Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.05.2014, Blaðsíða 35

Fréttatíminn - 02.05.2014, Blaðsíða 35
Stöndum vaktina allan sólarhringinn Sími 570 2400 · oryggi.is Öryggismiðstöðin sýnir einstakt listaverkasafn sitt í tilefni af List án landamæra List án landamæra er árleg listahátíð með áherslu á fjölbreytileika mannlífsins. Við hjá Öryggismiðstöðinni höfum fylgst náið með hátíðinni og séð hana vaxa og dafna. Áhugi okkar og aðdáun hefur orðið til þess að við höfum síðustu ár keypt verk eftir listamenn hátíðarinnar. Nú opnum við dyrnar og leyfum öllum að njóta þeirrar einstöku listar. Sýningin verður opnuð föstudaginn 2. maí kl. 17 í Öryggismiðstöðinni, Askalind 1, Kópavogi – gengið inn að ofanverðu. Sýningin er opin helgarnar 3.–4. og 10.–11. maí frá kl. 12 til 15. Öryggismiðstöðin er stoltur styrktaraðili Listar án landamæra 2014. LISTIN Á SÉR ENGIN LANDAMÆRI Eftirfarandi listafólk á verk á sýningunni: Atli Viðar Engilbertsson, Einar Baldursson (unnið á Sólheimum), Hugrún Dögg Þorfinnsdóttir (unnið á Bjarkarási), GÍA, Guðrún Bergsdóttir, Ína, Ingi Hrafn Stefánsson, Ísak Óli Sævarsson, Jón Grétar Höskuldsson (unnið á Bjarkarási), Sigrún Huld Hrafnsdóttir og Snorri Ásgeirsson. Á sýningunni verða einnig samstarfsverk Guðrúnar Bergsdóttur og Eggerts Péturssonar, Sigrúnar Huldar Hrafnsdóttur og Söru Riel og Ísaks Óla Sævarssonar og Hugleiks Dagssonar. Þá mun listakonan Unnur Mjöll S. Leifsdóttir sýna nýtt verk sem hún vinnur sérstaklega fyrir sýninguna með frænda sínum Degi Steini. PI PA R \T BW A • S ÍA • 1 40 76 0 viðhorf 35 Helgin 2.-4. maí 2014 R eykvísk heimili eru af öllum stærðum og gerðum. Sum-ir vilja leigja á meðan aðrir vilja eiga, en allir þurfa þak yfir höfuðið. Stjórnvöld hafa hingað til lagt ofuráherslu á að allir eigi hús- næði. Snúa þarf frá þeirri stefnu og byggja upp almennan leigumarkað sem valkost fyrir alla. Þess vegna ætlar Samfylkingin að beita sér fyrir því að fjölga leigu- og búsetu- réttaríbúðum í Reykjavík um 2500- 3000 á næstu árum. Áður fyrr var leiguhúsnæði skammtímalausn, úrræði fyrir tekjulægstu fjölskyldurnar og þær sem þurftu á félagslegri aðstoð að halda. Félagslegar leiguíbúðir verða áfram til staðar fyrir þennan hóp. Nú er hins vegar einnig mik- il eftirspurn eftir almennu leigu- húsnæði. Það sýnir mikil hækkun á leiguverði og niðurstöður rann- sókna sem Reykjavíkurborg hefur látið vinna. Niðurstöðurnar sýna líka að fólk lítur ekki á leigu sem tímabundið úrræði heldur getur það hugsað sér að búa í leiguhúsnæði til lengri tíma. Almennur leigumarkaður sem valkostur Leiguíbúðir fyrir allskonar fólk Stöðugleiki mikilvægur Hér á landi hefur almenni leigumarkaðurinn aldrei virkað sem skyldi og þess vegna viljum við taka þátt í að umbylta honum. Leigjendur þurfa að eiga val á milli ólíkra íbúða á mismunandi stöð- um í borginni. Síðast en ekki síst þá þurfa þeir stöðugleika svo þeir geti gert langtímasamning. Borgin á að koma að uppbyggingu leigufélaga sem starfa á almennum markaði til að tryggja skjóta uppbyggingu á leiguíbúðum. Einkafram- takið eitt og sér hefur ekki ráðið við verkefnið. Reynsla síðustu ára hefur kennt okkur það. Borgin leggur fram lóðir Það er þó ekki þannig að Reykjavíkurborg ætli að niðurgreiða leiguna eða leigja út íbúðir líkt og meðframbjóðendur okkar til borgarstjórnar hafa reynt að telja fólki trú um. Við erum aftur á móti reiðubúin til að beita afli borgarinnar til að stokka upp staðnað kerfi einkaframtaksins og leita fjölbreyttra lausna. Framlag Reykjavíkur verður fyrst og fremst að leggja fram lóðir gegn hlut í leigufélögum sem ætla að starfa til langtíma en eru ekki á eftir stund- argróða. Þar skiptir miklu máli gott samstarf á kjörtímabilinu sem er að líða við lífeyrissjóði og samvinnufélög. Ásamt nýju og góðu aðalskipulagi sem opnar á byggingu leiguíbúða á heppileg- um stöðum. Forgangsmál Eitt af forgangsmálum Reykja- víkur á næsta kjörtímabili eru húsnæðismálin og uppbygging almenns leigumarkaðar. Samfylk- ingin hefur lagt fram raunhæfa áætlun um að fjölga leigu- og bú- seturéttaríbúðum um allt að þrjú þúsund. Þess vegna er mikilvægt að Samfylking fái sterkt umboð til að fara fyrir stjórn borgarinnar á komandi árum. Magnús Már Guðmundsson frambjóðandi Samfylkingar- innar til borgarstjórnar 1.399 milljónir króna er upp- hæðin sem skuldir Hafnar- fjarðarbæjar lækkuðu um á síðasta ári samkvæmt nýjum ársreikningum. 120.000 krónur eru meðaleyðsla hvers Bandaríkjamanns sem kom hingað til lands á síðasta ári en Banda- ríkjamenn eyða mest allra þjóða hér á landi, samkvæmt Rannsóknarsetri verslunarinnar, 14 milljörðum króna. 212.000 krónur eru meðaleyðsla á hvern Svisslending hér á landi á síðasta ári en Svisslendingar eyða mest á hvern einstaka ferðamann ef horft er til þjóðernis. 8 sentímetrum munar á faðmlengd Gunnars Nelson og keppinautar hans, Bandaríkjamannsins Ryan LaFlare, en þeir munu berjast í Dublin á Írlandi þann 19. júlí. 47,2 prósent Íslendinga sögðust hlynnt því að ferðamönnum verði gert að kaupa nátt- úrupassa til að öðlast aðgengi að helstu ferðamannastöðum landsins, samkvæmt könnun MMR. 35 milljarða lækkun skulda Reykjavíkurborgar á síðasta ári er met, samkvæmt Degi B. Eggertssyni, borgarstjóraefnis Samfylkingarinnar. Vikan í töluM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.