Fréttatíminn - 09.05.2014, Blaðsíða 2
LÉTT OG
LAKTÓSAFRÍ
SÚRMJÓLK
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
Fjölmenningarhátíð í Reykjavík
Tvö þúsund tonn af íslensku hvalkjöti voru flutt í land í Osaka í Japan í gær. Þrettán um-
hverfisverndarsamtök mótmæltu hvalveiðum Íslendinga á sjávarútvegssýningunni í Brussel í
vikunni og hafa skrifað stærstu kaupendum sjávarfangs í Evrópu bréf þar sem þeir eru hvattir til
að sniðganga HB Granda vegna tengsla fyrirtækisins við Hval hf.
Hvalveiðar MótMæli gegn HB granda á sjávarútvegssýningu
Hvalkjötið, sem Hvalur hf. flutti með flutningaskipinu Ölmu til Japans, kom í höfn í Osaka í gær. Alls er um að ræða 2000 tonn af
hvalkjöti, sem er mesta magn hvalkjöts sem flutt hefur verið í heiminum og er álíka mikið magn af hvalkjöti og flutt hefur verið
inn í Japan frá árinu 2008.
H valkjötið sem Hvalur hf. flutti með flutningaskipinu Ölmu til Japans kom í höfn í Osaka
í gær. Alls er um að ræða 2000 tonn af
hvalkjöti, sem er mesta magn hvalkjöts
sem flutt hefur verið í heiminum og er
álíka mikið magn af hvalkjöti og flutt
hefur verið inn í Japan frá árinu 2008,
samkvæmt japönskum hagskýrslum.
Verðmæti kjötsins eru samkvæmt toll-
skjölum 722 íslenskar krónur kílóið, sem
nemur um einum og hálfum milljarði
fyrir sendinguna alla.
Skipið sigldi beint frá Íslandi til Japans
og aflýsti stoppi í Durban í Suður-Afríku
vegna mótmælaaðgerða Greenpeace
gegn flutningi hvalkjötsins. Alma tók
eldsneyti fyrir utan Máritíus þar sem
áhöfnin var ferjuð í land en stoppaði
stutt við.
Samkvæmt heimildum Fréttatímans
er innflytjandi hvalkjötsins sá sami og
flutti inn hvalkjöt frá Hval hf. árið 2008,
The Asian Trading Co. Ltd. í Tokyo.
Greenpeace skýrði frá því árið 2008 að
forsvarsmaður fyrirtækisins hefði sagt
að nafn fyrirtækisins væri á tollagögn-
um einungis af greiðasemi við vin á Ís-
landi.
Alls mótmæltu 13 umhverfisvernd-
arsamtök hvalveiðum Íslendinga á
sjávarútvegssýningunni í Brussel sem
fram fór í vikunni. Spjótunum var sér-
staklega beint að HB Granda vegna
eigendatengsla við Hval hf. en eigandi
Hvals hf., Kristján Loftsson, er einnig
stór eigandi í HB Granda og stjórnarfor-
maður fyrirtækisins. Samtökin 13 hafa
skrifað stærstu kaupendum sjávarfangs
í Evrópu hvatt þá til að ganga úr skugga
um að þeir séu ekki að kaupa fisk frá
fyrirtækjum sem tengjast hvalveiðum,
og þá sérstaklega HB Granda.
Evrópuherferðin kemur beint í kjöl-
farið á svipaðri herferð sem hleypt var af
stokkunum í Bandaríkjunum undir yfir-
skriftinni: „Ekki kaupa frá íslenskum
hvalveiðimönnum“. Afleiðingar hennar
voru þær að fyrirtæki á borð við High
Liner Foods hafa heitið því að gera
ekki nýja samninga við HB Granda og
hafa lýst yfir andstöðu við hvalveiðar í
atvinnuskyni.
Veiðar á langreyði brjóta í bága við
CITES sáttmálann, sem fjallar um al-
þjóðleg viðskipti með tegundir dýra og
jurta í útrýmingarhættu. Íslendingar og
Japanir hafa ekki staðfest sáttmálann
hvað varðar viðskipti með hvalaafurðir
og teljast því ekki brotleg við alþjóða-
lög með viðskiptunum. Barack Obama
Bandaríkjaforseti hefur gefið fyrirmæli
um að allt stjórnkerfi Bandaríkjanna eigi
að vinna að því að þrýsta á Íslendinga
um að hætta hvalveiðum og að hvalveið-
ar eigi að lita öll samskipti bandarískra
embættismanna við Íslendinga.
Sigríður Dögg Auðunsdóttir
sigridur@frettatiminn.is
Hvalkjötið komið til Japans
Alls er um að
ræða 2000
tonn af hval-
kjöti, sem er
mesta magn
hvalkjöts sem
flutt hefur
verið í heim-
inum og er
álíka mikið
magn af hval-
kjöti og flutt
hefur verið
inn í Japan frá
árinu 2008.
Vegagerðin mun leggja fram nýja
veglínu um Teigsskóg við Þorskafjörð í
Reykhólahreppi, sem er ætlað að hlífa
skóginum eins vel og kostur er, að því
er fram kemur á vef Bæjarins besta á
Ísafirði. Þar segir að vegurinn myndi
liggja ofan við skóginn að austanverðu
en þegar vestar er komið yrði hann fyrir
neðan skóginn. Lengi hefur verið deilt
um vegarstæði á svæðinu en malar-
og fjallvegir eru þar mikil samgöngu-
hindrun.
