Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.05.2014, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 02.05.2014, Blaðsíða 2
SUMARTILBOÐ Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400 Skoðið úrvalið á www.grillbudin.is 94.900 • 3 brennarar úr ryðfríu stáli • Postulínsemalerað eldhólf • Grillgrindur úr pottjárni • Kveiking í öllum rofum • Auka steikarplata fylgir • Niðurfellanleg hliðarborð • Efri grind • Bakki fyrir fitu • Hitamælir • Fáanlegt í fleiri litum Er frá Þýskalandi Opið til kl. 16 á laugardag Niðurfellanleg hliðarborð Safnahúsið endurheimtir sitt gamla nafn N ý sjónvarpsstöð, iSTV, hefur útsendingar á þjóðhátíðardaginn. Sigurjón Haralds-son er einn stofnenda og segir hann að stöðin verði fyrst og fremst efnisveita og muni ekki sjálf framleiða efni. „Við ætlum að gefa ungu og efnilegu þáttagerða- fólki tækifæri til þess að koma efni sínu á framfæri og erum því ekki hefð- bundin sjónvarpsstöð í þeim skilningi,“ segir Sigurjón. Stöðin verður ekki með eigið stúdíó heldur sendir út efni frá öðrum. „Það er mikil gróska í þáttagerð og ekki allir sem koma efninu sínu að hjá stóru stöðvunum. Við ætlum að gefa þeim pláss hjá okkur,“ segir Sigurjón. Á miðvikudaginn tilkynnti Konunglega kvikmyndafélagið, sem rekur fjölmiðlana Bravó og Miklagarð, að öllu starfsfólki hefði verið sagt upp eftir tæplega tveggja mánaða rekstur. Sigmar Vilhjálmsson, stofnandi félagsins, segir að verið sé að leita að nýju hlutafé til að styrkja reksturinn og vonast til að hægt verði að ráða alla starfsmenn sjónvarpsstöðvanna aftur. Sigurjón óttast ekki rekstrarumhverfi fjölmiðla á Íslandi þrátt fyrir þessar fréttir. „Við erum með mjög litla yfir- byggingu og engan kostnað við stúdíó og þess háttar,“ segir Sigurjón. Rekstrargrundvöllur iSTV verður sala auglýsinga. Fólki gefst kostur á að senda út þætti sína á iSTV og selja sjálft auglýsingar í þá. Þá taki iSTV hlutfall af auglýsingasölu. Velji þáttagerðar- fólk að selja ekki auglýsingar sjálft mun sjónvarps- stöðin sjálf selja auglýsingar í þættina. Aðspurður segir Sigurjón að stöðin muni gæta þess að sjónvarpsefnið sem sent verður út upp- fylli ákveðnar kröfur. „Við sendum ekki út hvað sem er en þetta er hins vegar frábært tækifæri fyrir fólk sem hefur áhuga á þáttagerð og hef- ur verið að vinna að eigin efni,“ segir hann. Jón Emil Árnason er sjónvarpsstjóri iSTV, Guðmundur Týr Þórarinsson dagskrárstjóri og Bonni ljósmyndari markaðsstjóri. „Við erum ekki að fara af stað til höfuðs einum né neinum,“ segir Sigurjón, „heldur að bæta við nýjung á markaðinn. Sem dæmi um þátt sem verður hjá okkur er matreiðslu- þáttur fyrir fólk sem nennir ekki að elda. Allir hinir eru með hefðbunda þætti en við ætlum að fara aðrar leiðir,“ segir hann. Hægt verður að horfa á útsendingar stöðvarinnar í gegnum myndlykla Símans og Vodafone sem og á netinu. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is Kópavogsbæ hefur verið birt stefna af hálfu hluta erfingja Sigurðar K. Hjalte- sted, fyrrum ábúenda á Vatnsenda. Eru dómkröfur stefnenda þær að Kópavogs- bær greiði þeim 74.811.389.954 krónur, tæplega 75 milljarða, vegna eignar- náms á landi í Vatnsenda árin 1992, 1998, 2000 og 2007. Fjárhæð varakröfu er 47.558.500.000 krónur, rúmlega 47,5 milljarðar, að því er fram kemur í til- kynningu Kópavogsbæjar. Málið verður þingfest 5. nóvember. „Kópavogsbær telur umrædda mál- sókn með öllu tilhæfulausa og fjárhæð dómkröfunnar í besta falli fráleita. Mun Kópavogsbær krefjst sýknu af öllum kröfum stefnenda,“ segir í tilkynning- unni. „Kópavogsbæ hefur í fjögur skipti verið heimilað að taka land í Vatnsenda eignarnámi. Í öllum tilvikum fór eignar- nám fram á grundvelli eignarnáms- heimildar frá opinberum stofnunum og ráðherra. Var Kópavogsbæ skylt að ráðstafa eignarnámsbótum til þinglýsts eiganda Vatnsenda sem jafnframt var ábúandi jarðarinnar. Aðrir opinberir aðilar sem fram- kvæmt hafa eignarnám í landi Vatns- enda hafa jafnframt ráðstafað eignar- námsbótum til ábúenda jarðarinnar á hverjum tíma. Þeir opinberu aðilar eru íslenska ríkið, Reykjavíkurborg og Landsvirkjun. Áréttað er að öll aðilaskipti að fast- eignum eru háð þeirri grundvallarfor- sendu að aðilar megi treysta á réttmæti upplýsinga úr þinglýsingarbók. Önnur regla myndi leiða til gríðarlegrar óvissu um það kerfi sem gildir um skráningu eignarhalds að fasteignum á Íslandi. Kópavogsbær harmar að hann hafi verið dreginn inn í harðvítugar deilur milli erfingja að dánarbúi Sigurðar K. Hjaltested sem lést árið 1966. Umrætt dánarbú er enn til opinberra skipta.