Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.05.2014, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 02.05.2014, Blaðsíða 30
Í hnotskurn fermingar­ veisluna Allt fyrir2014 Nóatún býður upp á úrval af hlaðborðum fyrir fermingarveisluna! sjá www.noatun.is H a m r a b o r g – N ó a t ú n 1 7 – H r i n g b r a u t – A u s t u r v e r – G r a f a r h o l t Annar hver greiðir ekki í séreignalífeyrissjóð Iðgjöld í séreignalífeyris- sjóði hafa dregist saman um helming milli áranna 2007 og 2012. Alls greiða 80 þúsund manns, tæplega helmingur alls vinnuafls, ekki í séreignasparnað. Framkvæmdastjóri Allianz segir að skortur á séreign verði til þess að meirihluti Íslendinga nái ekki að fram- fleyta sér á ellilífeyri. Kostn- aður ríkisins vegna ellilífeyris hefur aukist um 75% milli áranna 2010 og 2014. s jö af hverjum tíu Íslending-um eru með laun undir 500 þúsund krónum á mánuði og munu þurfa að fá viðbótargreiðslu frá ríkinu til að ná lágmarksellilíf- eyri, sem er um 210 þúsund krónur á mánuði þegar þeir fara á eftir- laun, nema þeir hafi lagt fyrir með séreignalífeyrissparnaði. Launþegi með 500 þúsund krónur í tekjur fær um 200 þúsund í mánaðargreiðslur frá lífeyrissjóði sínum, samkvæmt upplýsingum frá Landssamtökum lífeyrissjóða (Ll). Árið 2012 voru meðallaun Ís- lendinga 588 þúsund krónur, sam- kvæmt gögnum Hagstofu Íslands. Lífeyrisgreiðslur úr almenna kerfinu voru á sama ári 128 þúsund krónur að meðaltali á mánuði. Gunnar Baldvinsson, stjórnar- formaður Ll og framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins, segir að þeir sem greiði í lífeyrissjóð alla starfsævi geti vænst þess að fá 35- 45% af lokalaunum þegar þeir fara á eftirlaun. Mismuninn upp í lág- markslífeyri greiðir því ríkið, nema hjá þeim sem bæta upp þennan mis- mun með viðbótarlífeyrissparnaði. Samkvæmt úteikningum Eyjólfs Lárussonar, framkvæmdastjóra Allianz, greiðir ríkið um 40 millj- arða króna á árinu 2014, samkvæmt fjárlögum og hefur upphæðin auk- ist um 75% frá árinu 2010 á verðlagi hvers árs. Að sögn Gunnars er búist við því að eftirlaunaþegar verði tvöfalt fleiri á næstu áratugum og að helmingi færri vinnandi verði á Launþegar eru 183 þúsund. 110 þúsund greiddu í séreignalífeyrissjóð árið 2012. Útborgaður lífeyrir úr sjóðum var krónur 128 þúsund að meðaltali á mann árið 2012. Iðgjöld í séreignalífeyrissjóði voru helmingi minni árið 2012 en 2007. Tekjur Unnar lækka um 130 þúsund við eftirlaunatöku Unnur er að komast á eftirlaunaaldur í næsta mánuði. Hún hefur unnið í einkageiranum og er nú með 500 þúsund krónur í tekjur, sem er í kringum meðallaun á Íslandi. Útborgað fær hún um 345 þúsund á mánuði. Hún hefur ekki greitt í séreignalífeyrissparnað og á því einungis skyldulífeyrinn sinn. Samkvæmt útreikningum lífeyrissjóðs hennar á hún uppsöfnuð rétt- indi sem nema 200 þúsund krónum á mánuði í lífeyri. Af því greiðir hún 27 þúsund krónur í skatt og fær því útborgað 173 þúsund krónur á mánuði. Viðbótarlífeyrisframlag ríkisins er tæpar 66 þúsund krónur og greiðir hún 24 þúsund