Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.05.2014, Blaðsíða 54

Fréttatíminn - 02.05.2014, Blaðsíða 54
54 heilsa Helgin 2.-4. maí 2014  Heilsa Vanda skal Valið þegar keypt er sólarVörn KYNNINGKYNNING Fann fljótlega mun á meltingunni Bio-Kult Original er fáanlegt í öllum apótekum, heilsuverslunum og heilsuhillum stórmarkaða. Nánari upplýsingar má nálgast á www.icecare.isÉ g veit það af reynslunni að mjög margir þjást af melt-ingarvandamálum. Það eru ýmsar tegundir mjólkursýrugerla á markaði sem lifa magasýrurnar ekki af og ná því ekki að virka sem skyldi. Í mínum störfum hef ég prófað margar tegundir af mjólk- ursýrugerlum og finn að Bio-Kult gerlarnir henta mér best,“ segir Margrét. Áður fyrr var Margrét mjög við- kvæm fyrir ýmsum fæðutegund- um og fann oft til óþæginda eftir máltíðir. „Oft leið mér eins og ég væri með þyngsli í maganum. Eftir að ég byrjaði að taka Bio-Kult gerl- ana inn hef ég fundið mestan mun á líðaninni í smáþörmunum því ég var mjög viðkvæm í þeim áður. Ég tek inn fjögur hylki á dag og finnst henta best að taka þau með mat. Venjulegur skammtur er tvö hylki en mér finnst betra að taka auka- lega. Ég er sérlega ánægð með Bio- Kult gerlana því að þeir hafa hjálp- að mér og meltingin hefur lagast til mikilla muna.“ Margrét Kaldalóns hefur tekið Bio-Kult gerlana inn í nokkra mánuði og fann fljótlega mjög mikinn mun á meltingunni. Hún hefur starfað í heilsugeiranum í 30 ár og því kynnst mörgum tegundum fæðubótarefna og mjólkursýrugerla. Bio-Kult Original er einstök og öflug blanda af 14 mismunandi vinveittum gerlum sem geta komið sér fyrir í þörmum meltingarvegar og hafa einstaklega góð áhrif á meltinguna. Ekki þarf að geyma hylkin í kæli. Þau er óhætt að nota að staðaldri og henta vel fyrir fólk með mjólkur- og soya óþol. Hjá Heilsumeistaraskólanum er boðið upp á heildrænt og samþætt nám í náttúrulækningum. Þar læra nem- endur um mátt náttúrunnar til að bæta heilsuna,” segir Gitte Lassen sem rekið hefur Heilsumeistaraskólann frá árinu 2007 ásamt Lilju Oddsdóttir. Sjálf notaði Gitte aðferðirnar sem kenndar eru í skólanum til að lækna sig af síþreytu eftir að læknirinn hennar tjáði henni að aðferðir vestrænnar læknisfræði myndu ekki duga. Gitte útskýrir að í Heilsumeistara- skólanum læri nemendur um læknandi mataræði. „Náttúran er heilari og við fræðum nemendur um íslenskar jurtir, kjarnaolíur og blómadropa. Einnig kennum við hefðbundnar meðferðir og víxlböð. Síðast en ekki síst læra nem- endur okkur hvernig hugsanir og tilfinningar geta stuðlað að heilsufars- vandamálum,“ segir hún. Að sögn Lilju hentar námið bæði fyrir sérfræðinga í heilsu sem vilja ná enn betri árangri með skjólstæðinga sína og fyrir þá sem vilja láta sér líða vel alla daga. „Nemendurnir eru mjög ánægðir því þeir upplifa sjálfir aðferðirnar sem við kennum,“ segja þær Gitte og Lilja. „Við beitum mjög lifandi kennsluháttum með árangri sem aldrei næðist með lesefni og upplýsingagjöf eingöngu. Niðurstað- an er sú að nemendur okkar gangast undir allsherjar lífsstílsbreytingu, bæði andlega og líkamlega,“ segja þær. Gitte nefnir dæmi um einn nemanda sem gat varla beygt hné sín þegar námið hófst en gat, eftir tæplega tvö ár, setið með krosslagða fætur í fyrsta sinn í tuttugu ár. „Það sem þó sennilega hefur mest áhrif á nemendurna er að upplifa aukinn sjálfsþroska,“ segir Gitte. Að loknu námi sagði einn nemandinn: „Umbreytingin sem ég upplifði var alger. Í raun þekki ég ekki sjálfa mig eftir þessi þrjú ár. Ég er léttari og frjálsari, sáttari og fróðari. Sjálfsþroskinn er gífurlegur.“ Nánari upplýsingar má nálgast á vef skólans www.heilsumeistaraskolinn. com. Spennandi nám í náttúrulækningum Lilja Oddsdóttir og Gitte Lassen eru skólastjórnendur Heilsumeistaraskólans þar sem nemendur læra um mátt náttúrunnar til heilunar. Hversu mikilvæg er heilsan? Hversu mikilvægt er að nota náttúruna til heilsubótar? Margrét Kaldalóns fann oft til óþæginda í meltingu eftir máltíðir en líður mun betur eftir að hún byrjaði að taka inn Bio-Kult Original hylkin. 