Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.05.2014, Side 46

Fréttatíminn - 02.05.2014, Side 46
46 bílar Helgin 2.-4. maí 2014  Bílar Citroën C3 Þ Ö K KU M M Ö G N U Ð V I Ð B RÖ G Ð við ferð okkar um Ástralíu, Tasmaníu, Nýja Sjáland og Dubai 24. OKTÓBER TIL 21. NÓVEMBER Ógleymanleg 28 daga ævintýraferð til Ástralíu, Tasmaníu og Nýja Sjálands með viðkomu í Dubai á heimleið. Fararstjóri er Guðrún Bergmann. Farið um stórbrotna náttúru, fylgst með villtum dýrum eins og kengúrum, mör­ gæsum og ótrúlegu fuglalífi. Siglt og synt um stærsta kóralrif heims og skyggnst inn í heim frumbyggja. Óperuhúsið fræga í Sydney skoðað að utan sem innan. Skoðaðar verða borgir eins og Melbourne, Hobart, Christchurch og Dubai. Kynntu þér ferðina á uu.is Úrval Útsýn er í Hlíðasmára 19 í Kópavogi. Sími 585 4000 www.uu.is Facebook NOKKU R SÆTI LA US C itroën C3 er þeim kostum gæddur að vera stærri að inn-an en utan. Já, sumir bílar eru bara þannig að þeir virka litlir þegar horft er á þá utan frá en eru svo afar rúmgóðir þegar inn í þá er komið. Dóttir mín hafði svo meira en nóg pláss þar sem hún sat aftur í og báðar sátum við hátt uppi, sem hinni lág- vöxnu mér finnst alltaf vera kostur og ég upplifi mig alltaf í stærri bíl þegar sætin eru ofarlega. Það sem helst greinir nýjan C3 frá eldri gerðum, fyrir utan að búið er að hressa upp á útlitið, er PureTech vélin sem er gerð til að auka kraft bílsins um 15% en minnka eldsneytiseyðslu um 25%. Raunar er bíllinn með afar lítinn útblástur, aðeins 99 grömm af koltvísýringi fyrir hverja 100 ekna kílómetra og þar af leiðandi má leggja honum frítt í bílastæði í Reykjavík. Það munar um að þurfa ekki að leita um allt að klinki þegar maður bregð- ur sér á Laugaveginn og ágætis til- finning svona á þessum síðustu og verstu að menga ekkert allt of mikið. Citroën C3 er á mjög sanngjörnu verði og afar hentugur sem borgar- bíll. Ég er almennt hrifnari af stórum bílum og myndi sjálf ekki kaupa mér smábíl en ég get vel skilið að þessi freisti ungs fólks og lítilla fjölskyldna, jafnvel eldri borg- ara, sem vilja traustan og lipran bíl sem auðvelt er að koma í bíla- stæði hvar sem er, og það án þess að borga fyrir andvirði handleggs. Á mínum bíl er ég orðin vön því að þurfa gott rými til að bakka og fannst mér því óendanlega þægi- legt að bakka C3 bílnum vegna þess hversu hann er lítill. Það er akkúrat svona bíla sem maður þarf þegar bíllinn er helst nýttur í og úr vinnu, í Kringluna og í mið- borgina. Grunnútgáfan kallast Attrac- tion en í C3 Seduction sem ég reynsluók er töluvert meiri stað- albúnaður á borð við LED ljós í framstuðara, aksturstölva með útihitamæli og hraðastillir/cruise control. Fyrir 59 þúsund krónur er svo hægt að bæta við nálægðar- skynjara að aftan. Það sem ég myndi helst gagn- rýna við bílinn er lítið farangurs- rými en það er þó gott miðað við sambærilega bíla og það segir sig Flottur borgarbíll Nýr Citroën C3 er búinn vél sem eykur kraftinn en minnkar eyðslu á eldsneyti. Þetta er lítill og þægilegur bíll sem er lipur í akstri, og hægt að bakka honum í hvaða smáa bílastæði sem er. Vegna þess hve útblásturinn er lítill er hægt að leggja honum frítt. Þessi bíll er til- valinn borgarbíll fyrir ungt fólk og minni fjölskyldur. Lipur Gott verð Ókeypis í stæði Umhverfisvænn Lítið farangursrými Helstu upplýsingar Vél 1,0 VTi PureTech Bensín Hestöfl 68 Tog 95 99 g CO2/100 km Eyðsla 4,3 l/100 km í blönduðum akstri 5 gíra Lengd 3940 mm Breidd 1710 mm Verð frá 2.250.000 kr. Mælaborðið er stílhreint og er hrað- inn sýndur á skífu sem mér finnst alltaf þægilegra en þegar hann er sýndur stafrænt. Ljósmynd/Hari Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Citroën C3 fékk andlits- lyftingu auk þess sem hann er búinn nýrri vél sem minnkar eldsneytis- notkun og eykur kraft. Ljósmynd/Hari sjálft að farangursrými í smábílum er, tja, smærra en í öðrum bílum. Vitan- lega er síðan hægt að leggja aftursæt- in niður til að fá meira rými. Í heild var ég ánægð með bílinn, hann er lipur og þægileg- ur í akstri, og verðmiðinn er sann- gjarn.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.