Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.05.2014, Blaðsíða 46

Fréttatíminn - 02.05.2014, Blaðsíða 46
46 bílar Helgin 2.-4. maí 2014  Bílar Citroën C3 Þ Ö K KU M M Ö G N U Ð V I Ð B RÖ G Ð við ferð okkar um Ástralíu, Tasmaníu, Nýja Sjáland og Dubai 24. OKTÓBER TIL 21. NÓVEMBER Ógleymanleg 28 daga ævintýraferð til Ástralíu, Tasmaníu og Nýja Sjálands með viðkomu í Dubai á heimleið. Fararstjóri er Guðrún Bergmann. Farið um stórbrotna náttúru, fylgst með villtum dýrum eins og kengúrum, mör­ gæsum og ótrúlegu fuglalífi. Siglt og synt um stærsta kóralrif heims og skyggnst inn í heim frumbyggja. Óperuhúsið fræga í Sydney skoðað að utan sem innan. Skoðaðar verða borgir eins og Melbourne, Hobart, Christchurch og Dubai. Kynntu þér ferðina á uu.is Úrval Útsýn er í Hlíðasmára 19 í Kópavogi. Sími 585 4000 www.uu.is Facebook NOKKU R SÆTI LA US C itroën C3 er þeim kostum gæddur að vera stærri að inn-an en utan. Já, sumir bílar eru bara þannig að þeir virka litlir þegar horft er á þá utan frá en eru svo afar rúmgóðir þegar inn í þá er komið. Dóttir mín hafði svo meira en nóg pláss þar sem hún sat aftur í og báðar sátum við hátt uppi, sem hinni lág- vöxnu mér finnst alltaf vera kostur og ég upplifi mig alltaf í stærri bíl þegar sætin eru ofarlega. Það sem helst greinir nýjan C3 frá eldri gerðum, fyrir utan að búið er að hressa upp á útlitið, er PureTech vélin sem er gerð til að auka kraft bílsins um 15% en minnka eldsneytiseyðslu um 25%. Raunar er bíllinn með afar lítinn útblástur, aðeins 99 grömm af koltvísýringi fyrir hverja 100 ekna kílómetra og þar af leiðandi má leggja honum frítt í bílastæði í Reykjavík. Það munar um að þurfa ekki að leita um allt að klinki þegar maður bregð- ur sér á Laugaveginn og ágætis til- finning svona á þessum síðustu og verstu að menga ekkert allt of mikið. Citroën C3 er á mjög sanngjörnu verði og afar hentugur sem borgar- bíll. Ég er almennt hrifnari af stórum bílum og myndi sjálf ekki kaupa mér smábíl en ég get vel skilið að þessi freisti ungs fólks og lítilla fjölskyldna, jafnvel eldri borg- ara, sem vilja traustan og lipran bíl sem auðvelt er að koma í bíla- stæði hvar sem er, og það án þess að borga fyrir andvirði handleggs. Á mínum bíl er ég orðin vön því að þurfa gott rými til að bakka og fannst mér því óendanlega þægi- legt að bakka C3 bílnum vegna þess hversu hann er lítill. Það er akkúrat svona bíla sem maður þarf þegar bíllinn er helst nýttur í og úr vinnu, í Kringluna og í mið- borgina. Grunnútgáfan kallast Attrac- tion en í C3 Seduction sem ég reynsluók er töluvert meiri stað- albúnaður á borð við LED ljós í framstuðara, aksturstölva með útihitamæli og hraðastillir/cruise control. Fyrir 59 þúsund krónur er svo hægt að bæta við nálægðar- skynjara að aftan. Það sem ég myndi helst gagn- rýna við bílinn er lítið farangurs- rými en það er þó gott miðað við sambærilega bíla og það segir sig Flottur borgarbíll Nýr Citroën C3 er búinn vél sem eykur kraftinn en minnkar eyðslu á eldsneyti. Þetta er lítill og þægilegur bíll sem er lipur í akstri, og hægt að bakka honum í hvaða smáa bílastæði sem er. Vegna þess hve útblásturinn er lítill er hægt að leggja honum frítt. Þessi bíll er til- valinn borgarbíll fyrir ungt fólk og minni fjölskyldur. Lipur Gott verð Ókeypis í stæði Umhverfisvænn Lítið farangursrými Helstu upplýsingar Vél 1,0 VTi PureTech Bensín Hestöfl 68 Tog 95 99 g CO2/100 km Eyðsla 4,3 l/100 km í blönduðum akstri 5 gíra Lengd 3940 mm Breidd 1710 mm Verð frá 2.250.000 kr. Mælaborðið er stílhreint og er hrað- inn sýndur á skífu sem mér finnst alltaf þægilegra en þegar hann er sýndur stafrænt. Ljósmynd/Hari Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Citroën C3 fékk andlits- lyftingu auk þess sem hann er búinn nýrri vél sem minnkar eldsneytis- notkun og eykur kraft. Ljósmynd/Hari sjálft að farangursrými í smábílum er, tja, smærra en í öðrum bílum. Vitan- lega er síðan hægt að leggja aftursæt- in niður til að fá meira rými. Í heild var ég ánægð með bílinn, hann er lipur og þægileg- ur í akstri, og verðmiðinn er sann- gjarn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.