Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.05.2014, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 02.05.2014, Blaðsíða 4
Frítt söluverðmat án allra skuldbindinga Halldór Kristján Sigurðsson sölufulltrúi 695 4649 hks@remax.is Sylvía Guðrún Walthersdóttir löggiltur fasteignasali 477 7777 sylvia@remax.is Þrjú hundruð þúsund árlega í Árbæjarlaug Þann 10. júlí í fyrra gáfu Sam- skip út yfirlýsingu um að fyrirtækið hafi engin áform um að taka að sér flutninga á hvalkjöti í fram- tíðinni. A lma, skipið sem nú er á leið til Japans með um 2.000 tonn af frosnu langreyðarkjöti, er eitt þeirra skipa sem norskt dótturfélag Samskipa, Silver Green, hefur leigt út til ýmissa verkefna og er talið með flota Silver Green á heimasíðu félagsins. Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa, segir að Silver Green tengist þó á engan hátt flutningum hvalkjötsins til Japans. Hann segist hafa upplýsingar um að flutn- ingarnir fyrir Hval hf. byggist á milliliða- lausum samningum Hvals hf. við úkraínska útgerðarfélagið sem er skráður eigandi Alma en það heitir Armidia Shipping Co Ltd. Samskip eiga 25% hlut í Silver Green og Ásbjörn situr í stjórn félagsins. Hann segir að Alma er eitt þeirra skipa sem Silver Green hafi notað til þess að flytja uppsjávar- afurðir frá Íslandi. Það séu árstíðarbundin verkefni og að öðru leyti séu verkefni Alma Silver Green óviðkomandi og á vegum úkraínska eigandans. Þann 10. júlí í fyrra gáfu Samskip út yfir- lýsingu um að fyrirtækið hafi engin áform um að taka að sér flutninga á hvalkjöti í framtíðinni. Sú yfirlýsing var gefin að kröfu hafnaryfirvalda í Rotterdam vegna sex gáma af hvalkjöti frá Hval hf, sem fluttir höfðu verið með skipi Samskipa og á farm- bréfum frá Samskipum til Rotterdam. Hafn- aryfirvöld í Rotterdam brugðust harkalega við og bönnuðu að kjötið yrði flutt áfram á áfangastað í Japan enda er langreyður á lista yfir dýr í útrýmingarhættu og við- skipti með kjöt af dýrinu eru ólögleg, sam- kvæmt alþjóðlegum sáttmála sem nefnist CITES. Ísland hefur ekki staðfest þann sáttmála en það hefur Holland gert og flest ríki, önnur en Noregur og Japan, auk Ís- lendinga. Gámarnir sex voru því fluttir á ný til Íslands. Ásbjörn sagði við Fréttatímann að eftir þetta hafi verið ljóst að flutningum á hvalkjöti væri sjálfhætt fyrir Samskip. Flutninganet fyrirtækisins er þannig upp byggt að Rotterdam og Hamborg eru um- skipunarhafnir fyrir flutninga til fjarlægari áfangastaða á borð við Japan. Alma var á miðvikudaginn stödd við Singapore-sund og virtist á leið austur með norðurströnd Borneo áleiðis til Japans þangað sem talið er að skipið komi um eða fyrir miðjan mánuðinn. Eins og fram er komið var skipinu neitað að koma inn til hafnar í Durban í Suður-Afríku. Um páskana lá skipið í nokkra daga við akkeri utan við höfnina í Port Louis, sem er hafn- arborg á stærð við Reykjavík, á eyríkinu Máritíus í Indlandshafi. Vefmiðillinn Trade Winds News hefur það eftir embættismanni hjá hafnarstjórninni í Port Louis að skipið hafi staldrað stutt við og allan tímann haldið sig utan við lögsögu hafnarinnar en áhöfnin hafi farið með létta- báti í land. Ekki fékkst staðfest hvort skipið tók olíu meðan það lá undan Máritíus en það er talið ólíklegt þar sem alþjóðlegar siglinga- reglur leyfa ekki að tekin sé olía úr tankskip- um utan við lögsögu hafnar. Pétur Gunnarsson petur@frettatiminn.is Tuttugu ár eru síðan Árbæjarlaug var tekin í notkun. Mikil fjölgun á almenn- um leigumarkaði Heimilum í