Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.05.2014, Blaðsíða 20

Fréttatíminn - 02.05.2014, Blaðsíða 20
Borgarstjórnarkosningar 2014 Auglýsing frá yfirkjörstjórn í Reykjavíkurkjördæmi Framboðsfrestur til borgarstjórnarkosninga í Reykjavík 31. maí 2014 rennur út laugardaginn 10. maí nk. kl. 12.00 á hádegi. Yfirkjörstjórn tekur á móti framboðslistum þann dag frá kl. 10.00 til 12.00 í fundarherbergi borgarráðs í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnargötu 11. Á framboðslista skulu vera að lágmarki 15 nöfn frambjóðenda og eigi fleiri en 30. Framboðslista fylgi yfirlýsing, undirrituð eigin hendi, þeirra sem á listanum eru um að þeir hafi leyft að setja nöfn sín á listann. Gæta skal þess um öll framboð að tilgreina skýrlega fullt nafn frambjóðanda, kennitölu hans, stöðu og heimili, til þess að enginn vafi geti leikið á því hverjir eru í kjöri. Framboðslista skal einnig fylgja skrifleg yfirlýsing, undirrituð eigin hendi, um stuðning við listann frá kjósendum í hlutaðeigandi kjördæmi. Fjöldi meðmælenda sé á bilinu 160-320. Tilgreina skal fullt nafn, kennitölu og heimilisfang hvers meðmælanda. Þá skal fylgja tilkynning um hverjir tveir menn séu umboðsmenn listans. Enginn kjósandi getur mælt með fleiri en einum framboðslista. Komi það fyrir verður nafn kjósanda fjarlægt í báðum/öllum tilvikum. Á skrifstofu borgarstjórnar verða USB-lyklar tilbúnir til afhendingar til framboða frá og með 30. apríl. Lyklarnir innihalda rafræn eyðublöð fyrir framboðslista og meðmælendalista, auk leiðbeininga. Mælst er til þess að framboðslistum og meðmælendalistum sé skilað á þessu formi, auk undirritaðra lista. Frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu borgarstjórnar í s. 411-4706. Að öðru leyti er vísað til ákvæða um skilyrði framboðs í VI. kafla laga um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998, með síðari breytingum. Jafnframt er vísað til upplýsinga og leiðbeininga á kosningavef innanríkisráðuneytisins, www.kosning.is. Kosningavefur Reykjavíkurborgar er á www.reykjavik.is/kosningar. Meðan kosning fer fram, laugardaginn 31. maí nk., mun yfirkjörstjórn hafa aðsetur í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem talning atkvæða fer fram að kjörfundi loknum. Yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmis Elísa og Guðný fengu far með lög- reglunni sem ók á eftir sjúkrabíln- um. Þessa ferð upplifðu þær einnig á mjög ólíkan hátt. „Ég vonaði bara að hann myndi ekki deyja í bílnum því þá gæti pabbi hans ekki kvatt hann,“ segir Elísa en Guðný var öllu bjartsýnni: „Ég reiknaði hreinlega með kraftaverki.“ Lá hjá honum þegar slökkt var á vélunum Stórfjölskylda Vilhelms Þórs, bæði í móður- og föðurætt, kom á spítal- ann þann sólarhring sem hann var þar. „Það var virkilega vel hugsað um okkur. Starfsfólkið þarna er gert úr alveg einstökum efnivið,“ segir Guðný en þær voru á spítalanum þar til hann lést. „Eftir nákvæmar taugarannsóknir vorum við, nán- ustu aðstandendur, boðaðir á fund með læknateyminu þar sem farið var yfir niðurstöðurnar og hann í raun úrskurðaður látinn. Það var síðan okkar val hvenær við værum tilbúin að taka vélarnar úr sam- bandi,“ segir Elísa. „Þarna fraus ég algjörlega í smá tíma. Ég gat ekki hugsað,“ segir hún og móðir hennar tekur við: „Þú meðtókst þetta ekki strax. Þetta voru auðvitað hrylli- legar fregnir. Þetta er eitthvað sem enginn vill fá að heyra.“ Ákveðið var að leyfa öllum sem vildu að kveðja Vilhelm Þór þar sem hann lá í rúminu með slöngur á dreif um litla líkamann. Elísa lá hjá honum hinstu stundina. „Ég lagðist bara upp í til hans og söng fyrir hann, ég lá með hann í fang- inu þegar vélarnar voru teknar úr sambandi. Lagið sem ég söng köllum við „Gleraugun hans afa“,“ segir hún en fyrsta erindið hljóðar svo: „Til himins upp hann afi fór, en ekkert þar hann sér. Því gleraug- unum gleymdi hann í glugganum hjá mér.