Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.05.2014, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 02.05.2014, Blaðsíða 22
EinElti í Grindavík Ekki fyrir alla að búa í fámenni Mun erfiðara getur verið að leysa úr ágreiningsmálum eins og einelti í smærri samfélögum, segir Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og forseti félags-og mannvísindadeildar Há- skóla Íslands. Þar að auki sé fólksflutninga til borgarinnar ekki alltaf hægt að rekja til færri atvinnutækifæra heldur líka til þrúgandi samfélagsgerðar, en það sé þáttur sem mætti skoða og ræða frekar á Íslandi. F lestar mínar minningar úr Grindavík eru mjög góðar. Ég átti góða vini og mjög góða fjölskyldu þar sem ég fékk mikinn stuðning. En maður finn- ur það sem unglingur í svona litlu samfélagi hversu erfitt það getur verið að finna sig, og bara finna hvernig manneskja maður vill verða. Maður er ennþá að móta sig og verður því að fá að gera sín mistök,“ segir Bryndís Gunn- laugsdóttir sem fann fyrir miklu frelsi þegar hún fluttist í burtu. „Ég fann frelsi til að móta mig og þroskast á annan hátt þegar ég komst í kynni við nýja einstak- linga á höfuðborgarsvæðinu. Þá var ég komin í stærra samfélag og í kynni við fólk sem hafði ekki þekkt mig alla ævi. Þetta snýst svolítið mikið um það, að fólk sé ekki að dæma þig fyrir mistökin sem þú gerðir þegar þú varst tólf ára. Það fylgir því svo mikið frelsi að enginn viti hver þú ert. Ég varð að komast í burtu til að finna út úr því hver ég vildi vera. Og svo þegar ég var búin að finna mig þá gat ég flutt mig aftur til Grinda- víkur og staðið sterk og bara sagt; „Svona er ég“.“ Frelsi til að vera þú sjálfur Bryndís vill þó ekki meina að samfélagið sé dómhart í Grinda- vík og telur að sú staðreynd að allir skuli vita allt um alla geti verið bæði jákvæð og neikvæð. „Samfélagið er bara mjög sam- heldið, sérstaklega þegar kemur að utanaðkomandi hlutum. En fólk veit og fólk man. Við verndum hvert annað og allir vita af því hvaða börn eru með sykursýki eða eitthvað veik og allir bregðast við ef eitthvað kemur upp á. En að sama skapi vita allir ef þú gerðir mistök þegar þú varst 14 ára eða ef þú varðst fullur 16 ára. Það tekur ákveðin þroska að læra að lifa í svona samfélagi og ég held að þessi þrýstingur sé ómeð- vitaður. Þú kemur úr fjölskyldu sjómanna og þá er bara ósjálfrátt gert ráð fyrir því að þú farir þá leið,“ segir Bryndís og bendir á að auðveldara sé að finna sér leið út þessum farveg í stórborg þar sem meira frelsi sé til að vera öðruvísi því þar séu fleiri öðruvísi. Hún segir eitt mikilvægasta verkefni Grindavíkur núna vera það að læra að gefa börnum frelsi til að vera þau sjálf.„Í Grindavík eru svona 40 til 60 börn í hverjum árgangi og kannski er einn af hverjum tíu öðruvísi en meiri- hlutinn og það er mjög lítill hópur. Íþróttir eru mjög sterkar í Grinda- vík og við verðum að styðja betur við þá sem eru meira fyrir aðra hluti, t.d. menningu og listir.“ Einelti í Grindavík Bryndís segir umræðuna um einelti og neikvæð samskipti hafa verið líflega síðustu ár. Skólinn hafi verið með átak í gangi og ungmennafélagið hafi verið með sérstakt teymi gegn einelti sem hafi verið mjög sýnilegt. Þar að auki var heill dagur í haust til- einkaður einelti. „Það sem gerist þegar svona mikið er unnið með einelti að þá koma málin upp á yfirborðið. Við erum búin að kenna börnunum að segja frá ef þau upplifa einelti og það er það sem er að gerast núna og það er mjög gott. En við sem samfélag verðum þá að vera yfirveguð og takast á við málin af yfirveguðum hætti. Það er ekki jákvætt þegar samfélag skiptist upp í fylkingar og öllu sem gerist er slengt upp í blöðum. Að sjá kommentakerfið er bara að upplifa nýtt einelti. Allt þetta á eftir að gera börnum erfitt fyrir með að stíga fram í framtíð- inni, og þar er ekki jákvætt.