Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.05.2014, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 02.05.2014, Blaðsíða 32
Nautasmásteik að hætti ProveNce Daube ProveNçale á hugi minn á frönsku og franskri menn- ingu byrjaði mjög snemma. Ég var svo heppin að hafa Teit Benediktsson sem frönskukenn- ara í Menntaskólanum að Laugar- vatni en hann var alveg einstakur kennari. Hann talaði um París eins og hún væri paradís á jörð svo öll vorum við gjörsamlega heilluð og vildum ólm fara til Frakklands og læra betur frönsku,“ segir Sigríður sem fluttist svo til Parísar eftir há- skólanám, en þó ekki fyrr en eftir tveggja ára búsetu á Haití. „Ég kynntist manninum mínum Michel, sem er franskur, í háskólanum en við bjuggum bæði á stúdentagörð- um Háskólans, Nýja garði. Sjálfsagt kynntist ég honum vegna þessa mikla frönskuáhuga en hann var eini franski stúdentinn á þeim tíma. En við sem sagt fórum að vera saman og giftum okkur svo á Haití eftir námið, því Marcel fékk vinnu þar. 1970 flytjum við svo til Parísar og þar hef ég verið síðan.“ Lærði að elda af tengda- mömmu Sigríður minnist matarins á Haití, sem er undir frönskum og afrískum áhrifum, en það var ekki fyrr en hún kynntist franskri tengdamóður sinni sem hún féll algjörlega fyrir matargerð. „Ég kunni ekkert að elda þegar ég kom til Frakklands, bara alls ekki nokk- urn skapaðan hlut. Ég hafði bara aldrei haft áhuga á því, íslensk matargerð var svo frumstæð á þessum tíma. Fólk hafði alls engan áhuga á mat, borðaði ekki til að njóta heldur bara til að komast af. Allt var svo einhæft og ekki verið að nota nein krydd. En ég bara varð að bjarga mér því ég var orðin gift kona með heimili. Mér hafði verið kennt sem krakka að ég yrði að gera allt vel, svo ég bara ákvað að reyna að elda almennilega. Og ég lærði af tengdamömmu sem var svakalega góður kokkur. Hún var útivinnandi, með eigið fyrirtæki, en eldaði alltaf mjög góðan mat fyrir alla fjölskylduna, alla daga. Hún var ótrúlega natin og þolin- móður kokkur eins og franskar konur voru á þessum tíma en þær stóðu flestar í marga klukkutíma á dag við að elda.“ Parísarfjölskyldan hætt að borða saman Sigríður segir tímana hafa breyst og kokkana með. „Konur eru ekk- ert að elda eins og þær gerðu. Fólk í stórborgum hefur bara engan tíma nú til dags til að elda góðan mat. Parísardömur vinna allan daginn og koma svo seint heim, jafnvel Undirbúningur 30 mín, sólarhring fyrir- fram, suða 4 klst Fyrir 6 : 1200 g seigt nautakjöt, 200 g reykt flesk, 3 tómatar, Appelsínubörkur, Grænar ólífur, Salt. Í kryddlöginn þarf: 3 lauka, 4 hvítlauksrif, 2 stórar gulrætur í sneiðum, ½ flösku af bragð- sterku rauðvíni frá Provence, sumir nota hvítvín, Timían, lárviðarlauf, steinselju, 2 negulnagla, Ólífuolíu, pipar. Daginn áður útbúum við kryddlöginn: Skerið kjötið í bita, leggið í í fallegan steinpott eða leirpott með rauðvíninu og öllu kryddinu. Geymið í kæli í sólarhring. Snúið bitunum við nokkrum sinnum svo að þeir séu örugglega í bleyti. Daginn eftir tökum við kjötið upp, þerrum það og steikjum við góðan hita í olíunni. Setjum svo aftur í pottinn með krydd- leginum, berkinum, afhýddum, niður- skornum tómötunum. Látum malla við vægan hita í 4 klst. Setjum ólífur í soðið. Berum fram í pottinum með kartöflum, hrísgrjónum, eða pasta, að hætti Fransmanna. Við drekkum samskonar vín og við notuðum í pottinn. Hamingjurík og heillandi matreiðsla þegar börnin eru háttuð. Flest allir eru með barnapíu og fæstar fjöl- skyldur borða saman kvöldmat. Þetta er svo stór borg að það fer ofboðslega mikill tími í að fara á milli staða. Áður fyrr borðaði fólk heita máltíð í hádeginu en nú er venjulega bara borðað létt salat í hádeginu en svo er haft meira fyrir matnum á kvöldin. Þá er borðað mjög seint, um níu, eftir að börnin eru sofnuð. Barnapían hefur þá venjulega gefið börnunum eitthvað einfalt að borða.