“ Elísa er sannfærð um að afi Vilhelms Þórs hafi tekið vel á móti honum á himnum. „Þegar það var búið að slökkva á vélunum reif ég blöðkurnar af honum og faðmaði hann á meðan pabbi hans hélt í litlu höndina á honum. Okkur var svo boðið að þvo hann og svo klæddum við hann í ný föt. Síðar var haldin athöfn með sjúkrahúsprestinum og öllu okkar fólki og það bók- staflega fylltist allt. Þarna voru yfir 40 manns á spítalanum að kveðja,“ segir hún. Brugðust við á ólíkan hátt Fyrstu vikurnar á eftir dvaldi Elísa heima hjá foreldrum sínum með hin börnin tvö en fór svo aftur heim og reyndi að halda sínu striki. „Það var ekkert annað í boði fyrir mig. Ég var með eins og hálfs árs gamalt barn á heimilinu og dóttir mín var ekki bara að missa bróður sinn heldur líka besta vin sinn. Ég þurfti að vakna á morgnana og sinna þeim,“ segir Elísa en það liðu tvö og hálft ár þar til hún leyfði sér að gefa sjálfri sér tíma til að syrgja. Guðný segir að Elísa hafi verið hálf ofvirk fyrst eftir andlátið og tekur sem dæmi að hún hafi strax eftir kistulagninguna farið á völlinn að styðja íþróttafélagið sem hún æfði fótbolta með. „Nú er strákurinn að verða fimm ára og farinn að geta gert meira sjálfur þannig að það hefur kannski haft áhrif á að áfallið kemur núna. Það byrjaði hægt og rólega síðasta haust. Vilhelm Þór hefði átt afmæli fyrsta desember og eftir það hætti ég að geta mætt til vinnu. Ég vann sem stuðningsfulltrúi í skóla og áreitið var orðið mjög erfitt. Þegar börnin kvörtuðu yfir því að þurfa að læra stærðfræði hugsaði ég með mér að þau gætu bara verið þakklát fyrir að draga andann og fá að mæta í skóla, en auðvitað sagði ég það ekki við þau. Ég fór í veikindaleyfi í janúar og er síðan búin að vera hjá sálfræðingi og í starfsendurhæfingu og andlegri endurhæfingu. Það er svo misjafnt hvenær maður þarf á áfallahjálpinni að halda,“ segir Elísa. Guðný náði botninum skömmu eftir slysið. „Ég eiginlega hrundi bara strax. Ég fór fljótt aftur að vinna, taldi það vera best, en fljót- lega þáði ég áfallahjálp. Rútína hjá mér var orðin þannig að ég mætti í vinnuna, fór beint heim og í nátt- fötin. Á hefðbundnum degi var ég undir sæng eftir klukkan fjögur á daginn. Ég var komin á verkjalyf, svefnlyf og prófaði meira að segja gigtarlyf því læknar töldu jafnvel að ég væri komin með einkenni gigtar. Það var síðan þann 10. júlí í fyrra sem mér var eiginlega sparkað fram úr rúminu og ég ákvað að fara út að labba. Ég labbaði um 5 kíló- metra hring, fór upp í kirkjugarð sem ég gerði mjög oft og talaði við litla drenginn yfir leiðinu. Þá lofaði ég honum að ég myndi fara aftur út að ganga daginn eftir eða þarnæsta dag, bæta heilsu mína og verða sú amma sem mig langar að vera barnabörnunum mínum. Daginn eftir dreif ég mig aftur af stað og þetta gerði ég í nokkra daga. Síðan stækkaði ég hringinn í 7 kílómetra og fékk fljótt þá hugmynd að gera eitthvað með þetta. Ég var með há- leitar hugmyndir, ætlaði jafnvel að ganga hringinn í kring um landið en á endanum ákvað ég að ganga öfuga leið við leiðina sem sjúkrabíll- inn fór með Vilhelm. Fljótlega eftir það langaði mig að gera eitthvað meira og þá bættist sundið við. Það er henni Sóleyju að þakka,“ segir Guðný sem lítur um öxl til að barnabarnið Sóley, sem situr í sófanum að spila tölvuspil, heyri örugglega það sem amman er að segja. „Ég hringdi í þig og spurði hvort þú vildir koma í s-u- n-d,“ segir Sóley en hún stafaði orðið til að yngri bróðir hennar yrði ekki leiður ef amma myndi segja nei. Amman ákvað hins vegar að slá til þó henni hefði aldrei verið vel við sund. „Ég kunni rétt bringu- sund en vildi alltaf synda nálægt bakkanum til að geta haldið mér í hann til öryggis. Mér var illa við sund frá því ég var barn og sagði meira að segja við mömmu mína að ég væri viss um að ég hefði drukknað í fyrra lífi. Eftir þessa sundferð með krökkunum ákvað ég að læra sund almennilega, talaði við sundkennara á svæðinu og byrj- aði í einkatímum í lok september. Þá var ég orðin staðráðin í að ekki bara ganga í minningu Vilhelms Þórs heldur líka synda og ég ætla að synda í lauginni sem hann var í þegar hann drukknaði,“ segir Guðný. Samkvæmt ráðleggingum fagaðila fór hún nokkru eftir slysið að lauginni með systur sinni sem var með honum daginn örlagaríka. „Það tók ótrúlega mikið á. Eftir á að hyggja hefðum við frekar átt að fara þegar sundlaugin var tóm því við brotnuðum báðar algjörlega niður þarna fyrir framan sund- laugargestina. Seinna fór ég að fara í laugina og ég