyngdi mér alltaf. Fólk hefur spurt mig hvort ég hafi ekki ofverndað hann út af þessu en ég einmitt hvatti hann til að prófa sig áfram. Þegar hann langaði til að fara í myrkr- arússíbanann í tívolíinu þá hvatti ég hann til þess. Ég vildi að hann myndi njóta lífsins,“ segir hún. Elísa tekur á móti mér á heimili sínu á Selfossi þar sem hún býr með hinum börnunum sínum tveimur; Sóleyju Björk sem er á ellefta ári og Tómasi Val sem er á fimmta ári. Þar er líka amma þeirra, Guðný Sigurð- ardóttir, sem ætlar bæði að ganga og synda í minningu Vilhelms Þórs þegar slétt þrjú ár verða liðin frá slysinu, og samhliða safna áheitum fyrir Birtu, félag foreldra sem hafa misst börn eða ungmenni skyndi- lega. Ljósmyndir af Vilhelm Þór prýða stofuvegginn, þar er einnig Ég veit ekki hversu oft ég hef grátið á meðan ég er að synda. Tæp þrjú ár eru síðan hinn fimm ára gamli Vilhelm Þór Guðmundsson drukknaði í sundlauginni á Selfossi. Þegar mamma hans fékk hann fyrst í hendurnar fékk hún á tilfinninguna að hann ætti ekki eftir að stoppa lengi hjá henni. Amma Vilhelms Þórs lagðist í þunglyndi eftir slysið en kom sér úr rúminu með gönguferðum. Þann 21. maí, þegar slétt þrjú ár eru liðin frá slysinu, ætlar hún að ganga og synda í minningu dóttursonar síns og safna áheitum fyrir aðra aðstandendur sem missa börn skyndilega. Vissi að hann myndi deyja ungur kross og síðasta myndin sem var tekin af honum aðeins um hálftíma áður en hann drukknaði. Það er hægara sagt en gert að hefja viðtal um litinn dreng sem kvaddi lífið allt of fljótt og áður en ég finn réttu orðin gríp ég kaffi- könnu á borðinu, spyr þær mæðgur hvort þær vilji kaffi og helli svo í bollana þeirra. Við hlæjum saman að framhleypninni í mér, sem er gott. Það er heftandi að vera of formlegur. Elísa er í stjórn Birtu og hún segir að það hafi gefið sér mikið. „Þar get ég talað um reynslu mína og við leitum stuðnings hvort hjá öðru. Stundum veit fólk ekki hvernig það á að vera í kringum fólk sem er nýbúið að missa barnið sitt, það langar að sýna samhug en vill ekki vera óviðeigandi og endar þá jafnvel á að segja ekkert sem er auðvitað mjög óviðeigandi. Þó eng- inn geti sett sig í spor annarra for- eldra þá deilum við sama reynslu- heimi,“ segir hún. Elísa og Guðný, mamma Elísu og amma Vilhelms Þórs, hafa frá upphafi unnið á afar misjafnan hátt úr áfallinu og voru viðbrögð þeirra mjög ólík – Elísa bjóst strax við hinu versta þegar hún fékk fregnir af slysinu en Guðný reiknaði með kraftaverki. Datt trúlega og rak höfuðið í Aldrei hefur verið fyllilega upplýst hvernig slysið átti sér stað, búið var að kaupa eftirlitsmyndavélar til að setja upp við innilaugina en til stóð að setja þær upp í vikunni á eftir. „Við teljum okkur samt vita hvað gerðist en myndavélar hefðu þá get- að staðfest grun okkar. Við teljum að hann hafi komið upp úr lauginni, rifið af sér kútana og hlaupið af stað með þeim afleiðingum að hann rennur til, dettur út í laugina og rekur trúlega höfuðið í. Hann var með mar á höfðinu sem hann var ekki með fyrir sundferðina þannig að hann hefur rekið höfuðið í,“ segir Guðný. „Hann var alltaf mjög varkár og notaði alltaf kúta þegar hann var í lauginni, og líka þegar hann fór í pottinn. Þó hann væri mikill gaur þá var hann með lítið hjarta og fór varlega,“ segir hún. Síðan slysið varð er bæði búið að setja upp myndavélar og band við laugina til að minnka líkur á viðlíka slysi, auk þess sem skerpt hefur verið á verklagsreglum sundlaugar- starfsfólks. Sundferðin var vandlega skipu- lögð með nokkrum fyrirvara og til stóð að Guðný myndi fara með en Elísa var þessa sömu helgi að fara í óvissuferð með vinnustaðnum sínum. „Þennan morgun vaknaði ég síðan með svo háan blóðþrýst- ing að ég treysti mér ekki,“ segir Guðný sem hefur lengi glímt við háþrýsting. Fyrir tilviljun var hjúkr- unarfræðingur sem hafði sinnt systur Guðnýjar í sundlauginni og hringdi hún strax í Guðnýju sem hún vissi að var hennar nánasti aðstandandi. „Þau leggja af stað í sund um klukkan tólf og korter í eitt er hringt í mig. Þá eru þau búin að labba út í laugina, allir búnir að fara í sturtu og í sundföt þannig að þau hafa bara verið ofan í lauginni í um tuttugu mínútur,“ segir Guðný. Tveir drengir, ellefu og tólf ára, komu að Vilhelm og þannig vildi til að fjöldi hjúkrunarfólks, lög- reglumaður, sjúkraflutningafólk og læknir voru á staðnum. „Hann fékk því strax allra bestu aðhlynningu og fyrstu hjálp. Við hefðum ekki getað verið heppnari með það,“ segir hún. Þó Guðný hafi fengið símtal um að slys hafi átt sér stað upplifði hún ekki strax alvarleikann og spurði sérstaklega hvort þetta væri svo alvarlegt að hún ætti að hringja líka í mömmu Vilhelms Þórs og pabba hans. Elísa var lögð af stað í óvissu- ferðina, íklædd neonlituðu pilsi með neongrifflur í takt við þema ferðarinnar þegar móðir hennar hringdi og sagði henni að Vilhelm Þór hefði lent í slysi í sundlauginni og að hún þyrfti að koma strax. El- ísa segist í raun ekki hafa orðið svo undrandi þegar hún fékk símtalið. „Ég hugsaði bara með mér: „Nú er komið að því.“ Ég reiknaði aldrei með því að við fengum að hafa hann hjá okkur þetta lengi,“ segir hún með ró í röddinni. Sjúkrabíll sótti Vilhelm Þór og var lagt af stað rakleiðis á Landspít- alann við Hringbraut í Reykjavík en Framhald á næstu opnu Elísa Björk Jónsdóttir, móðir Vilhelms Þórs, og Guðný Sigurðardóttir, amma hans. Ljósmynd/Hari. 18 viðtal Helgin 2.-4. maí 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.