Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.05.2014, Blaðsíða 74

Fréttatíminn - 02.05.2014, Blaðsíða 74
Ég mæli eindregið með Magnesíum Sport spreyinu því það hefur hjálpað mér við endur- heimt vöðva, þreytuverki og til að koma í veg fyrir krampa og harðsperrur. hjólreiðar Helgin 2.-4. maí 20146 KYNNINGKYNNING Halldóra Matthíasdóttir útibús- stjóri breytti um lífsstíl árið 2008. Fyrst með því að breyta algjör- lega um matarræði og tók því næst á hreyfingunni og byrjaði að hlaupa. Hún fór svo sitt fyrsta maraþon árið 2011 og tók einnig þátt í Laugavegs- hlaupinu og Jökulsár- hlaupinu sama ár. Það var svo í upphafi árs 2012 að hún skráði sig í Iron- man keppni í Cozumel í Mexíkó sem var haldin í lok nóvem- ber. Í Iron- man keppni synda þátt- takendur 3,8 km, hjóla 180 km og hlaupa svo 42,2 km. Í kjölfarið fór hún því einnig að æfa sund og hjólreiðar og lauk svo öðr- um Ironman í Frankfurt í fyrra og er skráð í þann þriðja í Kal- mar í Sví- þjóð í ágúst. Þreytan hvarf eins og dögg fyrir sólu! Halldóra æfir að meðaltali níu sinnum í viku, þrjár æfingar í hverri grein. „Eftir æfingar nota ég alltaf Magnesíum Sport spreyið því það hefur hjálpað mér verulega í „recovery“ eða endurheimt vöðva og minnkar líkur á krampa og harðsperrum. Ég hljóp um daginn með æfinga- félögunum mínum frekar langt hlaup á laugardegi, eftir að hafa verið frá í nokkurn tíma vegna handleggs - brots. Eftir hlaupið fékk ég mikla pirr- ings- og þreytuverki í sköflung og læri. Ég nuddaði vöðvana með Magnesíum Sport spreyinu og fann þreytuna og pirringinn strax líða hjá. Það var eiginlega alveg ótrúlegt hvað það virkaði hratt! Ég notaði líka Magnesí- um Orginal spreyið á svæðið þar sem ég brotnaði á úlnliðnum og finnst það hafa hjálpað mér verulega í batanum,“ segir Halldóra. Magnesíum Sport fæst á eftir- töldum stöðum: Lyfja, Lyf og heilsa, flest apótek, Fjarðarkaup, Heilsuhúsið, Lifandi markaður, Tri, Systrasamlagið, valdar Hag- kaupsverslanir, Þín verslun Selja- braut, Crossfit Reykjavík, Lyfja- ver/Heilsuver og World Class, Seltjarnarnesi. Nánari upplýsingar má nálgast á www.gengurvel.is. Alveg ótrúlegt hvað Magnesíum Sport spreyið virkar hratt! Halldóra Matthíasdóttir þríþrautarkona er mjög ánægð með Magnesíum Sport spreyið frá Better You og notar það eftir allar æfingar. Sérstaklega finnur hún mikinn mun á endur- heimt vöðva og bata eftir æfingar. Þríþrautarkonan Halldóra Matthías- dóttir æfir að meðaltali níu sinnum í viku notar alltaf Magnesíum Sport eftir æfingar. Þegar magnesíum í olíuformi er borið á húðina er magnesíum upptakan allt að 100 prósent og því mun áhrifaríkari en þegar magnesíum er tekið inn í gegnum meltingarveginn. Þar af leiðandi er engin hætta á ónotum í meltingu. Þá er magnesíum í sprey formi er allt að fimm sinnum fljótara að skila sér út í líkamann. Líkaminn þarfnast magnesíum til að auka: Orku, jafna blóðflæði, auka upptöku kalks og hjálpa vöðva- starfsemi. Við nútíma matvælaframleiðslu og lifnaðarhætti hefur upptaka á magnesíum í gegnum fæðuna minnkað til muna. Hefur lést um 25 kíló síðan hann byrjaði að hjóla Íþrótta- og ólympíusamband Íslands stendur fyrir vinnustaðakeppninni Hjólað í vinnuna dagana 7. - 27. maí næstkomandi í tólfta sinn. Meginmark- mið Hjólað í vinnuna er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, hagkvæmum og umhverfisvænum ferðamáta. Einn þeirra sem tekur þátt í Hjólað í vinnuna í ár er Ingvar Júlíus Tryggvason, starfsmaður Nýherja, en hann tekur nú þátt þriðja árið í röð. „Ég keypti mér hjól hjá GÁP fyrir tveimur árum og langaði að prófa. Ég bý í Hafnarfirði og vinn á Köllunarklettsvegi í Reykjavík. Í fyrstu var þetta erfitt enda stysta leiðin 12.7 kílómetrar en þetta varð alltaf léttara og léttara,“ segir Ingvar sem hefur hjólað reglulega síðan. „Oft lengi ég leiðina og verður leiðin út á Gróttu oft fyrir valinu, enda mjög skemmtileg og falleg leið. Ég hjóla líka á veturna ef veður leyfir, ég set mörkin við átta metra á sekúndu samkvæmt spánni. Þá nota ég Strætó í staðinn.