leiguhúsnæði á almennum markaði hefur fjölgað umtalsvert síðan 2007. Það ár voru 15,4% heimila í leiguhús- næði á almennum markaði en 24,9% árið 2013, að því er fram kemur hjá Hagstofu Íslands. „Árið 2007 var hlutfall heimila í leiguhúsnæði á almennum markaði svipað og hlutfall heimila í leiguhúsnæði í gegnum hverskyns búsetuúrræði á borð við félags- legar leiguíbúðir sveitarfélaga og náms- mannahúsnæði, eða 7,6% samanborið við 7,8%. Fjölgunin var hinsvegar meiri í fyrrnefnda hópnum og árið 2013 voru 14,2% heimila í leiguhúsnæði á almennum markaði en 10,7% í búsetuúrræði. Leigjendum á almennum markaði hefur ekki aðeins fjölgað, heldur hefur sam- setning hópsins breyst, bæði hvað varðar aldur, heimilisgerðir og tekjur. Eftir 2007 óx hlutfall fólks á aldrinum 25-34 ára á almennum leigumarkaði hraðar en í eldri aldurshópum, úr 8,6% í 23,7%. Á sama tíma hækkaði hlutfall leigjenda á almennum markaði í lægsta tekjubilinu hraðar en á hærri tekjubilum, úr 9,5% í 28,9%. Þá hækkaði hlutfallið á meðal heimila einhleypra með eitt eða fleiri börn úr 9,7% í 27,7%, sem er meiri aukning en mælist fyrir aðrar heimilisgerðir.“ - jh veður FöstudAgur lAugArdAgur sunnudAgur Heiðríkja oG HæGur vindur. Hlýtt í sólinni yfir daGinn. HöfuðborGarsvæðið: BjarTað MEsTu og HægLÁTT. dreGur fyrir sólu oG fer að riGna syðra. Áfram bjart na-til. HöfuðborGarsvæðið: skýjað og sMÁrigning sÍðdEgis. víða riGninG, einkum framan af deGi. HöfuðborGarsvæðið: VæTa uM Morgun- inn, En sÍðan ÞurrT. vorlegt veður og væta þegar frá líður reiknað er með björtu og fallegu veðri um land allt í dag, en á morgun nálgast veðraskil úr suðri. annað kvöld fer að rigna sunnantil, en bjart og kólnar niður fyrir frostmark n-til aðra nótt. Skilunum er spáð norður yfir landi snemma á sunnudag og rigning með sa-strekkingi um tíma um mest allt land. styttir upp að mestu með s-átt þegar líður á daginn. Meira af mildu lofti er spáð eftir helgina. 10 7 8 9 9 7 4 5 5 7 7 5 5 6 6 einar sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is  HvAlveiðAr skipið AlmA tengt dótturFélAgi sAmskipA Áhöfn í land en Alma utan hafnar á Máritíus alma hefur mikið verið í verkefnum fyrir norskt skipafélag þar sem forstjóri samskipa situr í stjórn og samskip eru 25% eigandi. skipið alma er komið í gegnum singapore-sund og heldur áfram siglingu sinni með 2000 tonn af hvalkjöti til japans. skipinu er hvarvetna bannað að koma til hafnar þar sem farmurinn er afurðir dýrs sem er á alþjóðlegum lista yfir tegundir í útrýmingarhættu. Árbæjarsundlaug fagnaði 20 ára afmæli sínu síðastliðinn miðvikudag, 30. apríl. „Laugin var og er ein allra glæsilegasta laug borgarinnar með stórkostlegu útsýni yfir Elliðaárdalinn,“ segir guð- rún arna gylfadóttir for- stöðukona. „Borgarbúar tóku lauginni vel og gera enn,“ segir guðrún arna. Heildarfjöldi heimsókna á ári er um 300 þúsund. síðustu ár hefur verið hlúð að Árbæjarlaug, að því er fram kemur í tilkynningu reykja- víkurborgar. nýr nudd- pottur var settur upp fyrir tveimur árum með tilheyrandi stýrikerfi. Eimbaði var einnig komið upp, auk þess sem ráðist var í úrbætur vegna ferlimála. Árbæjarlaug stendur við útivistarsvæði reykvík- inga í Elliðaárdalnum með aðkomu um Fylkisveg. Bygging sundlaugarinnar hófst árið 1991 og er hvolfþak úr gleri yfir innilaug og innigarði einkennandi fyrir hana. Útisundlaugin er 25 metrar og á útisvæði eru iðulaugar, heitir pottar og leiktæki. -jh 4 fréttir Helgin 2.-4. maí 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.