Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.05.2014, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 02.05.2014, Blaðsíða 34
É g byrjaði upphaflega að nota taubleiur því mér fannst þær svo krúttlegar,“ segir Benedikta Valtýsdóttir hlæjandi en hún notar taubleiur á 8 mánaða gamlan son sinn. „Ég sá mynd af dóttur vinkonu minnar með svona bleiu og fannst hún bara svo yfirgengilega sæt. Þegar ég fór svo að skoða þetta í framhaldinu sá ég að það eru fjölmargir kostir við tau- bleiurnar, maður getur stjórnað því hvaða efni eru næst húð barnsins og svo er þetta svo miklu ódýrara,“ segir hún. Benedikta, ásamt þeim Helgu Dögg Yngvadóttur og Paulinu Garcia, sem einnig nota taubleiur fyrir sín börn, skipulagði þátttöku Íslendinga í The Great Cloth Diaper Change sem fram fór síðustu helgi þar sem reynt var að slá heimsmet í fjölda taubleiuskipta á sólarhring. Ísland var eitt 15 landa sem tóku þátt í fyrra og var þá slegið met ársins þar á undan og það skilmerki- lega fært í heimsmetabók Guinness þegar skipt var á 8.301 barni á heims- vísu. Um 50 foreldrar skiptu á börnum sínum á Íslandi um liðna helgi en það líða nokkrar vikur þar til ljóst verður hvort heimsmet var slegið. Óæskileg efni í bréfbleium Viðburðurinn var þó ekki aðeins skipulagður til að slá heimsmet heldur til að vekja athygli á notkun taubleia í stað bréfbleia sem umhverfisvænum og ódýrari kosti. „Það er talað um að kostnaður við bréfbleiur yfir bleiutíma- bilið hlaupi á 200-300 þúsund krónum en hægt er að sleppa með innan við 40 þúsund krónur ef fólk notar ódýrustu taubleiurnar. Hjá mörgum, eins og mér, er þetta samt líka hálfgert áhuga- mál því bleiurnar eru svo fallegar og þá er það svipað að kaupa bleiurnar eins og að kaupa sætan galla á barnið. Kostnaðurinn við taubleiurnar verður þá auðvitað meiri,“ segir hún. Helga Dögg tekur í sama streng og segist upphaflega fengið áhuga á taubleiunum því þær væru svo fal- legar. „Síðan fór ég að lesa mér til um kosti þeirra og öll aðskotaefnin sem eru í bréfbleiunum. Ég vil vera örugg með hvaða efni eru upp við heilögustu líkamsparta sonar míns. Auk þess finnst mér hryllilegt að vita til þess að það getur tekið bréfbleiurnar mörg hundruð ár að eyðast í náttúrunni,“ segir hún. Smá vesen fyrst Þær eru allar sammála um að það sem foreldrum finnst mest fráhrindandi í byrjun við notkun taubleia sé að það hljóti að vera mikið vesen. „Þetta var alveg smá vesen fyrst og við þurftum að prófa okkur áfram með tegundir en eftir tvær vikur var þetta komið og það hentar okkur mun betur að vera með taubleiur en bréfbleiur. Strákur- inn minn hefur til dæmis aldrei komið heim frá dagmömmu með óhrein föt út af kúkaslysum því taubleiurnar halda betur við. Það reyndist mér líka mjög dýrmætt að geta farið á „Taubleiutjatt“ á Facebook sem er lokaður hópur fyrir foreldra sem nota taubleiur og þar er hægt að fá ráðgjöf varðandi hvað sem er,“ segir Helga Dögg. Benedikta seg- ist aldrei hafa lent í neinum vandræð- um. „Ég bara setti einhverja taubleiu á minn strák og það gekk strax vel. Ég man síðan eftir að hafa í mömmu- hópnum heyrt aðrar mæður tala um hvað þvotturinn væri endalaus út af slysum sem fóru út fyrir bréfbleiurnar. Ég held því að á tímabili hafi þær verið að þvo jafn mikið og ég,“ segir hún. Þær mæla allar með því að taubleiu- foreldrar, eins og þær kalla þá, sæki um aðgang að Facebook-hópnum en í honum eru um 900 manns. Dagforeldrar misáhugasamir Paulina á átján mánaða gamla stelpu og byrjaði að nota taubleiur eftir að vinkona hennar mælti með þeim. „Vin- kona mín á tvíbura og hún dásamaði taubleiurnar. Maðurinn minn var í fyrstu mótfallinn því að nota þær en nú viljum við ekki annað. Þetta virtist í fyrstu vera smá mál en þetta er mjög auðvelt um leið og maður er búinn að læra á þetta,“ segir hún. Paulina lenti þó í smá mótlæti þegar hún var að finna dagforeldri fyrir dóttur sína því ein dagmamman neitaði að nota taubleiur þannig að Paulina leitaði annað. Helga Dögg segir að dagmamma sonar henn- ar hafi aldrei áður notað taubleiur en hún hafi ekki haft neitt á móti því að prófa. „Hann var fyrsta taubleiubarnið hennar. Ég sýndi henni bara hvernig þetta virkaði og hún lærði það strax,“ segir hún. Þær hafa fengið óstaðfestar fregnir af því að í sumum leikskólum sé neitað að nota taubleiur en halda samt að það sé mögulega á misskiln- ingi byggt. „Margir foreldrar eru stressaðir yfir því að starfsfólk leik- Helga Dögg Yngvadóttir, Paulina Garcia og dóttir hennar, og Benedikta Valtýsdóttir. Þessar mæður stóðu fyrir vitundar- vakningu um taubleiur þar sem um fimmtíu foreldrar mættu og skiptu á börnum sínum með taubleiu. Taubleiur byggjast upp á tveimur megin þáttum, ytra efni sem er vatnshelt og innra efni sem er raka- drægt efni til að draga í sig vökva. Þó nokkrar tegundir eru af bleiunum og þurfa foreldrar og börn oft að prófa sig áfram með notkun þeirra. Ljósmynd/Hari Paulina byrjaði að nota taubleiur eftir að vinkona hennar, sem á tvíbura, mælti með þeim. Taubleiur njóta vaxandi vinsælda hjá foreldrum bleiubarna hér á landi enda eru þær ódýrari og umhverfisvænni. Benedikta Valtýsdóttir heillaðist fyrst af því hvað taubleiurnar eru krúttlegar og finnst virkilega gaman að kaupa nýjar bleiur fyrir son sinn. Hún var forsprakkinn í að skipuleggja þátttöku Íslands í því að slá heimsmet í taubleiuskiptum um liðna helgi. Dagmóðir sonar Helgu Daggar Yngvadóttur hafði aldrei áður notað taubleiur en fannst ekkert mál að prófa. skólanna sé á móti því að nota taubleiur en oft er það byggt á þeim misskilningi að taubleiurnar séu eins og gömlu gasbleiurnar en það er auð- vitað himinn og haf þarna á milli,“ segir Benedikta. Foreldrar barna með taubleiur útvega dagforeldrum og leikskóla sérstakan PUL-poka með rennilás undir óhreinu blei- urnar sem einnig hamlar allri lykt. Þær benda á að sumir foreldrar noti taubleiurnar bara á daginn eða bara á nóttunni, allt eftir því sem hentar þeirra barni. „Takmarkið með þessari vitundarvakaningu er ekki endilega að allir noti tau- bleiur alltaf heldur að fólk sé meðvitað um hvernig taubleiurnar eru og geti tekið upplýsta ákvörðun,“ segir Benedikta. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Féll fyrir því hvað taubleiur eru krúttlegar 34 viðtal Helgin 2.-4. maí 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.