Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.05.2014, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 02.05.2014, Blaðsíða 6
Veitir stuðning þar sem þú þarft hann. Leggur grunn að góðum degi Faxafeni 5, Reykjavík • Sími 588 8477 Opi› virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 11-16 Dalsbraut 1, Akureyri • Sími: 558 1100 og Skeiði 1 Ísafirði • Sími 456 4566 betrabak@betrabak.is • www.betrabak.is D Ý N U R O G K O D D A R 20% afsláttur í maí Tempur dagar nú er Tækifærið! EINA DÝNAN OG KODDINN SEM VIÐURKENND ERU AF NASA OG VOTTUÐ AF GEIMFERÐASTOFNUNINNI TEMPUR® Original & Cloud heilsurúm C&J stillanlegt rúm með TEMPUR® dýnu TEMPUR Original eða Cloud heilsudýna með Standard botni og löppum Verðdæmi: 160x200 cm. Fullt verð kr. 390.700 TILBOÐSVERÐ: kr. 312.560 C&J stillanlegt rúm með TEMPUR Original eða Cloud heilsudýnu. Verðdæmi: 2x90x200 cm. Fullt verð kr. 803.800 TILBOÐSVERÐ: kr. 643.040 v a x t a la u sa r afborganir í 1 2 m á n * Aðeins 55.627 kr. á mán. v a x t a la u sa r afborganir í 1 2 m á n * Aðeins 27.123 kr. á mán. Eimskipafélag Íslands og Kiwanishreyfingin gefa öllum grunnskólabörnum sem ljúka 1. bekk grunn- skóla í vor reiðhjólahjálma. Verkefnið er árviss við- burður félaganna til að stuðla að umferðaröryggi yngstu hjólreiðamanna landsins. Verkefnið nefnist „Óskabörn þjóðarinnar“ en samtals munu um 4.500 börn fá reiðhjólahjálma að gjöf í ár, að því er fram kemur í tilkynningu. Á þeim 10 árum sem verkefnið hefur staðið yfir hafa um 45 þúsund börn, um 14% af þjóðinni, notið góðs af því. „Verkefnið er okkur afar kært og stendur okkur nærri. Eimskip leggur ríka áherslu á öryggismál í allri sinni starfsemi og vill með þessum hætti leitast við að miðla þeirri reynslu til barnanna sem þurfa að vera meðvituð um mikilvægi öryggis í umferðinni. Ljóst er samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni víðsvegar um land að hjálmarnir hafa bjargað mörgum börnum frá alvarlegum meiðslum,“ segir Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips. Félagið hlaut á síðasta ári mestu viðurkenningu sem alþjóða Kiw- anishreyfingin veitir fyrir framlag sitt til samfélags- legra málefna. Kiwanishreyfingin mun á næstu vikum fara í alla grunnskóla landsins og afhenda börnum 1. bekkjar grunnskóla hjálma. Foreldrar og forráðamenn eru beðnir um, segir enn fremur, að vera vakandi fyrir því þegar börn þeirra koma heim með hjálma og aðstoða þau við að stilla þá rétt. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is B jörn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, afhenti Pamelu De Sensi nýverið hálfrar millj- ónar króna styrk til útgáfu á föndurbók fyrir börn. Pamela er flautuleikari og stjórnandi Töfra- hurðar sem er tónlistarhátíð fyr- ir yngstu kynslóðina í Salnum í Kópavogi. Á vegum Töfrahurðar hafa reglulega verið haldin nám- skeið fyrir börn þar sem hljóð- færi eru smíðuð úr endurvinn- anlegu efni. „Gaman í drasli“ er föndur- bók þar sem kennt er að búa til hljóðfæri úr endurvinnanlegu efni ásamt ýmsum skemmti- legum leikjum. Í bókinni eru fimm söguhetjur, álfarnir Plasti, Pappa og Gleri sem sér- hæfa sig í leikjum ýmis konar, Pamflauta sem kennir að búa til hljóðfæri og loks risinn góði, Raggi ruslakarl. Raggi varð til á ruslahaugi úr alls konar dóti, talar eingöngu vistvænt tungu- mál og gefur álfunum af sér hitt og þetta sem þeir nota til að skapa sína leiki og hljóðfæri. Bókinni er skipt upp í mánuði og inniheldur hver mánuður tvo leiki og eitt hljóðfæri. „Bók þessi hefur það að markmiði,“ segir í tilkynningu, „að vekja fólk til umhugsunar um allt það sem við hendum en mætti öðlast framhaldslíf undir öðrum formerkjum, því hver segir að endilega þurfi að eyða stórfé til að börn skemmti sér. Klósettrúlla, efnisbútur, mjólkurferna, plastflaska utan af þvottaefni, gosdósir, iðnaðar- rör, pappakassar, áldósir, allt þetta getur breyst í trommur, horn, flautur, marimbur, eða í bíla, sjónvörp, kastala, farsíma, flugvélar og margt margt fleira. Bókin inniheldur margar snið- ugar hugmyndir fyrir börn frá fjögurra ára aldri sem fjölskyld- ur og vinir geta skemmt sér við að búa til.“ Nákvæmar skýringarmyndir eru í bland við söguna og lögð áhersla á að hafa allar skýr- ingar einfaldar og skýrar. „Á þennan hátt,“ segir enn fremur, „má vekja upp meiri áhuga á endurvinnslu, áhuga á náttúru og nýtni og síðast en ekki síst til að örva ímyndunarafl og sköp- unargleði barna.“ Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Gjöf reiðhjólahjálmanna til barna sem ljúka 1. bekk í grunnskóla í vor stuðlar að umferðaröryggi yngstu hjólreiðamanna landsins.  ReiðhjólahjálmaR eimskip og kiwanishReyfingin Gefa 4.500 grunnskólabörnum hjálma Pamela De Sensi tók við styrk Sorpu. Með á myndinni er Raggi ruslakarl, listaverk sem búið er til úr endurvinnanlegu efni og var útskriftarverkefni Auðar Lóu Guðnadóttur frá listabraut Fjölbrautarskóla Breiðholts vorið 2012.  fönduRBók fRamhaldslíf ýmissa muna Hljóðfæri úr endur- vinnanlegu efni Sorpa styrkir útgáfu föndurbókarinnar Gaman í drasli. Raggi ruslakarl hjálpar til og talar vistvænt tungumál. 6 fréttir Helgin 2.-4. maí 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.