Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.05.2014, Blaðsíða 78

Fréttatíminn - 02.05.2014, Blaðsíða 78
KYNNING hjólreiðar Helgin 2.-4. maí 201410 R eiðhjólaverslunin GÁP býð-ur upp á gott úrval vandaðra hjóla og fylgi- og varahluta fyrir alla fjölskylduna. Að sögn Mo- gens Markússonar eru toppmerki hjá GÁP, eins og Mongoose, Cannon- dale og Kross. Þessa dagana er mjög gott tilboð á Mongoose Assphalt Tripple sem kostar aðeins 99.900 krónur. „Þetta er ekta götuhjól sem hentar vel fyrir fólk sem vill hjóla í vinnuna. Við hjá GÁP köllum þetta hjól kílómetraskrímsli því það er svo létt og gott götuhjól og fer hratt yfir. Á því er mjög auðvelt að hjóla langar leiðir.“ Kross hjólin eru ný lína hjá GÁP en þau eru framleidd í Póllandi með evrópskum metnaði og hafa, að sögn Mogens, komið skemmtilega á óvart. „Þetta eru virkilega flott og góð To- uring götuhjól sem hafa verið mjög vinsæl.“ Hraðamælar vinsælir Næsta mánudag hefst Átakið Hjólað í vinnuna þar sem fólk keppist við að hjóla sem flesta kílómetra. Hjá GÁP fást einfaldir og góðir hraða- og kíló- metramælar frá SigmaSport í Þýska- landi sem hafa verið mjög vinsælir. „Það besta er að hægt er að slá inn bensíneyðslu á bílnum og sjá hversu mikill sparnaðurinn er með því að hjóla í vinnuna í stað þess að nota bílinn,“ segir Mogens. Cyclocross í borginni og á mölinni Cannondale Cyclocross hjólin hjá GÁP njóta sífellt meiri vinsælda en þau eru með hrútastýri eins og keppnishjól en þó með breiðari og grófari dekkjum. Mogens segir þau því bæði henta á götum borgarinnar og á malarvegum, eins og í Heið- mörk. „Þessi hjól eru mjög hent- ug fyrir þá sem flokka má „lengra komna“. Hægt er að ná miklum hraða og reiðhjólamaðurinn er fram- hallandi og vindmótstaðan lág.“ Ný og betri tegund af stelli Synapse hjólin frá Cannondale eru með mjóum dekkjum en aðeins hærri ásetu en keppnishjól almennt svo þau henta vel til almennra hjól- reiða eins og í og úr vinnunni. „Í þessum hjólum er alveg ný gerð af stelli. Í bæði fram- og afturgaffli er svokallað „Micrsusspencion“ sem tekur út þennan fína víbring sem finnst þegar hjólað er á grófu mal- biki. Þessi hjól hafa slegið í gegn í Evrópu að undanförnu.“ Nánari upp- lýsingar má nálgast á www.gap.is Vönduð hjól fyrir alla fjölskylduna hjá GÁP Hjá GÁP er gott úrval reiðhjóla fyrir fólk á öllum aldri. Vinsæl- asta nýjungin er einfaldur hraðamælir sem mælir hve mikill sparnaður hlýst af því að hjóla í stað þess að nota bílinn. Fyrir börnin GÁP er fjölskylduvæn verslun með gott úrval hjóla og fylgihluta fyrir reiðhjólafólk frá tveggja ára aldri. „Við erum með norska hjálma frá Etto sem einnig framleiðir Hamax barna- stólana vinsælu,“ segir Mogens. Réttur fatnaður Mogens segir að á lengri vegalengdum skipti sköpum að klæðast góðum hjól- reiðafatnaði. „Hjá okkur er gott úrval frá Cannondale og Adidas. Það munar miklu að vera í hjólabuxum og góðum vindheldum jakka. Það hef ég margoft reynt sjálfur.“ Viðhald og varahlutir Nauðsynlegt er að hugsa vel um hjólið og smyrja það og bóna reglu- lega. Hjá GÁP er mjög gott úrval smur- og hreinsiefna. Þar er einnig verkstæði sem sinnir öllum reið- hjólaviðgerðum og almennu við- haldi. Vertu rétt settur Það er mikilvægt að hver og einn hjólari finni sína bestu stöðu á hjólinu. Að sitja of framarlega eða aftarlega eða halla sér of langt fram takmarkar þá orku sem fer í pedalana og gerir allt erfiðara. Fáðu hjálp hjá sérfræðingi ef þú ert ekki viss um hver þín rétta staða er. Vertu taktfastur Hversu hratt og taktfast fæturnir spinna er gríðarlega mikilvægt. Það sparar vöðvaorku ef fæturnir komast með pedalana 80-100 hringi á mínútu í léttari gír í stað þess að fara 60-70 hringi í þyngri gír. Sparaðu orkuna Ef þú átt langt að fara og ert gríðarlega hress í upphafi er samt mikilvægt að spara orkuna þó þú getir meira til þess að þú eigir eitthvað inni í seinni hlutanum. Haltu því góðu og jöfnu tempói. Það mun koma þér fyrr á leiðarenda. Láttu lappirnar vinna vinnuna Reyndu að halda efri hluta líkamans eins kyrrum og hægt er. Því meira sem þú hreyfir þig þeim mun meiri orka fer til spillis. Einbeittu þér að því að koma allri orkunni frá löppunum í pedalana. Nærðu þig Það er algjört lykilatriði að drekka vel á hjólinu og borða á lengri leiðum, annars verður lítið um árangur. Góður orkudrykkur og vönduð orkustöng kemur þér lengra. Vertu sídrekkandi, lítið í einu og reyndu að forðast þorstann. Horfðu fram fyrir þig Ef þú ferð hratt yfir, sérstaklega þegar þú ferð niður í móti er nauðsynlegt að vera afslappaður í efri hluta líkamans og treysta hjólinu. Horfðu fram fyrir þig og stýrðu fram- dekkinu, afturdekkið mun fylgja. Komdu tækninni í lag Þó þú hafir sleppt hjálpardekkjunum þegar þú varst í 6 ára bekk er ekki þar með sagt að þú kunnir að hjóla. Fyrir þá sem vilja ná lengra í hjólasportinu er nauðsynlegt að hafa tæknina á hreinu og ekki síst kunna að spara orku. Hér eru 6 ráð sem koma þér lengra hraðar. Gott úrval reiðhjóla fyrir alla er hjá GÁP, að sögn Mogens Markússonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.