Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.05.2014, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 02.05.2014, Blaðsíða 8
Þ ingmenn á Spáni virðast í þann veginn að setja lög sem banna fóstureyðingar. Skoðanakannanir sýna að um 80% eru á móti áformum stjórnvalda en ríkisstjórn landsins ætlar að keyra málið í gegn og setja löggjöf sem verður ein hin strangasta í Evrópu. Samkvæmt núgildandi lögum geta konur fengið fóstureyðingu ef þær kjósa svo fyrstu 14 vikur með- göngu. Nýju lögin munu banna allar fóstureyðingar nema þær séu nauðsynlegar til að bjarga lífi móður á fyrstu 22 vikum meðgöngu. Ef getnaður varð vegna nauðgunar, sem búið er að kæra til lögreglu, verður hægt að eyða fóstri fyrstu 12 vikur meðgöngu. Stúlkur undir 18 ára aldri munu þurfa samþykki foreldra fyrir fóstureyðingu. Breytingartillögu um að leyfa fóstur- eyðingar vegna erfðagalla eða líffæragalla í fóstri hefur verið hafnað. Það hefur farið undarlega lítið fyrir þessu máli í fréttum en það hefur valdið mikilli ólgu á Spáni frá því í desember á síðasta ári og er helsta fréttamál þarlendra fjölmiðla þessa dagana enda er meðferð þingsins á málinu komin á lokastig. Stjórnarandstæðingar og baráttufólk telur að breytingin sé liður í viðleitni hægri stjórnarinnar í landinu til að vinda ofan af þeim fram- förum sem orðið hafa í mannréttindamálum á Spáni eftir að einræðisstjórn Francos leið undir lok á áttunda áratug síðustu aldar. Þátttaka í mótmælaaðgerðum í Madrid hefur farið stöðugt vaxandi. Undir þrýstingi frá kaþólsku kirkjunni Fóstureyðingar urðu fyrst löglegar á Spáni á níunda áratugnum. Þær voru hluti af þeim úrbótum sem urðu í mannréttindamálum í landinu eftir að einræðisherrann Franco féll frá og lýðræðislega kjörin ríkisstjórn tók við völdum. Það eru íhaldsmenn í Þjóðarflokknum, sem nú sitja í ríkisstjórn, sem knýja málið áfram í þinginu og eru undir þrýstingi frá kaþólsku kirkjunni. „Við verðum eftirbátar annarra ríkja í Evrópu og þetta hefur ekki bara áhrif á lagaleg réttindi kvenna. Við teljum að þessar breytingar muni hafa neikvæð áhrif á lýðheilsu og heilsufar kvenna í landinu, segir Marisa Soleto, sem er talsmaður kvennahreyfingarinn- ar sem hefur skipulagt mótmælaaðgerðir gegn frum- varpi stjórnvalda. Það að herða löggjöf um fóstureyðingar var á stefnu- skrá Þjóðarflokksins (Partido Popular) í þingkosning- unum árið 2011. Í kjölfar kosninganna komst flokkur- inn til valda og Mariano Rajoy, leiðtogi flokksins, varð forsætisráðherra. Fóstureyðingafrumvarpið var lagt fram rétt fyrir jól og virðist ríkisstjórnin hafa talið að hún gæti komið því í gegnum þingið án mikillar mót- stöðu. Annað hefur komið á daginn. „Við verðum í fararbroddi á 21. öldinni“ Þjóðarflokkurinn hefur sterk tengsl við kaþólsku kirkj- una og málið er drifið áfram af trúarhita stjórnmála- mannanna. Flutningsmaður frumvarpsins er Alberto Ruiz Gallardón dómsmálaráðherra og hann talar um þetta sem „þá framsæknustu löggjöf sem þessi ríkis- stjórn hefur staðið að.“ Þau sem berjast gegn lögunum segja að með þeim dragist Spánn aftur úr öðrum ríkjum Evrópu í mann- réttindamálum en ráðherrann er á öðru máli. Með þessum lögum „verðum við í fararbroddi á 21. öldinni,“ hefur hann sagt. Stjórnarandstaðan beitir sér af hörku innan þingsins. Hún reyndi að fá málinu vísað frá þegar það kom fram. En Þjóðarflokkurinn traustan meiri- hluta í þinginu og felldi frávísunartillögu með 183 atkvæðum gegn 151 í leynilegri atkvæðagreiðslu þar sem sex þingmenn skiluðu auðu. En þótt ríkisstjórnin sé drifin áfram af hugsjón kaþólskra og virðist hafa öruggan meirihluta fyrir málinu á þingi í andstöðu við vilja 80% þjóðarinnar eru kaþólskir leikmenn ekki ánægðir. Þeir