“ Ákvað að snúa aftur Bryndís ákvað, þrátt fyrir ný- fundið frelsi til að vera hún sjálf í höfuðborginni, að snúa aftur til Grindavíkur. Hún segir að þrátt fyrir smæðina þá séu kostirnir svo miklu fleiri en gallarnir. „Að geta gengið út í búð og þekkja þar alla svo þú endar á klukkutíma spjalli um daginn og veginn er ómetan- legt. Eins að fylgjast með því þegar bæjarbúar sameinast þegar vel gengur í íþróttum, Útsvarinu eða á Sjómannadaginn. En ég þurfti að þroskast og læra að vera ég sjálf áður en ég gat notið þess. Það hafa auðvitað allir gott af því að sjá heiminn og koma svo aftur heim. Ég þurfti að komast í burtu til að átta mig á því að Grindavík væri besti staðurinn fyrir mig til að vera á.“ Halla Harðardóttir. halla@frettatiminn.is Þurfti frelsi til að vera ég sjálf Tveir nemendur í Grunnskóla Grindavíkur, sem upplifðu einelti af hálfu sama kennara við skólann, sendu inn formlega kvörtun til skólans nú í vetur. Í kjölfarið voru málin send til rannsóknar sérfræðinga. Niður- staða sérfræðinganna var sú að í öðru tilfellinu hafi um einelti verið að ræða en í hinu tilfellinu hafi ekki verið um einelti að ræða en töldu sérfræðingarnir þó hegðun kennarans ámælis- verða. Nú hafa eldri nemendur stigið fram með sögur af einelti af hálfu sama kennara en hann hefur starfað við skólann í þrjá áratugi. Þrátt fyrir að einelti hafi verið staðfest af sérfræðingum var kennaranum ekki vikið frá störfum til að byrja með. Annar nemandinn skipti um skóla en hinn fær sjúkrakennslu á skrifstofu skólans til að þurfa ekki að sitja tíma hjá kennaranum. Nú hefur kennarinn farið í veikindafrí og samkvæmt Bryndísi Gunnlaugs- dóttur er nú unnið að því, í nánu samstarfi við foreldra þeirra, að fá umrædda nemendur aftur í skólann. Bryndís Gunnlaugsdóttir. Þ að getur verið þrúgandi fyrir suma aðila að búa í litlum samfélögum, sérstaklega ef þú ert eitthvað aðeins öðruvísi en meirihlutinn,“ segir Helgi Gunn- laugsson, afbrotafræðingur og for- seti félags- og mannvísindadeildar Háskóla Íslands. „Allar ákvarðanir, hvort sem þær tengjast léttvægum hlutum eins og fatavali, lesefni eða áfengiskaupum eða öðru, verða miklu þyngri en ella í minni sam- félögum. Allir vita allt um alla og persónur skipta oft meira máli en þær stöður sem menn gegna. Fólk fer til vinnu sem ákveðin persóna, er í vinnu sem þessi persóna og kemur heim aftur sem þessi sama persóna. Það er oft lítill aðskilnað- ur milli persónunnar og hlutverks- ins innan samfélagsins. Menn búa hlið við hlið og hitta einstaklingana sem þeir fást við á hverjum degi. Samskiptin byggjast oft á tíðum á flóknu munstri sem hefur verið að þróast til margra ára og stundum erfitt að breyta því.“ Helgi segir algengt að fólk finni til ófrelsis í slíkum samfélögum þar sem stöðugt sé verið að fylgjast með því. Hið alsjáandi auga sé alltaf til staðar. „Þetta er alls ekki fyrir alla og ýtir undir fækkun í þessum fámennu samfélögum. Á þéttbýlli svæðum er flestum sama hvað nágranninn er að gera. Þú bara ferð í vinnuna og skilin milli persónunnar og vinnunnar eru mun skýrari.