„Veglínan er ein fimm kosta sem
verða lagðir fram í matsáætlun fyrir
umhverfismat. Hreinn Haraldsson
vegamálastjóri segir að Vegagerðin
hafi verið í töluverðu sambandi við
Skipulagsstofnun til að koma sam-
göngubótum í Gufudalssveit í ein-
hvern farveg. „Málið er á borði okkar
og Skipulagsstofnunar og við erum að
reyna að koma þessu vandræðamáli úr
þessari stöðu. Vegagerðin vill ekki úti-
loka þessa nýju veglínu um Teigsskóg
í nýju umhverfismati,“ segir vegamála-
stjóri á vefnum bb.is.
Fimm kostir standa nú til boða. Ný
veglína um Teigsskóg, tvær jarðgangaút-
færslur undir Hjallaháls, þverun Þorska-
fjarðar fyrir utan Teigsskóg og þverun á
milli Reykhólasveitar og Skálaness.
„Skipulagsstofnun hafnaði því í fyrra
að leið B um Teigsskóg í Þorskafirði fari
í mat á umhverfisáhrifum. Áður hafði
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkis-
ráðherra heimilað Vegagerðinni að hafa
leið B í matinu með öðrum leiðum, sem
til greina koma við nýja legu Vestfjarða-
vegar í Gufudalssveit.
Skipulagsstofnun mat það svo,“ segir
enn fremur í frétt bb.is, „að veglínunni
hafi þá þegar verið hafnað í umhverfis-
mati og það stæði. Þessum úrskurði hef-
ur Vegagerðin brugðist við með því að
teikna nýja veglína um Teigsskóg.“ - jh
vestfjarðavegur ný veglína uM teigsskóg
Á að hlífa skóginum eins og kostur er
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra kynnti sér
vegamál á sunnanverðum Vestfjörðum í fyrra í fylgd með Hreini
Haraldssyni vegamálastjóra. Ljósmynd/innanríkisráðuneytið.
Mikið hefur verið
um dýrðir á fjöl-
menningardegi
Reykjavíkur-
borgar þar sem
litadýrð, tónlist
og gleði er alltaf í
fyrirrúmi.
Brjóstabollur gegn krabbameini
Félagsmenn í Landssambandi bakarameistara, LABAK,
efna til sölu á brjóstabollum í bakaríum um allt land um
mæðradagshelgina, dagana 8.-11. maí. Bollusalan er
til stuðnings styrktarfélaginu „Göngum saman“ en það
eru félagasamtök sem vinna að vitundarvakningu um
mikilvægi hreyfingar til heilsueflingar, auk þess að styrkja
grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini með ýmis konar
söfnunarátökum. Þetta er í fjórða sinn sem Landssam-
band bakarameistara styrkir „Göngum saman“ með
þessum hætti en hingað til hafa safnast hátt í fimm millj-
ónir króna sem hafa runnið óskiptar til grunnrannsókna
á brjóstakrabbameini. Göngum saman efnir til vorgöngu
fyrir alla fjölskylduna víða um land á mæðradaginn,
sunnudaginn 11. maí. Allar göngur hefjast klukkan 11 og
nánari upplýsingar um hvern stað er að finna á vefnum,
www.gongumsaman.is -hh
Álfurinn fyrir
unga fólkið
Árleg álfasala SÁÁ er hafin
og stendur fram á sunnudag.
Álfurinn verður boðinn
til sölu um allt land. Bæði
verður gengið í hús og selt
fyrir utan verslanir og aðra
fjölfarna staði. Álfurinn
kostar nú 2000 krónur, sem
er sama verð og síðustu ár.
Álfurinn 2014 er seldur til
að efla enn frekar þjónustu
SÁÁ við unga fólkið og
rennur söluhagnaður til
slíkra verkefna. SÁÁ hefur
rekið sérstaka unglingadeild
á Vogi frá árinu 2000 og
hefur meðferð þar skilað
miklum árangri. Næsta skref
í uppbyggingu þeirrar með-
ferðar er að styðja enn betur
við bakið á ungmennunum
þegar meðferð lýkur og
styrkja þau félagslega. - eh
Fjölbreytileikanum
verður fagnað í Reykjavík á
morgun, laugardaginn 10.
maí, þegar fjölmenningar-
dagur Reykjavíkurborgar
verður haldinn hátíðlegur
í sjötta sinn. Dagskráin
hefst með setningarat-
höfn á Skólavörðuholti en
þaðan fer svo skrúðganga
með lúðrasveit í broddi
fylkingar áleiðis í Ráðhús
Reykjavíkur. Fjöldi fólks
hefur tekið þátt í göngunni
ár hvert þar sem margir
hverjir klæðast litskrúð-
ugum þjóðbúningum landa
sinna. Í Ráðhúsinu verður
svo fjölþjóðlegur markaður
þar sem gestir og gangandi
geta kynnt sér menningu
hinna ýmsu landa auk
þess sem á boðstólum
verða þjóðlegir réttir og
fjölbreyttur varningur.
Við hlið Ráðhússins, í
Tjarnarbíói, verður Sirkus
Íslands ásamt góðum
gestum með skemmtiatriði
allan daginn og í Iðnó
verður boðið upp andlits-
málningu, hoppukastala og
listasmiðju fyrir börn þar
sem meðal annars verður
hægt að gera origami
pappalistaverk. -hh.
2 fréttir Helgin 9.-11. maí 2014