Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.05.2014, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 02.05.2014, Blaðsíða 10
W arren Buffett er einn þekktasti og auðugasti viðskiptajöfur í heimi. Á morgun stýrir hann aðal- fundi Berkshire Hathaway, fyrirtækisins sem hann stofnaði og rekur enn þann dag í dag. Buffett er orðinn 83 ára gamall. Eins og margt fólk af hans kynslóð hefur hann ekkert slegið af þótt hann sé kom- inn á eftirlaunaaldur. Tíma- ritið The Economist fjallar í síðasta tölublaði um þær öru breytingar sem eru að verða á vestrænum þjóðfélögum vegna þess að það er alltaf að verða algengara að fólk haldi áfram á vinnumarkaði löngu eftir að það er komið á hinn lögbundna eftirlauna- aldur. Við endursegjum þá um- fjöllun hér á eftir. Á fáum árum hafa orðið örar breyt- ingar hvað þetta varðar en fyrst og fremst er það efnað og velmenntað fólk sem heldur áfram að vinna fram á elliárin en þeir sem unnið hafa láglaunastörf sem ekki krefjast sérmenntunar fara yfirleitt á eftirlaun þegar til- teknum aldri er náð. 65% háskólamenntaðra en 32% annarra vinna lengur Í Bandaríkjunum eru um 65% karlmanna, háskóla- menntaðra sérfræðinga á aldrinum 62-74 ára, enn á vinnumarkaði en aðeins 32% þeirra jafnaldra sem hættu námi eftir framhaldsskóla. Í ríkjum ESB er munurinn á þessum hópum svipaður. Því er spáð að næstu áratugi muni fjöldi þess fólks í heiminum sem lifir það að verða 65 ára eða eldri nærri því tvöfaldast. Nú eru um 600 milljónir manna á þess- um aldri en verða um 1.100 milljónir eftir um 20 ár. Hingað til hefur hækkandi meðalaldur fólks þýtt fjölgun ellilífeyrisþega. Fólk hefur verið skikkað til að setjast í helgan stein einhvern tím- ann milli sextugs og sjötugs. Í flestum vestrænum löndum er það enn langalgengast. Margir hagfræðingar hafa spáð því að með tímanum muni þetta verða þungur baggi á hagkerfum þjóð- anna. Það verði of fáir eftir á vinnumarkaði til að standa undir framfærslu allra gaml- ingjanna sem hættir eru að vinna og farnir á eftirlaun. Nú bendir hins vegar margt til að það hægist veru- lega á þessari þróun. Sífellt fleiri vinna langt fram á efri ár, jafnvel allan áttræðis- aldurinn og eru í svipuðum sporum um áttrætt og fólk var almennt um sjötugt fyrir ekki svo löngu. Bilið breikkar Þetta á hins vegar fyrst og fremst við um það fólk sem býr við bestan efnahag og vinnur störf sem krefjast sérmenntunar. Þeir sem eru hinum megin á skalanum, vinna láglaunastörf sem ekki krefjast sérmenntunar, fara í svipuðum mæli og áður á eftirlaun á sjötugsaldri. Starfsævi menntuðu sér- fræðinganna er sífellt að lengjast samanborið við starfsævi hinna. Þetta mun hafa djúpstæðar afleiðingar fyrir einstaklingana og þjóð- félagið allt. Það mun ekki draga ekki eins ört úr hag- Þau gömlu eiga framtíðina fyrir sér Það verður sífellt algengara að fólk haldi áfram að vinna á fullum afköstum löngu eftir að eftirlaunaaldri er náð. Þetta á einkum við um fólk sem er í vellaunuðum störfum sem krefjast sérmenntunar. Þetta á eftir að hafa mikil áhrif á þróun samfélagsins næstu ár. Tímaritið The Economist fjallaði ítarlega um þessa þróun nýlega. Víða um heim er þróunin sú að fólk með góða menntun og góðar tekjur vinnur langt fram á elliárin en láglaunafólk sem unnið hefur störf sem ekki krefjast sérmenntunar fer frekar á eftirlaun og er háð lífeyri frá hinu opinbera eftir að hefðbundnum vinnualdri lýkur. Þetta dregur enn úr efnahagslegum jöfnuði í samfélaginu. Láu hjartað ráða Himneska súkkulaðið mitt er úr lífrænt ræktuðu hráefni og Fair- tradevottað. Hágæða súkkulaði sem kætir bragðlaukana. 10 fréttaskýring Helgin 2.-4. maí 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.