Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.05.2014, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 02.05.2014, Blaðsíða 24
Hetjan sem hætti á toppnum Það kom mörgum á óvart síðasta haust þegar til- kynnt var að Bjarni tæki við þjálfun Framara. Hann var enda nýbúinn að lyfta Íslandsbikarnum með KR og flestir bjuggust við að hann ætti alla vega eitt ár eftir sem leikmaður. En Bjarni hætti á toppnum og ætlar sér stóra hluti í þjálfun. Gaman verður að sjá hvort hann nær að gera Framara að því stórveldi sem stuðningsmenn liðsins vilja meina að það hafi eitt sinn verið. Takist honum það ekki mun eflaust verða nóg af fólki til að benda honum á hvar mistök hafi verið gerð. Nafn: Bjarni Guðjónsson. Lið: Fram. Staða: Þjálfari. Aldur: 35 ára. Hæð: 1.74. Leikir/Mörk: 537/71 Markmið fyrir sumarið: Við erum með markmið í hópnum sem við ræðum ekki út á við. Félagið er að fara í vinnu sem tekur sirka þrjú ár og, ég veit að þetta er gömul tugga, en við ætlum bara að nálgast hvern og einn leik fyrir sig og gera okkar besta. Fyrirmynd í boltanum: Sem leikmaður þá var það Alan Shearer. Hann var sér á báti hvernig hann æfði og nálgaðist leiki. Sem þjálfari reyni ég að taka það besta frá hverjum og einum þjálfara sem ég hef haft og vonandi verður útkoman góð. Ef ég á nefna einhvern einn þá er það Rúnar Kristins, hann hefur staðið sig rosalega vel. Hvaða lið verður Íslandsmeistari? Ég hugsa að það verði KR. Hver verður markahæstur? Ef Kjartan Henry verður í lagi þá er hann langbesti senterinn á Íslandi. Fimm mánaða fótboltaveisla að hefjast Langþráð bið margra verður á enda á sunnudag þegar flautað verður til leiks í Pepsi-deild karla í fótbolta. Tveir stórleikir eru á dagskrá í fyrstu umferð og spenna er í loftinu. Fréttatíminn tók púlsinn á fjórum mönnum sem eiga væntanlega eftir að vera áberandi í sumar. Ljósmyndir/Hari Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Hetjan sem skora á mörkin Aron Elís skoraði 14 mörk í 14 leikjum í 1. deildinni í fyrra. Hann var markakóngur deildarinnar og var í kjölfarið kjörinn bæði besti og efnilegasti leikmaður- inn. Það er því búist við miklu af þessum unga manni í Fossvoginum í sumar. Nafn: Aron Elís Þrándarson. Lið: Víkingur. Staða: Sóknarsinnaður miðjumaður. Aldur: 19 ára. Hæð: 1.86. Leikir/Mörk: 45/19 Fyrirmynd í boltanum: Ronaldo og Messi. Það er gaman að horfa á þá. Hvaða lið verður Íslandsmeistari? Ég giska á KR eins og stendur, þeir eru með sterkasta hópinn. Hver verður markahæstur? No comment. Hetjan sem sneri heim Stefán Gíslason hefur átt farsælan feril sem atvinnumaður í nokkrum löndum. Nú er hann snúinn heim og svanasöngurinn verður í grænum búningi í Kópavoginum. Stefán fær það hlutverk að miðla af reynslu sinni í fremur ungu liði og verður forvitnilegt að sjá hvernig honum reiðir af. Nafn: Stefán Gíslason. Lið: Breiðablik. Staða: Miðjumaður og miðvörður. Aldur: 34 ára. Hæð: 193. Leikir/Mörk: 341/28 Markmið fyrir sumarið: Mín markmið eru að spila vel og styðja við bakið á hinum leikmönnunum. Liðið verður vonandi að berjast um titilinn, þar á klúbburinn að vera. Fyrirmynd í boltanum: Patrick Vieira hefur alltaf verið ofarlega á blaði hjá mér. Hann var töffari frá fyrstu æfingu í Arsenal, þegar hann labbaði út úr klefanum með kassann tvo metra fram. Hvaða lið verður Íslandsmeistari? Það verður Breiðablik. Hver verður markahæstur? Árni Vil. Hetjan úr utandeildinni Fyrir þremur árum var Haukur Lárusson að spila utandeildarbolta í sjö manna liði en í fyrra var hann lykilmaður í að koma Fjölnismönnum upp í Pepsi- deildina. Meiðsli höfðu hamlað framgangi hans á yngri árum en nú er Haukur klár í slaginn og mun væntanlega vekja athygli í sumar. Að minnsta kosti fyrir hæð sína en Rauði turninn, eins og hann er kall- aður, er sagður vera hæsti leikmaður deildarinnar í ár. Nafn: Haukur Lárusson. Lið: Fjölnir. Staða: Varnarmaður Aldur: 26 ára. Hæð: 1.96 Leikir/Mörk: 71/6 Markmið fyrir sumarið: Aðalmarkmiðið er að halda sér uppi. Fyrirmynd í boltanum: Ég hef aldrei pælt í því. Uppáhaldsleikmaðurinn minn er náttúrlega Peter Crouch. Það byrjaði sjálfsagt í léttu djóki en maður hefur elt hann síðan. Hvaða lið verður Íslandsmeistari? Fyrir utan Fjölni? KR. Hver verður markahæstur? Gary Martin eða Guð- mundur Karl, ef hann verður ekki í bakverðinum. 24 fótbolti Helgin 2.-4. maí 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.