“ Sigríður hefur sjálf alið upp þrjú börn, en aldrei notið aðstoðar barnapíu. „Aðstæð- ur hafa verið þannig hjá mér að ég hef alltaf verið heimavinnandi, svo ég gerði bara gott úr því. Ég hef alltaf lagt metnað minn í það að elda góðan mat fyrir fjölskylduna og finnst það bara sjálfsagt.“ Hamingjurík matreiðsla „Það sem mér finnst svo stórkost- legt í Frakklandi er hvað hrámetið er fjölbreytt og gott. Það er lagt svo mikið í að kaupa alltaf það sem er ferskast hverju sinni svo matreiðsl- an breytist algjörlega eftir árs- tímum. Það sem er eldað fer alveg eftir því hvað fæst á útimörkuð- unum hverju sinni, svo matreiðslan er allt önnur um vetur, sumar, vor og haust. Þar að auki er hvert hérað með sínar hefðir og rétti,“ segir Sigríður en eitt af því skemmtilegra sem hún gerir er að ferðast og prófa nýja rétti. Hún segir Provance vera í sérstöku uppáhaldi. „Provance er alveg einstaklega heillandi hérað. Það er svo fallegt þar og ilmurinn af kryddjurtunum sem svífur yfir öllu er svo góður, maturinn svo bragðsterkur, loftið svo hlýtt og sólin svo sterk. Matreiðslan er svo sólrík og litsterk, svo heillandi og full af hamingju. Manni líður svo vel í Provance enda dreymir alla Frakka um að flytja þangað. Mat- reiðslan þar þykir samt ekki endi- lega sú fínasta. Í Suðvestur-Frakk- landi, Atlantshafsmegin nálægt Bordeaux, er hún talin vera fágaðri. Þar er til dæmis mikið um önd og þar færðu bestu andalifrina. Svo er mikill rjómi og smjör í Norður- Frakklandi og besta nautakjötið er á Normandí. Við erum svo heppin að eiga sumarhús við Bretagna- skagann og þar er sjávarfangið alveg æðislegt.“ „Sælkeraflakk um Provance“ er þriðja matreiðslubólk Sigríðar en áður hefur hún gefið úr „Sælkera- Sigríður Gunnarsdóttir er algjörlega heilluð af Provance. „Matreiðslan þar er svo sólrík og litsterk, svo heillandi og full af hamingju“. Ljósmynd/Teitur. Sigríður Gunnarsdóttir heillaðist af franskri matargerð þegar hún fluttist til Parísar fyrir meira en 40 árum. Hún gaf nýverið út sína þriðju matreiðslubók, „Sælkeraferð um Provance“, þar sem uppskriftum er fagurlega blandað saman við fróðleik um héraðið og ljósmyndir dóttur Sigríðar, Silju Sallé. Uppskriftirnar eru bragðsterkar og sólríkar líkt og héraðið sjálft þar sem matreiðsla hefur alltaf verið nátengd hamingjunni. ferð um Frakkland“ og „Sælkera- göngur um París“. Dóttir hennar, Silja Sallé, hefur unnið bækurnar með móður sinni og tekið allar ljós- myndirnar. „Ég hef heyrt margar sögur frá fólki sem ferðast með bækurnar og það gleður mig af- skaplega mikið. Ég talaði við konu sem sagðist hafa gengið um París með bókin mína og ferðast um hverfin alveg eins og ég lýsti þeim, keypt svo í matinn og eldað upp úr bókinni. Hún var ægilega hrifin og ég líka svo þetta er allt eins skemmtilegt og hugsast getur.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is 32 viðtal Helgin 2.-4. maí 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.