Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.05.2014, Blaðsíða 66

Fréttatíminn - 02.05.2014, Blaðsíða 66
Það verður mikið um dýrðir í Þjóðleikhús- inu á þriðjudaginn næsta, 6. maí, þegar leikfélag Sólheima og vinafélag þess frá Madríd á Spáni verða með hátíðarsýningu. Leikfélag Sólheima og Afanias frá Madr- íd hafa unnið að sýningunni saman síðan í september. Sólheimaleikhúsið sýnir Lorca og skóarakonan sem er leikgerð eftir Eddu Björgvinsdóttur og Spánverjar sýna Bergmál sem er dansverk. Í verkunum túlka Sólheimabúar spænska menningu og Madrídarbúar túlka íslenska menningu. Bæði leikfélögin eru blönduð fötluðum og ófötluðum einstaklingum og er Sólheima- leikhúsið hið elsta starfandi í heiminum sem er þannig samsett. Það hefur frum- sýnt leikverk á sumardeginum fyrsta í 84 ár. Sólheimabúar munu endurgjalda heim- sókn Spánverjanna í lok júní. Þá verða verkin sýnd í Mira-leikhúsinu í Madríd. Sýningin á þriðjudag er á stóra sviðinu og hefst klukkan 19.30. Hún stendur í tvo tíma. Miðaverð er 2.500 krónur.  Leikhús hátíðarsýning í ÞjóðLeikhúsinu á ÞriðjudagskvöLd Sólheimabúar og spænskir vinir á stóra sviðinu Leikfélag Sóheima og vinafélag þess frá Spáni sýna á stóra sviði Þjóð- leikhússins. Mynd/Pétur Thomsen Stórsöngvarinn Helgi Björnsson ætlar að hóa hljómsveit sinni, Reiðmönnum vindanna, saman á stórtónleika í Eldborgarsal Hörpu hinn 16. júní í sumar. Helgi og Reiðmenn- irnir hafa notið mikilla vinsælda síðustu ár en langt er um liðið síðan sveitin hefur troðið upp í Reykjavík. Sveitin hefur gefið út fjórar plötur sem samtals hafa selst í yfir 40 þúsund eintökum. Sérstakir gestir á tónleik- unum verða leikararnir og hestamennirnir Hilmir Snær Guðnason og Jóhann Sigurðar- son auk Arnar Árnasonar og meðlima úr Buff. Miðasala fer fram á Harpa.is. Helgi bókar Hörpuna BLAM! aftur í Borgarleikhúsið Hið vinsæla verk Kristjáns Ingimarssonar, BLAM!, kemur aftur á stóra svið Borgarleikhússins hinn 13. maí næstkomandi. Sýningin sló í gegn í Danmörku og víðar um heim og fékk sex Grímutil- nefningar í fyrra. Kristján hlaut ein þeirra, Sproti ársins. BLAM! naut mikilla vinsælda í fyrra og er því ekki vitlaust að vera snemma á ferðinni í að tryggja sér miða. Þ að má eiginlega segja að við séum algjörar andstæður í myndlistinni,“ segir Þórunn Hjartardóttir myndlistarkona en hún og dóttir hennar, Steinunn Eldflaug, lærðu báðar myndlist hér á landi en útskrifuðust með 24 ára millibili og eru með gjörólíka nálgun á sköpunina. „Ég er mjög mikið í geómetríu og einföldun. Verkin mín eru abstrakt og ganga út á að minna er meira. Ég var alltaf að mála abstrakt verk, með olíu og striga. Svo fann ég þessa aðferð til að færa geómetríuna út úr málverkinu og nota til þess bók- bandslímband, sem er úr striga og bara til í fáum litum. Svo núna bý ég til geómetríu með því, bara beint á veggi, inni eða úti. Ég vinn beint í rýmið þannig að verkin eru bæði tíma- og staðbundin,“ segir Þórunn og bætir því við að hún hafi aldrei notað fígúrur í sínum verkum en Steinunn aftur á móti sé alltaf fígúratíf. Algjörar andstæður í tjáningu „Mamma er svona „less is more“ á meðan ég er bara „more is more“. Hjá mér er alltaf eitthvað rosalega mikið og skrautlegt og eiginlega alltaf einhverjar fígúrur. Mamma er aldrei með dýr eða neinar líf- verur í sínum verkum en ég er eiginlega alltaf með einhver dýr eða fólk. Svo nota ég sem mest af litum og sem minnst af beinum línum,“ segir Steinunn sem hefur vakið athygli upp á síðkastið fyrir eins manns hljómsveitina sína Dj. Flugvél og geimskip. „Tónlistin er í raun bara annar vinkill á þessari sköpunarþörf. Það eru einhver ævintýri þarna inni í manni og svo kemur maður þeim frá sér á ein- hvern hátt.