“ Ingvar kveðst hjóla að jafnaði 1-3 sinnum í viku til og frá vinnu en auk þess hjólar hann mikið á kvöldin og um helgar. Hann hefur uppfært hjólakostinn og á nú bæði fjallahjól og racer. Alls hefur Ingvar hjólað vel yfir sex þúsund kílómetra á þessum tveimur árum. Þá hefur hann lést um 25 kíló frá því hann byrjaði að hjóla. „Ég er bæði léttari og miklu ánægðari. Og það er bara hjólreiðunum að þakka.“ Ingvar hefur sömuleiðis orðið var við breytt viðhorf meðal lands- manna. „Ég hef prófað að labba þessa sömu leið og ég hjóla og það er svakalega gaman að fylgjast með öllum sem hjóluðu fram hjá mér. Skemmtilegast fannst mér að sjá fólk í öllum aldursflokkum vera að hjóla í vinnuna og fannst mér virðingin sem allir báru fyrir öðru hjólafólki og þeim sem voru gangandi vera til fyrirmyndar.“ Skráning fer fram á www.hjoladi- vinnuna.is. Bæði er hægt að skrá allan vinnustaðinn í eitt lið eða búa til nokkur lið og er þá hægt að hafa keppni innan vinnustaðarinns. Eftir það geta aðrir starfsmenn farið inn á heimasíðuna og skráð sig í lið. Átakið hjólað í vinnuna er handan við hornið. Ég byrjaði að hjóla í vinnuna vorið 2008. Það var reyndar ekki vegna þessa sniðuga árlega átaks heldur þess að ég hafði brotið hnéskelina á mér í tvennt. Ég ákvað því að kaupa mér hjól, svokallaðan racer, byrja að hjóla í vinnuna og styrkja þannig hné og alla vöðva þar um kring. Vegalengdin er 13 kílómetrar aðra leið og leyfi ég mér að fullyrða að þessir 26 kílómetrar á dag þetta sumar voru lykillinn að afar skjótum bata. Ég hef svo haldið áfram að hjóla í vinnuna, fyrst eingöngu á sumrin en undanfarin ár allt árið um kring. Ég man hvað ég fór hægt í byrjun. Ég fór ekki fram úr neinum og var endalaust skilinn eftir í ryki annarra hjóla. Þetta var töluvert pirrandi fyrir keppnis- mann og ég lofaði mér því að þegar fram liðu stundir skyldi enginn taka fram úr mér á hjólastíg- unum. Þetta markmið hefur svo þróast út í það að allir sem eru á stígunum eru svarnir andstæðingar mínir. Sökum þessarar áráttu minnar hef ég oftar en einu sinni neyðst til þess að breyta leið minni til vinnu því hatrammur andstæðingur fer aðra leið en ég. Maður hættir ekki í miðri keppni. Ég verð þó að viðurkenna að yfirleitt er þetta nú ekkert sérstaklega dramatísk keppni enda aðrir hjólreiðamenn yfirleitt að hugsa um að koma sér í eða úr vinnu í rólegheitum. Þó var það eitt skipti sem ung kona í gallabuxum og strigaskóm, kom mér að óvörum og tók fram úr mér í Elliðaárdalnum. Hún sat hátt á hjólinu sem var með körfu á stýrinu og steig það furðulétt. Mér, sem var í bleiubuxum, nýjum hjólajakka og með hjólaklatta, var nóg boðið. Ég skipti um gír og þeysti á eftir henni og saxaði vel á. Þegar ég var alveg að ná henni við brekkuna í dalnum er eins og hún hafi orðið mín vör, gaf í upp brekkuna og skildi mig eftir. Ég var niðurbrotinn maður, svaf illa næstu nætur og fannst ég ekki eiga skilið að hjóla í bleiubuxum. Það var þó um tveimur vikum seinna að ég tók gleði mína á ný. Þá sá ég þessa sömu stúlku á hjólinu á leið niður Elliðaárbrekkuna. Ég spændi á eftir, tók fram úr henni og sá um leið að hún var á rafhjóli. Ég hvet alla til að taka þátt í átakinu, setja sér markmið að hjóla sem oftast til vinnu þennan tíma og setja svo ný markmið í framhaldinu. Aðstæður til hjólreiða eru góðar og fara hratt batnandi. Þetta er ekkert mál og svo vantar mig fleiri and- stæðinga á stígana. Baráttan á hjólastígunum Eiríkur Önundarson körfuboltasérfræðingur ritstjorn@frettatiminn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.