Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.05.2014, Side 87

Fréttatíminn - 09.05.2014, Side 87
Að láta gott af sér leiða með matarinnkaupum er hugmyndafræðin á bak við „10 krónur til framtíðar“ sem Nature & More standa fyrir. Fyrir hvert kíló af ávöxtum sem selt er í þessari herferð fara 10 kr. til félagslegra verkefna á hverjum stað. Hugo Sanchez er epla- og peru- ræktandi hjá Nature & More og hefur með þessu verkefni stutt við 15 fátæk eyðumerkurþorp í Argentínu. Heilsteiktur lífrænn kjúklingur • 1 stk lífrænn kjúklingur, um 1200 gr • ½ dl ólífuolía • 2 stk hvítlauksgeirar • 5 stk timian greinar • 1 stk rósmarín grein • salt og pipar Aðferð: Hitið ofninn í 180°C Setjið kjúklinginn í ofnfast mót, skerið hvítlaukinn smátt. Takið blöðin af greinunum á timianinu og blandið því saman við ólífu- olíuna. Dreifið því svo yfir allan kjúklinginn og nuddið hann vel með olíunni. Svo er salti og pipar stráð yfir kjúklinginn. Leggið rósmarín greinina ofan á og bakið með. Kjúklingurinn skal elda í 35-50 mínútur eða þar til kjarnhitinn er orðinn um 72 - 73 gráður. Takið hann þá út. Gott er að snúa kjúklingnum tvisvar til þrisvar á meðan á elduninni stendur svo hann brenni ekki við botninn. Bakað rótargrænmeti með kanil-hunangi. • 8 stk lífrænar gulrætur • ½ meðalstór seljurót • 2 lífrænar rófur • 1 stk hvítlauksgeiri, fínt skorinn • 2 tsk lífrænt kanil-hunang. • 100 gr smjör • ½ dl ólífuolía • salt og pipar Lífrænn kjúklingur - þú finnur það á bragðinu Böðvar Sigurvin Björnsson, yfirmatreiðslu- maður Lifandi markaðar, töfrar hér fram uppskrift að heilsteiktum lífrænum kjúklingi. Aðferð: Skrælið grænmetið og skerið í grófa bita. Steikið við miðlungshita úr olíunni þar til grænmetið er farið að brúnast fallega. Setjið í eldfast mót, velt upp úr hun- anginu og smjörinu og kryddað með salti og pipar. Bakað í ofni við 180°C eða þar til það er orðið mjúkt. Basil pestó með graskersfræjum og cashew hnetum. • 1 búnt basilíka • 2 pokar lífrænir graskerskjarnar • 3 hvítlauksrif • 1 poki cashew hnetur • 200 ml ólífuolía • salt og pipar • sítrónusafi Aðferð: Ristið fræin og hvítlaukinn í olíunni í ofni við 160°C í 10 mínútur. Takið svo úr ofninum og látið kólna. Setjið í blandara með basilíkunni og smakkið til með salti, pipar og sítrónusafa. Með þessum rétti er tilvalið að hafa gott salat eins og grænkál með radísum. Nature & More Umfjöllun Epli og perur frá Nature & More bæta líf fólks í eyðimörk Patagóníu. Þegar keypt eru lífræn epli eða perur frá Hugo Sanchez fæst meira en bragðgóðir ávextir því hluti af framlegð fer í Patagóníu eyðimerkurverkefnið. Öll fjölskylda Hugos tekur þátt í verkefninu og stuðlar að betri lífsskilyrðum ásamt bjartari framtíð fyrir heimamenn. Fjölskylda Hugos vinnur náið með presti staðarins, Javier Aguirre, sem hrinti verkefninu af stað. „Að okkar mati er mikilvægast að tryggja unga fólkinu í El Cuy héraði góða menntun til að auka framtíðar- möguleika þeirra,“ útskýrir Hugo. „Ef þau vilja halda áfram skólagöngu eftir grunnskóla þurfa þau að flytja að heiman og fara til General Roca, þar sem fram- haldskólinn er. Það er okkar markmið að styðja þau í þessu ferli. Við höfum líka komið á fót bókasafni og skipuleggjum skoðunarferðir“. Auk menntunar hefur Patagóníu eyðimerkurverkefnið séð um að gróðursetja tré, byggja gróðurhús, komið á hreinlætisaðstöðum og raflögnum, en þetta er einungis hluti þess sem gert hefur verið. Til að tryggja að viðskiptavinir Nature & More séu meðvitaðir og fái betri skilning á verkefninu hefur Nature & More látið útbúa fræðsluefni sem sent er með til kaupenda. Auk Patagóníu er fleiri verkefni sem falla undir „10 krónur til framtíðar“ herferðina, má þar nefna vatns- brunn í Burkina Faso og stuðning við kennslu í Mexíkó. - G ræ ni hlekkurinn - Lífrænt og ljúf fe ng t 10 krónur til framtíðar - lítil skref en góður árangur LIFANDI LÍFSSTÍLL 3. ÁRGANGUR 2. TÖLUBLAÐ MAÍ 2014 11

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.