“ -jh  VatNseNdalaNd KópaVogsbær blaNdast í harðVítugar deilur erfiNgja dáNarbús Kópavogsbær segir 75 milljarða kröfu tilhæfulausa Vatnsendaland. Kópavogsbæ hefur verið stefnt til að greiða nær 75 milljarða króna vegna eignarnáms þar. Bærinn telur málsóknina tilhæfulausa og fjárkröfur fráleitar.  fjölmiðlar istV er NýjuNg á ljósVaKamarKaði Ný sjónvarpsstöð, iSTV, í loftið í júní Ný sjónvarpsstöð hefur útsendingar þann 17. júní. Markmiðið er að gefa nýju þáttagerðarfólki tækifæri til að koma sjónvarpsefni sínu á framfæri. Stöðin, sem nefnist iSTV, verður ekki með eigin framleiðslu á efni, heldur er einungis efnisveita fyrir aðra framleiðendur. „Það er mikil gróska í þáttagerð og ekki allir sem koma efninu sínu að hjá stóru stöðvunum. Við ætlum að gefa þeim pláss hjá okkur,“ segir Sigurjón Haralds- son, einn af stofnendum nýrrar sjónvarpsstöðvar, iSTV, sem hefur útsendingar 17. júní. Sveinbjörg nýr for- ingi Framsóknar Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir héraðsdómslögmaður verður í fyrsta sæti B-lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina við borgarstjórnar- kosningarnar 31. maí. Nýr framboðs- listi var samþykktur á kjördæmisþingi í vikunni. Áður hafði Óskar Bergsson dregið sig í hlé af samþykktum lista Framsóknarflokksins. Vangaveltur um að Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður flokksins, mundi snúa aftur í stjórnmál sem oddviti flokksins runnu út í sandinn. Í öðru sæti verður Guð- finna Jóhanna Guðmundsdóttir, sem einnig er héraðsdómslögmaður. Þriðja sæti skipar Gréta Björg Egilsdóttir íþróttafræðingur, í fjórða sæti er Jóna Björg Sætran, menntunarfræðingur og markþjálfi, og í fimmta sæti Hreiðar Eiríksson, héraðsdómslögmaður og fyrrverandi lögreglumaður. Safnahúsið við Hverfis- götu, áður Þjóðmenn- ingarhúsið, sem var vígt 28. apríl 1909 hefur nú fengið gamla nafn sitt aftur, að því er fram kemur í tilkynningu Þjóð- minjasafnsins. Þar segir að um þessar mundir sé unnið að grunnsýningu um íslenska listasögu og sjónrænan menningar- arf sem fyrirhugað er að opna í Safnahúsinu í haust. „Það er í anda sam- starfs nokkurra stofnana sem að sýningunni standa að nafnbreytingin á sér stað nú, en stofnanirnar eru Þjóðminjasafn Ís- lands, sem sér um rekstur hússins, Listasafn Íslands, Náttúruminjasafn Íslands, Þjóðskjalasafn Íslands, Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn og Stofnun Árna Magnússon- ar í íslenskum fræðum. Sýningarstjóri nýrrar grunnsýningar Safna- hússins er Markús Þór Andrésson en valinn hluti safnkosts áðurnefndra menningarstofnana verður til sýnis, frá elstu varðveittu heimildum til dagsins í dag. Samstarf þessara stofnana býður upp á einstakt tækifæri til að skoða arfleifðina í nýju samhengi og varpa ljósi á ósagða sögu með nýstárlegum hætti. Markmið aðstandenda sýningarinnar er að ná sérstaklega til skólafólks og fjölskyldna en um leið til ferðamanna.“ - jh Safnahúsið við Hverfisgötu var vígt fyrir 105 árum, í apríl 1909. Mynd/Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn. Samið við Isavia en verk- fall boðað hjá Icelandair Félag flugmálastarfsmanna ríkisins hefur undirritað nýjan kjarasamning við Isavia. Samningurinn gildir í þrjú ár og felur í sér 14% launahækkun á þeim tíma en 2,8% á þessu ári. Allsherjarverkfalli, sem átti að hefjast síðast- liðinn miðvikudag, hefur því verið frestað til 22. maí, og verður afboðað ef félagsmenn samþykkja samninginn í atkvæðagreiðslu. Vinnudeilur, sem tengjast millilandaflugi, eru þó ekki að baki því flugmenn hjá Icelandair hafa boðað ótímabundið yfirvinnubann jafn- framt því sem þeir hafa boðað til verkfalls á dagvinnutíma fimm daga í maímánuði og skellur hið fyrsta á þann 9. maí, hafi ekki sam- ist fyrir þann tíma. 2 fréttir Helgin 2.-4. maí 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.