Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.05.2014, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 02.05.2014, Blaðsíða 16
G óð tengsl við fjölskylduna sína er það allra dýrmætasta,“ segir Kristbjörg Kjeld, ein ástsæl-asta leikkona Íslendinga, sem fer með hlutverk í leikritinu „Dagbók Jazzsöngvarans“ sem nýlega var frum- sýnt í Borgarleikhúsinu. Verkið fjallar um samhengi kynslóða og hvernig sársauki einnar kynslóðar flyst yfir á þá næstu ef ekki er tekist á við hann. Um er að ræða nýtt íslenskt nútímaverk eftir Val Frey Einarsson sem einnig leikur aðalsögu- hetjuna Ólaf. „Ég er í hlutverki konu sem hefur verið heimilishjálp hjá föður Ólafs og hringir í hann til að tilkynna honum að faðir hans sé látinn. Faðirinn hefur opnað sig gagnvart þessari konu og náðu þau góðum tengslum undir lokin. Í framhaldi af símtalinu fer þessi kona að aðstoða Ólaf í sambandi við útförina,“ segir Kristbjörg. Auk þeirra leikur hinn ungi Valur Grett- isson í verkinu og fer hann með hlutverk föður Ólafs þegar hann var 7 ára. Þau þrjú eru meira og minna á sviðinu allan tímann en Valur bregður sér einnig í hlutverk afa Ólafs og Kristbjörg í hlutverk ömmu hans. „Þetta verk fjallar um tengsl fólks, eða tengslaleysi og hvernig það flyst milli kyn- slóða. Það fjallar líka um þögnina,“ segir Kristbjörg og tekur fram að þó undirtónn- inn sé alvarlegur sé einnig hægt að hlæja á sýningunni. „Það er öllum hollt að skoða samskiptin við sína fjölskyldu og hvort maður getur gert eitthvað til að bæta þau. Flestir geta tengt við þetta verk á ein- hvern hátt. Ég hef líka fundið hjá fólki sem hefur komið á sýningar að verkið hefur haft mikil áhrif á það,“ segir hún. Gengur að Sólfarinu Kristbjörg hefur verið afar áberandi í leiklistarlífinu undanfarin ár og tekið að sér fjölmörg krefjandi hlutverk bæði í kvikmyndum og leikhúsi, en hún er sjálf- stætt starfandi. „Ég útskrifaðist úr leik- listarskóla árið 1958 þannig að ég er búin að vera í þessu ansi lengi,“ segir hún en 56 ár eru frá útskrift. Enn fer mestur tími hennar í leiklistina enda er það hennar lífsstarf. „Það er mikil fylling í að starfa við það sem maður hefur gaman af. Þetta er svo fjölbreytt, og síðan er það ekki síst Góð fjölskyldutengsl það dýrmætasta Hin ástsæla leikkona Kristbjörg Kjeld segir Íslendinga heppna með hvað þeir eiga margar góðar skáldkonur en Auður Ava Ólafsdóttir er í sér- stöku uppáhaldi hjá Kristbjörgu. Auk þess að lesa og fara í göngutúra leggur hún miklar rækt við fjöl- skylduna og segir ekkert dýrmætara en fjölskyldutengslin. Kristbjörg leikur um þessar mundir í verkinu Dagbók Jazzsöngvarans þar sem tekist er á við samhengi kynslóða og afleiðingar tengslaleysis innan fjölskyldna. allt þetta yndislega fólk sem maður er að leika með. Í þessu starfi er unnið með tilfinningar þannig að við verðum yfirleitt dálítið náin og það er það sem gefur þessu gildi líka, þessi góði félagsskapur.“ Þegar Kristbjörg hefur lausa stund reynir hún að vera dugleg að ganga og hefur auk þess unun af því að lesa. „Ég hef gaman af því að fara út að ganga og reyni að halda mér við. Mér finnst gott að labba niður að sjó og að verkinu hans Jóns Gunnars Árnasonar,“ segir hún en Sólfarið hans stendur við Sæbraut- ina og er eitt af þekktari kenni- leitum Reykjavíkur. Kristbjörg býr við Lindargötu og því er stutt að sjávarsíðunni. „Ef mér leiðist get ég líka farið upp á Laugaveg, þar er fullt af mannlífi og ég hitti alltaf einhvern sem ég þekki. Það er afskaplega gott, líka svona fyrst ég er orðin ein, og þá er ákveðinn félagsskapur í því.“ Kristbjörg á tvö börn, son og dóttur, og þrjú barnabörn sem hún er í nánu sambandið við. „Við erum ekki mörg en við erum náin. Ég er í miklu sambandi við þau enda er fjölskyldan það dýrmætasta sem til er,“ segir hún. Afleggjarinn í uppáhaldi Hvað bækurnar varðar les Krist- björg allar nýjustu bækurnar sem hún fær í jólagjöf en í sérstöku uppáhaldi er skáldkonan Auður Ava Ólafsdóttir. „Mér finnst hún dásamlegur höfundur, algjörlega mögnuð. Afleggjarinn er með betri bókum sem ég hef lesið. Svo lék ég í verki eftir hana sem mér fannst mjög gaman,“ segir Kristbjörg sem lék í verkinu „Svartur hundur prestsins“ – fyrsta leikverki Auðar Övu en áður hafði Kristbjörg þegar lesið Afleggjarann og orðin heilluð. „Þær konur sem eru að skrifa bækur í dag eru alveg frábærar. Við eigum virkilega flottar skáld- konur,“ segir hún og nefnir aðrar til sögunnar, þær Kristínu Marju Baldursdóttur og Vigdísi Gríms- dóttur. „Þetta eru hörkukonur. Ég hef líka sérstaklega gaman af því að undanförnu hef ég mikið leikið í íslenskum verkum og mér finnst það einstaklega skemmtilegt,“ en á sínum tíma lék hún einmitt í kvikmyndinni Kaldaljós eftir sögu Vigdísar. Kristbjörg er ein af fáum eldri íslenskum leikkonum sem eru „á markaðnum“ eins og hún orðar það en hún segist sannarlega ekki hafa undan neinu að kvarta, rétt tæplega 79 ára. „Það er auðvitað miklu minna af hlutverkum fyrir eldri konur í bókmenntunum en ég hef haft nóg að gera. Ég er sjálf- stætt starfandi og ræð mér alveg sjálf. En ég er staðráðin í að halda þessu brölti áfram á meðan ég er get. Ég lifi fyrir leiklistina og auð- vitað fjölskylduna.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Kristbjörg Kjeld segir að þó hlutverk fyrir eldri konur séu mun færri hafi hún alltaf nóg að gera og ætlar að halda áfram að leika eins lengi og hún hefur orku til. Ljósmynd/Hari 16 viðtal Helgin 2.-4. maí 2014 H E L G A R B L A Ð Ó K E Y P I S H E L G A R B L A Ð Ó K E Y P I S H E L G A R B L A Ð H E L G A R B L A Ð H E L G A R B L A Ð Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S ÓKEYPIS ÓKEYPI S Hugsaðu vel um húðina Nánari upplýsingar veitir Kristi Jo Kristinsson S. 531 3307 • kristijo@frettatiminn.is Sérkafli um umhirðu húðar 16. mai Sólarvarnir, dagkrem, serum og góð ráð fyrir fólk á öllum aldri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.