veit ekki hversu oft ég hef grátið á meðan ég er að synda,“ segir hún. Í kringum mánaðamótin októ- ber/nóvember bar Guðný hugmynd sína um að ganga og synda í minn- ingu Vilhelms og safna áheitum fyrir samtökin undir dóttur sína sem tók strax vel í það, og ræddi Guðný þá í framhaldinu við föður Vilhelms. „Ég hafði áhyggjur af því að ég væri að gera foreldrunum óleik með þessu brölti mínu en þau tóku þessu mjög vel,“ segir hún. Guðný hefur gönguna upp úr mið- nætti miðvikudaginn 21. maí en það er dagurinn sem slysið varð. Leiðin frá sjúkrahúsinu að sund- laug Selfoss er tæpir 58 kílómetrar og reiknar hún með því að gangan taki um 14 klukkutíma. Því næst leggst hún til sunds og ætlar að synda 286 ferðir í lauginni, eina ferð fyrir hverja viku sem Vilhelm Þór lifði. „Sumir hafa efast um að ég geti þetta og finnst þetta jafn- vel svolítið undarlegt en það voru göngurnar og sundið sem hjálpuðu mér mikið í sorgarferlinu, auk þess sem ég er nú laus við öll lyfin nema blóðþrýstingslyfin sem ég þarf lík- lega að taka alltaf,“ segir Guðný. Systir hans fór að æfa sund Sóley er afar stolt af ömmu sinni, sem og vitanlega öll hin barna- börnin. Sóley var skömmu eftir slysið farin að fara aftur í sund í útilauginni en ákvað síðan að hana langaði að æfa sund. „Ég spurði hana hvort hún gerði sér grein fyrir að sundæfingarnar færu fram þar sem bróðir hennar drukknaði og hún sagðist gera það. Hún var þá nýorðin átta ára. Ég vildi ekki banna henni að æfa sund því mér fannst það óþægilegt og hún æfði sund í tvö ár,“ segir Elísa. Tómas Valur var svo lítill þegar bróðir hans lést að hann man minna eftir honum en Sóley. „Þegar við vorum að fara með ljósakrossa upp á leiðið hans 1. desember í hittifyrra leit hann á okkur og sagði: „En Vilhelm er dáinn,“ svona eins og til að tryggja að við gerðum okkur grein fyrir því og þess vegna óþarfi að fara með kross til hans. Í fyrravetur kom hann svo til mín í eitt skiptið og sagðist sakna bróður síns svo mikið. Ég fann þá mynd af Vilhelm sem hafði einhverra hluta vegna verið plöstuð inn og hann sofnaði með myndina í fanginu. Maður ger- ir sér ekki grein fyrir hvort hann man í raun eftir honum eða hvort við höfum einfaldlega verið svona dugleg við að halda minningu hans á lofti,“ segir Elísa. Draumur Guðnýjar er að með göngunni og sundinu nái hún að safna nógu miklum áheitum til að færa aukinn kraft í starfsemi Birtu, landssamtaka foreldra og aðstand- enda barna sem látast skyndilega. Samtökin eru ekki gömul, voru stofnuð á aðventunni árið 2011 og mættu á annað hundrað manns á stofnfundinn. „Ég vissi ekki af því fyrr en eftir á því allir héldu að ég vissi af samtökunum og þess vegna sagði mér enginn frá þeim,“ segir Elísa sem fór inn í stjórnina á aðalfundinum sem haldinn var vorið eftir og var kjörin formaður á aðalfundi samtakanna um síðustu helgi. Samtökin eru ekki aðeins vettvangur þar sem fólk kemur saman og deilir reynslu sinni, heldur veita þau einnig ráðgjöf um hagnýt málefni á borð við réttindi foreldra, og nú er byrjað að vinna að því að hjálpa fólki að komast frá í orlofshús til að hlaða batteríin og ná áttum. „Eftir að hafa misst barn hefur fólk ekki rænu á að borða, hvað þá að kynna sér réttindi sín. Við mamma fórum saman í slökun til útlanda og það var mjög dýrmætt. Þeir sem ég þekki sem hafa komist í burtu, þó það sé bara í bústað yfir helgi, segja það hafa skipt miklu,“ segir Elísa. Guðný tekur undir og vill auðvelda lífið öðrum sem lenda í þessari erfiðu reynslu. „Við verð- um að kyngja því að í framtíðinni eiga foreldrar/forráðamenn eftir að missa börn fyrirvaralaust. Það verður ekki hjá því komist. Það sem við getum gert er að hlúa að því.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Systkinin þrjú saman, Sóley Björk, Tómas Valur og Vilhelm Þór. Ljósmynd/Úr einkasafni. Vilhelm Þór Guðmundsson f. 01.12. 2005 – d. 22.5. 2011. Reikningur: 1169-05-1100 Kennitala: 2312612579 Styrktarnúmer 901-5050 1000 kr. Allt söfnunarfé rennur óskipt til landssamtakanna Birtu. Fjölskyldan hefur haldið minningu Vilhelms Þórs á lofti frá andláti hans. Ljósmynd/Úr einkasafni. 20 viðtal Helgin 2.-4. maí 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.