krónur af því í skatt. Samtals fær hún í lífeyrissjóðsgreiðslur 214 þúsund krónur á mánuði sem er um 130 þúsund krónum lægra en hún fékk útborgað af launum sínum. Tilbúið dæmi byggt á tölum úr fréttinni. Tekjur Óskars lækka um 80 þúsund við eftirlaunatöku Óskar verður 67 ára í næsta mánuði og er á leið á eftirlaun. Hann býr einn og er með 400 þúsund krónur á mánuði og hefur unnið í einkageiranum alla sína starfsævi. Óskar tók út séreignalífeyrissparnaðinn sinn í hruninu og á því einungis skyldulífeyrinn sinn. Samkvæmt útreikningum frá lífeyrissjóðnum hans fær hann 160 þúsund krónur í lífeyri á mánuði. Tekjur hans fyrir skatta lækka samkvæmt þessu um 60 prósent við að fara á eftirlaun, sem er raunin í lífeyris- sjóðakerfinu í dag, samkvæmt nýjum útreikningum. Af 160 þúsundum á Óskar eftir að greiða skatt því skattleysismörkin eru um 135 þúsund krónur á mánuði fyrir lífeyrisþega og greiðir hann því um 11.500 krónur í skatt af lífeyrissjóðsgreiðslum sínum. Hann fær því 148 þúsund útborgað frá lífeyrissjóði sínum. Ríkið tryggir lífeyrisþegum hins vegar lágmarks- framfærslu með viðbótargreiðslum, það er ellilífeyri, tekjutryggingu og heimilisuppbót. Óskar fær tæpar 90 þúsund krónur frá ríkinu en greiðir af því 33 þúsund krónur í skatt. Framlagið frá ríkinu nemur því tæpum 56 þúsund krónum. Samanlagt er Óskar því með um 204 þúsund krónur í ráðstöfunartekjur á mánuði. Ráðstöfunartekjur hans lækka því um 80 þúsund krónur á mánuði, úr 286 þúsund krónum sem hann fékk í laun eftir skatt. Lífeyristekjur Óskars eru rúmum 30 þúsund krónum undir neysluviðmiðum velferðar- ráðuneytisins, sem er um 235 þúsund á mánuði án húsnæðiskostnaðar. Óskar var hins vegar svo heppinn að hann er búinn að greiða upp húsnæðislánið sitt og getur því búið áfram í íbúðinni sinni á höfuðborgar- svæðinu. Tilbúið dæmi byggt á tölum úr fréttinni. Almannatryggingar tryggja lágmarkslífeyri Eftirlaun samanstanda af fjórum tekju- liðum sem eru ellilífeyrir almannatrygg- inga, ellilífeyrir lífeyrissjóða, viðbótarlíf- eyrissparnaður og annar sparnaður eða aðrar eignir,“ bendir Gunnar Baldvinsson á. „Almannatryggingar og lífeyrissjóðir eru með skylduaðild sem tryggir að allir sem búa og starfa á Íslandi fá eftirlaun til ævi- loka. Einstaklingar geta bætt við eftirlaunin með því að leggja fyrir og byggja upp eftir- launasjóð eða eignir til að ganga á. Hlutverk almannatrygginga er að tryggja að eftirlaunaþegar hafi lágmarks- lífeyri. Sá sem hefur engar aðrar tekjur og býr einn fær greiddan ellilífeyri að fjárhæð 219 þúsund krónur á mánuði (grunnlífeyrir 35 þúsund; tekjutenging 111 þúsund; heim- ilisuppbót 33 þúsund; framfærsluuppbót 39 þúsund) en fjárhæðin er 188 þúsund ef einstaklingur er í sambúð eða hjónabandi. Ellilífeyririnn lækkar eftir því sem aðrar tekjur hækka. Lífeyrisgreiðslur lífeyrissjóða ráðast af iðgjaldagreiðslum á starfsævinni. Ef iðgjöldin eru 12% af launum má búast við að eftirlaun eftir 40 ára starfsævi verði á bilinu 30% til 50% af lokalaunum. Endanleg fjárhæð ræðst af launaþróun, réttindakerfum