telja lögin ekki ganga nógu langt og eru ósáttir við undanþágur vegna heilsufars móður og getnaðar við nauðgun. „Þeir eru bara að reyna að þagga niðri í þeim sem berjast fyrir lífinu,“ segir Alvaro Gutiérrez, talsmaður samtakanna Kaþólskar raddir í samtali við Deutsche Welle. Hann segir að meðan undanþágur sé að finna í lögunum séu þau ekkert nema fegrunaraðgerð á núgildandi lögum. Franco snýr aftur Um 100.000 fóstureyðingar hafa verið gerðar ár hvert á Spáni. Empar Pineda, forstjóri læknastöðvar sem gerir fóstureyðingar, hefur tekið þátt í baráttu kvenna fyrir réttinum til fóstureyðingar síðan á áttunda ára- tugnum. Hún óttast að óléttar konur verði neyddar til þess að fara til útlanda í leit að fóstureyðingum og að hins vegar muni spretta upp neðanjarðarstarfsemi í landinu þar sem farið verði að veita fóstureyðingar við ömur- legar aðstæður þar sem heilsu kvenna verður stofnað í hættu. Hún segir að áform ríkisstjórnarinnar beri merki um að þau viðhorf sem einkenndu spænsk stjórn völd á dögum Francos séu að snúa aftur. „Þessi löggjöf umgengst konur eins og eilíf börn sem þarf að hafa umsjón með og vernda af fólki sem þykist geta tekið sér vald til þess að ákveða hvort konur geta látið eyða fóstri eða ekki,“ segir hún. Hættulegar aðgerðir og efnahagsleg mismunun Fjölmargar alþjóðlegar stofnanir og mannréttindasam- tök hafa skorað á spænsk stjórnvöld að draga frum- varpið til baka. „Ef frumvarpið verður að lögum mun það færa landið marga áratugi aftur í tímann hvað varðar mannréttindi kvenna og stúlkna,“ segir Jezerca Tigani, hjá Amnesty. Hún segir að lögunum fylgi hætta á að fjölmargar kon- ur og stúlkur sæki í ólöglegar aðgerðir við óviðunandi og hættulegar aðstæður sem geti teflt lífi þeirra og heilsu í hættu. „Lögin takmarka líka réttindi kvenna og stúlkna til þess að taka eigin ákvarðanir og þau brjóta gegn sjálfsákvörðunarrétti kvenna.“ Amnesty telur að lögin brjóti gegn alþjóðlegum skuldbindingum Spánar í mannréttindamálum og ráð- leggingum sérfræðinga. „Þetta frumvarp eykur líka efnahagslega mismunun. Ef það verður að lögum mundi það einkum bitna á ung- um og fátækum konum sem hafa ekki efni á að ferðast á milli landa til þess að tryggja sér öruggar og löglegar fóstureyðingar, segir Esteban Beltrán, framkvæmda- stjóri Amnesty International á Spáni. Pétur Gunnarsson petur@frettatiminn.is  Mannréttindi UMdeild löggjöf á leið gegnUM SpænSka Þingið Fóstureyðingar bannaðar á Spáni Fóstureyðingar verða eingöngu leyfðar ef líf móður er í hættu eða ef getnaður varð við nauðgun sem búið er að kæra til lögreglu samkvæmt frumvarpi sem spænska þingið virðist ætla að sam- þykkja þótt kannanir bendi til að 80% þjóðarinnar séu andvíg málinu. Abortion Travel skrifstofur hafa verið settar upp víða um Spán síðustu vikur og mánuði. Þær eru liður í baráttunni gegn frumvarpi spænsku ríkisstjórn- arinnar um bann við fóstureyðingum og er ætlað að benda á að lögin muni neyða þær konur sem hafa efni á að fara úr landi í leit að fóstureyðingum. Fátækari konur munu verða verst út úr breytingunum. HARPA SILFURBERG Mánudag 5. maí kl. 20:30 Miðaverð kr. 3.000 / 2.000 Styrkt af Miðar á midi.is s harpa.is s í miðasölu Hörpu GestAsönGvARAR Björgvin Halldórsson, Bubbi Morthens, Ragnar Bjarnason og Sunna Þórisdóttir ÞóRiR BalduRSSon SjötuguR stóRsveit ReykjAvíkuR og ÞóRiR BalduRSSon Stórsveit Reykjavíkur fagnar sjötusafmæli meistara Þóris Baldurssonar með afmælisbarninu á sérstökum hátíðartónleikum. Þórir mun stjórna hljómsveitinni, spila á Hammond-orgel og útsetja alla efnisskránna en hún mun koma víða við á löngum og viðburðaríkum ferli Þóris. 8 fréttir Helgin 2.-4. maí 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.