“ Erfiðara fyrir starfssviðin að virka sem skyldi Helgi bendir á að þar sem formleg tæki samfélagsins, sem eigi að leysa úr ágreiningsmálum, séu oft veikari í litlum samfélögum, sé stundum nauðsynlegt að fá utanaðkomandi aðila sem geti horft á atvik málsins utan frá og komið með lausn sem tekur tillit til allra aðila. „Fólk tekur frekar ákvarðanir í krafti embætta sinna en á for- sendum persónu sinnar í stærri samfélögum og þegar kemur að því að takast á við einelti þá virkar taumhald samfélagsins oft betur. Í smærri samfélögum verður taumhaldið oft persónulegra, þessi formlegu tæki sem við höfum til að takast á við vandann, þar sem samfélagið byggist meira á ein- staklingum og persónum. Þegar upp koma vandamál eins og einelti þá eru þessu formlegu tæki, t.d. skólastjórinn og bæjarstjórnin, oft veikari því afstaðan er stundum túlkuð með þeim hætti að hún sé persónuleg. Kennarinn er ekki bara kennari heldur einnig vinur pabba Siggu sem er aftur mamma hennar Gunnu – og svo framvegis – og mikil lífssaga oft að baki sem öllum er kunn. En ég er alls ekki að segja að samfélögin séu annað hvort svört eða hvít, auðvitað hafa öll samfélög sína kosti og galla. Það getur líka verið kostur að menn viti hver af öðrum og fólk stendur oft mun þéttar saman í minni sam- félögum.“ Allt verður persónulegt í litlum samfélögum Helgi segir það geta verið bæði jákvætt og neikvætt að mörkin milli þess persónulega og þess formlega blandist saman í litlum samfélögum. „Það getur verið jákvætt þegar fólk fremur ekki alvarlega glæpi en það getur líka farið algjörlega í hina áttina og orðið til þess að samfélagið bara lamist. Þegar menn gera eitthvað af sér segir fólk stundum bara, „já, já, þetta er nú hann Gummi, sonur hennar Dísu, ég þekki aðstæður þar og mamma hans er nú svo fín“ – og svo fram- vegis. Það er horft meira á ein- staklinginn sem manneskju heldur en bara út frá því sem hann gerði af sér. Í fámennum samfélögum er oft hægt að leysa brotið óform- lega því þú þekkir viðkomandi sem braut af sér. Það getur að einhverju leyti verið kostur þar sem málin eru leyst í nærsamfélaginu án þess að lenda í kvörn hins ópersónulega kerfis,“ segir Helgi. „En svo er það hin hliðin á málinu og það er að fámenn samfélög eiga það til að standa með einstaklingum sem fremja alvarleg brot, eins og gerðist í kynferðisbrotamálinu á Húsavík. Og þá verður þolandinn allt í einu að geranda og hreinlega hrakinn í burtu meðan gerandinn í brotinu er gerður að fórnarlambi.“ Fólksflutningar vegna þrúgandi samfélagsgerðar Helgi tók fyrir nokkru þátt í stóru samevrópsku rannsóknarverkefni um félagsleg samskipti í fámennum samfélögum. Hann segir vanta frekari rannsóknir af þessu tagi um málefnið á Íslandi. „Hér hefur þró- unin verið mjög hröð, fólki hefur fækkað verulega í mörgum litlum samfélögum og hér tengja menn þetta meira við atvinnumöguleika og slæmar samgöngur en taka félagslega þáttinn minna inn í myndina. Í verkefninu skoðuðum við aðra þætti sem spila inn í brott- flutninga og það er fámennið sjálft. Samskipti fólks í fámenni eru oft mjög persónuleg og geta í sumum tilfellum verið þrúgandi. Þessi þáttur brottflutnings hefur ekki verið nægilega kannaður hérlendis en meira fókusað á þjónustu. Að fólk hverfi frá stöðum vegna skorts á þjónustu og valkostum þegar kemur að afþreyingu og starfs- möguleikum. En við töldum að þessir mannlegu þættir væru jafn mikilvægir ef ekki mikilvægari. Það er bara alls ekki fyrir alla að búa í fámenni.“ Halla Harðardóttir. halla@frettatiminn.is Helgi Gunnlaugsson segir þurfa að skoða betur fólksflutninga úr litlum samfélögum. 22 fréttaskýring Helgin 2.-4. maí 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.