og afkomu sjóðanna. Einstaklingur sem greiðir af meðal- launum (369 þúsund á mánuði árið 2012) getur reiknað með grunneftirlaunum á bilinu 55%-75% af launum m.v. fjárhæðir almannatrygginga í janúar 2014 og 40 ára greiðslutíma í lífeyrissjóð. Sérfræðingur sem greiðir af 712 þúsund króna launum fær lægri lífeyri frá almannatryggingum og fær því um 42%-55% af launum sam- tals í ævilangan lífeyri. Í þessum dæmum er ekki reiknað með fjármagnstekjum af öðrum eignum sem hafa áhrif á ellilífeyri almannatrygginga. Vænlegasta leiðin til að bæta við eftirlaunin er með reglulegum sparnaði. Vegna mótframlags launagreiðanda er viðbótarlífeyrissparnaður hagkvæmasti sparnaður sem völ er á. Sá sem leggur fyrir 2% af launum og fær 2% mótframlag í 30 ár getur t.d. safnað upp sjóði sem bætir við eftirlaunin mánaðarlegum tekjum allt að 25% af lokalaunum í 10 ár. Ef einstaklingar treysta sér til er einnig skynsamlegt að vera með annan reglulegan sparnað sem getur verið vara- og neyslusjóður á starfsævinni og bætt við eftirlaunin eftir að vinnu lýkur. Af almenni.is. móti hverjum eftirlaunaþega. „Ein- staklingar geta því ekki búist við að ríkið verði aflögufært til að bæta mikið við eftirlaunin,“ segir hann. Eyjólfur segir að sú aðgerð ríkis- ins að heimila úttektir á séreigna- sparnaði sé varhugaverð. „Árið 2009 var farið í þá tímabundnu aðgerða að opna fyrir úttektir á séreignasparnaði og leyfa fólki að taka fyrirfram hluta hans út til eigin neyslu,“ segir Eyjólfur. „Nú er staðan sú að þessi tímabundna aðgerð hefur verið framlengd á sjöunda ár og á sama tíma var leyft iðgjald einnig lækkað úr 4% í 2%. Ekki sér fyrir endann á þeim hug- myndum sem ráðamenn hafa um það hvernig best er að láta fólk eyða framtíðarlífeyri sínum til ýmissa hluta dagsins í dag,“ bendir Eyjólfur á. Samkvæmt útreikningum Eyjólfs munu 80 þúsund Ís- lendingar ekki ná lágmarks- framfærslu, samkvæmt viðmiðum velferðarráðu- neytisins, sem er um 290 þúsund krónur á mánuði á einstakling. Á vinnumarkaði eru um 180 þúsund manns. Af þeim eru 80 þúsund manns ekki með séreignalífeyrissparnað og þurfa því að treysta á að ríkið tryggi þeim lágmarks- framfærslu þegar þeir fara á eftirlaun. Þá hafa verið teknir út tæpir 90 milljarðar af séreignasparnaði á árunum 2009-2013. Samkvæmt upp- lýsingum frá ríkisskattstjóra voru iðgjöld í séreignalífeyris- sjóði helmingi minni árið 2012 en 2007. Eyjólfur segir að þessi þró- un verði til þess að stór hluti Íslendinga fái eftirlaun undir lágmarksframfærslu sam- kvæmt opinberum stöðlum. Séreignasparnaðurinn myndi lyfta nær öllum yfir lágmarks- framfærslu en þess í stað bæti ríkið upp mismuninn með þeim kostnaði sem það felur í sér. „Við getum hins vegar ekki gert ráð fyrir því að ríkið geti staðið straum af þessum kostnaði til framtíð- ar,“ segir Eyjólfur. „Ekki síst í ljósi þess hve kostnaðurinn eykst með hækkandi lífaldri,“ segir hann. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is 30 fréttaskýring Helgin 2.-4. maí 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.