Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.05.2014, Blaðsíða 70

Fréttatíminn - 02.05.2014, Blaðsíða 70
hjólreiðar Helgin 2.-4. maí 20142 Skemmtilegar hjólaferðir í sumar með Útivist Ferðaáætlun á utivist.is KYNNING K rumma er íslenskt fyrir-tæki sem var stofnað árið 1986. Starfsemi fyrirtæk- isins skiptist í þrjá hluta: fram- leiðslu og hönnun á vörum fyrir leikvelli og opin svæði; heildsölu til verslana og skóla; og leik- fangaverslun, fyrir einstaklinga, sem staðsett er á Gylfaflöt 7 í Grafarvogi. Krumma býður fjölmargar gerðir af hjólagrindum sem henta bæði á almenningsstöðum, við vinnustaði og í heimahúsum. Hjólagrindur Krumma eru á allan hátt íslensk framleiðsla og hjólagrindur frá fyrirtækinu er að finna í flestum sveitarfélögum landsins. Hjólagrindurnar eru ýmist ryðfríar eða heitgalvanhúðaðar og ryðga því ekki. Þær eru efnis- miklar og því feikilega sterkar. Auðvelt er að sérsníða hjóla- grindur til þess að mæta kröfum kaupenda. Einnig er hægt að mála hjólagrindur í þeim lit sem kaupandi velur, ef það er gert eru þær húðaðar með „antigravity“ efni sem auðveldar til dæmis þrif á veggjakroti og hlífir málning- unni vel. Þær grindur sem eru vinsæl- astar eru þær sem hlífa hjólunum sem best, þ.e. hjól eru ekki sett í rauf sem gæti eyðilagt gjarðir og dekk. Þær hjólagrindur eru í boga og standa sér, með því að hafa þær stakar er því hægt að læsa mörgum hjólum við þær en jafnframt vernda hjólin sjálf. Einnig býður Krumma upp á úrvalaf hjólagrindum með rauf sem er bæði hægt að festa á veggi og í jarðveg. Íslenskar hjólagrindur fyrir íslenska veðráttu Á rið 2012 var Gull-hringurinn bara hugmynd að hjól- reiðakeppni sem var fram- kvæmd með nokkurra vikna fyrirvara. Í fyrra var keppnin næst stærsta keppni ársins og í ár verður keppnin án vafa sú stærsta. Keppnis- dagarnir eru orðnir þrír og hlykkjast um söguslóðir Suðurlands. Fyrsta leiðin er hjóluð fimmtudagskvöldið 10. júlí en þá er það Öxará. Ljósafossleggurinn verður hjólaður laugardaginn 12. júlí og svo er komið að sjálfum Gullhringnum, sunnudaginn 13. júlí. Gull- hringurinn er 111 km leið og lagt er af stað frá Laugar- vatni klukkan 8 að morgni sem leið liggur að Geysi. Beygt er inn á Biskupstungn- abraut rétt fyrir neðan Geysi og hjólað niður allar Biskups- tungurnar sem leið liggur yfir Brúará og inn á Gríms- nesið alla leið niður að Þing- vallaafleggjaranum. Þaðan er hjólað upp Þingvalla- sveitina að beygjunni inn á Lyngdalsheiði og svo hjólað í mark við Laugarvatn. Allir velkomnir Mottóið er „allir hjóla, allir vinna og allir velkomnir“. Keppnirnar eru bæði sniðnar að afreksfólki sem keppir í A-flokki og áhugafólki sem keppir í B-flokki. Tugir brautarvinninga og bætt heilsa tryggja öllum verðlaun með einum eða öðrum hætti. Hægt er að skrá sig í eina, tvær eða allar dagleið- irnar. Verðlaun eru veitt fyrir alla aldursflokka í öllum keppnunum auk glæsilegra brautarverðlaun veitt eru í lok allra keppnisdaga. Liðakeppni Lið mega nú skrá sig til leiks í fyrsta sinn í Gullhringum. Hvert lið þarf að telja fimm keppendur og bæði kyn geta verið saman í liði. Saman- lagður tími þriggja bestu úr hverri dagleið gildir til samanlagðs árangurs. En rúsínan í pylsuendanum er sú að sigurliðið hlýtur eina alíslenska milljón að launum. Líklega hæstu peninga- verðlaun í sögu íslenskra hjólreiðakeppna. Viltu vinna milljón? 1 Vertu fyrirsjáanlegur Á hjóli lýtur þú sömu reglum og vélknúin ökutæki og þarft að haga þér eftir því. Stoppa á rauðu ljósi og gefðu merki með hendinni ef þú þarft að beygja. Og passaðu þig á hægri beygjum bílanna, íslenskir bílstjórar eru ekki vanir að líta í spegilinn fyrir hægri beygju. 2 Hafðu hjólið ávallt í góðu standi Í hvert skipti sem þú sest á hjólið skaltu tékka á loft- þrýstingnum í dekkjunum, bremsunum og keðjunni. Loft- þrýstingurinn á að vera réttur miðað við dekkið, bremsurnar eiga að virka og keðjan á að vera hrein og án slaka. 3 Vertu sýnilegur Það er skylda að hafa ljós á hjólinu þínu ef þú hjólar í myrkri (sem er nóg af hér á veturna). Vertu með öflugan kastara að framan og gott rautt ljós að aftan, ekki láta glitaugu duga. 4 Veldu hentugan klæðnað Verðu þig gegn kulda og bleytu með góðum fatnaði. Það er algjört lykilatriði að vera með góða hanska og helst skóhlíf. Vertu í vel sýnilegum fatnaði, ef þú getur með endurskini. 5 Láttu hjólið um burðinn Ef þú ert ekki á keppnishjóli er ágæt hugmynd að setja dótið þitt í hliðartöskur á bögglaber- ann til að létta á öxlunum og passa upp á bakið. HjóLAðu þIG í form Gullhringurinn er stærsta hjólreiða- keppni ársins og fer fram í júlí. Keppnin er jafnt fyrir afreksfólk og dútlara og eru áhugamenn um hjólreiðar hvattir til að koma og hvetja keppendur áfram. Guðbjörg Halldórsdóttir hjá Yndisauka og María Ögn Guðmunds- dóttir, sigurvegari kvenna í Gullhringnum í fyrra og hjólreiðakona ársins 2013 hjá ÍSÍ, glaðar eftir vel heppnaðan Gullhring. Lj ós m yn di r/ Pé tu r Þ ór R ag na rs so n 5leiðir til að komast örugglega í vinnuna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.