“ Þrátt fyrir að hafa gjörólíka nálgun í myndlistinni eru þær samstiga að öðru leyti, hafa svip- aðar hugmyndir um lífið og til- veruna, dást að sömu listamönn- unum og eru nánar vinkonur. „Já, það er eiginlega alveg ótrúlegt hvað við erum sammála um margt í bæði myndlist og tónlist því okkar persónulega tjáning er gjörólík,“ segir Þórunn. Óvænt útkoma tveggja ólíkra heima „Það verður furðuleiðsla og „kid- pix“ í mínu boði, segir Steinunn. Kidpix er forrit sem var hannað fyrir börn til að leika sér við að gera myndlist í tölvum en enginn hefur tekið alvarlega sem mynd- listarforrit. Furðuleiðslan er svo lifandi hljóðverk og við munum líka nota röddina á sýningunni, en það verður bara að koma í ljós hvernig, segja þær kankvísar, en báðar vinna með röddina dags- daglega, Steinunn sem tónlistar- kona en Þórunn hefur lesið inn á hljóðbækur til fjölda ára. Svo verður líka eitt samvinnuverk milli mín og ákveðins leynigestar, segir Steinunn dularfull og neitar að gefa meira uppi um það en á Sýningunni megum við búast við að sjá ólíka heima þessara tveggja skapandi kvenna skarast og mynda nýja óvænta vídd. „Við erum ekki með neitt fyri fram ákveðið þema,“ segir Stein- unn. „Nei,“ segir Þórunn. „Við bara mætum þarna upp eftir með okkar dót og byrjum að vinna. Vinnum bara hvor í sínu horni og sjáum svo hvað kemur úr því. Hug- myndin er ekki að skapa neitt verk sameiginlega en útkoman verður auðvitað okkar beggja. Ég mun allavega draga eitthvað fram með límbandinu mínu og það verður í rauninni bara að koma í ljós hvað og hvernig. Ég mun skoða rýmið vel og vinna mitt út frá því. Ég geri það á óræðan hátt, svo að áhorfandinn getur ekki verið alveg viss um hvort það sem ég geri hafi verið þar áður eða ekki,“ segir Þórunn. Sýningin „Mæðgur í mynd- list“ er í 002 Galleríi, Þúfubarði 17 Hafnarfirði, og verður opin um helgina frá klukkan 14 til 17 á laugardag og sunnudag. Aðgangur er ókeypis og eru allir hjartanlega velkomnir, en sýningin er aðeins opin þessa einu helgi. Hægt er að fræðast meira um sýninguna á Facebook síðu 002 Gallerís. Halla Harðardóttir. halla@frettatiminn.is  MyndList Mæðgur Með sýningu í 002 gaLLerí Steinunn Eldflaug opnar sýningu með mömmu sinni Um helgina munu myndlistarkonurnar og mæðgurnar Þórunn Hjartardóttir og Steinunn Eld- flaug Harðardóttir opna sína fyrstu sameiginlegu sýningu. Þrátt fyrir að vera samstiga í flestu mun sýningin leiða í ljós á hversu ólíkan hátt þær nálgast myndlistina en ólíkir heimar þessara tveggja skapandi kvenna munu án efa mynda saman nýjar og óvæntar víddir. Mæðgurnar Steinunn Eldflaug og Þórunn Hjartardóttir eru algjörar andstæður í myndlistinni. Þær leiða saman hesta sína á sýningu í 002 Galleríi um helgina. Ljósmynd/Hari 66 dægurmál Helgin 2.-4. maí 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.