1. Veldu góða sólarvörn Vandaðu valið þegar þú kaupir sólarvörn og ekki bara taka þá fyrstu sem ilmar vel. Best er að kaupa sólarvörn frá viðurkennd- um aðilum sem bæta ekki skaðlegum aukaefnum í sólarvörnina, og í raun er best að hún sé ilmefnalaus til að minnka líkur á ertingu. Sneiddu líka hjá vörn sem inniheldur PABA, A-vítamín (retinyl palmitate) og skordýraeitur. 2. Athugaðu SPF stuðulinn SPF stuðullinn segir til um styrkleika sólarvarnarinnar, því hærra sem stuðullinn er því sterkari er vörnin og dugar lengur. Ágætt er að miða við að nota sólarvörn með SPF 15 á hefðbundnum vordegi en 30+ þegar farið er í sund eða sólbað í garðinum. 3. UVA og UVB-vörn Sólarvörnin þarf að innihalda bæði vörn gegn UVA og UVB geislum. Þetta eru tvær tegundir útfjólublárra geisla og þú þarft vörn gegn þeim báðum. 4. Berðu á þig tímanlega Sólarvörn byrjar aldrei að virka strax þannig að þú skalt bera hana á þig, og börnin þín, minnst 20 mínútum áður en farið er út í sólskinið. Alltaf skal bera á sig aftur þegar komið er upp úr sund- laug og á um tveggja tíma fresti á meðan verið er úti í sólinni. 5. Ekki nota gamla sólarvörn Mundu að sólarvörn rennur út eins og annað þannig að keyptu nýja vörn á hverju vori. Ekki treysta á gamla vörn því hún ver húðina ekki jafn vel og ný. Allar gerðir sólarvarna eru merktar með síðasta notkunarmánuði. 6. Föt eru sólarvörn Ljósir litir hrinda geislunum frá sér og því er tilvalið að vera í ljósum bolum og buxum í sólinni. Það er hins vegar alveg hægt að brenna í gegnum fatnað en hægt er að fá föt sem eru með innbyggðri sólarvörn og eru þau þá merkt þannig. Sum vernda einnig gegn útfjólubláum geislum. 7. Notaðu sólgleraugu Sólgleraugu vernda augun gegn útfljólubláum geislum. Ekki kaupa samt flottustu gleraugun eða þau ódýrustu nema þú vitir að þau séu með UV-vörn. Gott er að setja einnig á sig sólhatt eða derhúfu til að vernda andlitið. 8. Drekktu nóg Vatn er alltaf besti kosturinn á heitum dögum, og reyndar þeim köldu líka. Ef þú ert að ganga eða hreyfa þig mikið í sólinni er einnig mælt með íþróttadrykk sem bætir einnig upp steinefnatap. Best er að drekka lítið í einu og oft. Mundu að sykur í drykkjum vegur upp á móti góðu áhrifunum og áfengisneysla í sólinni getur hreinlega leitt til ofþornunar. 9. Vertu í skugganum Sólin er hæst á lofti um miðjan daginn og á góðum sólardögum eru mestar líkur á sólbruna milli 10 á morgnana og 14 síðdegis. Á þeim tíma er tilvalið að sitja einfaldlega í skugganum, fá sér vatnssopa eða jafnvel skella sér í sund. 10. Líka í snjónum Þeir sem eru vanir því að ganga á jökla og stunda skíði vita að það er mikilvægt að bera vel á sig af sólarvörn, einnig á varirnar, því endurkast sólarinnar frá snjónum er svo mikið. Þetta er eitt af því sem byrjendur þurfa að hafa í huga því fátt er leiðinlegra en að vera sólbrunninn eftir góða jökulgöngu. Varasalva er hægt að fá með háu SPF gildi sem hentar vel bæði á jökul og við sjóinn. Verndum húðina í sólinni Húðin er stærsta líffærið okkar og mikilvægt að halda henni heil- brigðri. Nú þegar sólargeislarnir eru farnir að láta sjá sig er mikil- vægt að verja húðina og næra til að vernda þá fyrir skaðlegum áhrifum sólar- innar sem meðal annars geta leitt til sólbruna og jafnvel krabba- meins. Einfald- asta leiðin, fyrir utan að halda sig innandyra, er að velja góða sólar- vörn. Hér koma nokkur atriði sem hafa þarf í huga þegar sólin skín. Góð sólarvörn er lykilatriði þegar kemur að því að verja húðina fyrir skaðlegum geislum sólarinnar. Veljið SPF-stuðul við hæfi, því hærri sem hann er því sterkari er vörnin. Börn hafa sérlega viðkvæma húð og mikilvægt að verja þau vel í sólinni. Gott er að kaupa líka sólgleraugu fyrir þau yngstu til að verja augun. Þegar lagt er í fjallgöngu þar sem enn er snjór eða gengið á jökul þarf að bera á sig sterka vörn vegna endurkastsins af ísnum. Ljósmyndir/NordicPhotos/Getty Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.