Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.05.2014, Blaðsíða 20

Fréttatíminn - 09.05.2014, Blaðsíða 20
hver yrði næsti fréttastjóri. „Fólk fór að spyrja mig hvort ég ætlaði ekki örugglega að sækja um, eins og það væri sjálfsagður hlutur sem mér fannst alls ekki, en þá fór ég að velta þessu fyrir mér. Ég var um tíma óákveðin og skilaði ekki inn umsókn fyrr en að kvöldi dagsins þegar umsóknarfresturinn rann út. Ég var vel meðvituð um hvað fréttastjóri þarf að gera og hef horft upp á þann ólgusjó sem Óðinn var í og þær sársaukafullu niðurskurð- araðgerðir sem hann þurfti að fara í. Enginn fréttastjóri hefur farið í gegnum slíkt. Ég er líka meðvituð um þær atlögur sem gerðar hafa verið að fréttastofunni. Þegar öllu var á botninn hvolft þá voru það þeir möguleikar sem felast í starf- inu sem vógu þyngra og tækifæri til að stýra breytingum á vinnslu og vinnubrögðum. Við höfum verið að framleiða ótrúlega mikið efni, og með vefnum hefur það bara aukist. Nú eru þriðjungi færri starfsmenn að framleiða meira efni en gert var fyrir sex árum. Mér fannst það skemmtileg áskorun og spennandi að gera breytingar, ekki mjög rót- tækar en það er ýmislegt sem hægt er að gera.“ Breytingar fram undan Rakel segir mikilvægt að breyt- ingar séu unnar í samstarfi við allt starfsfólkið og þó hugmyndirnar séu margar hverjar ekki útfærðar nefnir hún nokkur dæmi. „Mér finnst að við þurfum að skoða hvort hægt sé að stytta einhverja fréttatíma og minnka framleiðsl- una en auka kröfurnar. Oft áttar fólk sig ekki á því hvað framleiðsl- an á sjónvarpsefninu er þung. Það var hér áður fyrr að þeir sem störf- uðu á fréttastofu Sjónvarps byrj- uðu að morgni að vinna sjónvarps- fréttirnar en eftir sameininguna eru fréttamenn jafnframt að sinna útvarpi og vef yfir daginn. Miðað við þann mannskap sem við höfum finnst mér við vera að framleiða of mikið og fólk hefur þá ekki tíma til að leggja allt sitt í verkefnið. Hádegisfréttirnar eru okkar aðalfréttatími í útvarpinu. Í gegnum árin hefur því oft verið velt upp hvort ekki sé best í sparn- aðarskyni að hætta með 10-frétt- irnar í sjónvarpinu en þegar upp er staðið er sparnaðurinn við það í raun lítill sem enginn og áhorfið er ansi gott. Ég vil frekar fara þá leið að aðgreina sjónvarpsfréttatímana meira með því að vera með ólíkar áherslur. Það er gömul hugmynd sem ég fékk fyrir mörgum árum síðan.“ Eitt stærsta verkefni næsta vetrar, hvað breytingar varðar, er vefurinn en Ingólfur Bjarni Sigfússon kemur til með að stýra þeim breytingum sem yfirmaður nýmiðladeildar. „Við erum að fram- leiða mikið af fréttum fyrir vefinn en það hefur ekki verið nógu að- gengilegt. Vefurinn hefur alls ekki verið nógu góður. Á vefnum eru ótal möguleikar og þar sem ungt fólk notar netið mun meira til að ná í sínar fréttir en útvarp og sjónvarp þarf að koma til móts við það.“ Eins fjölbreytt og skemmtilegt starfið er þá viðurkennir Rakel að hún hafi einstaka sinnum á ferli sínum, þegar álagið hefur verið sérstaklega mikið, velt fyrir sér hvort hún ætti að finna sér aðra vinnu. „Mér hefur hins vegar aldrei dottið neitt annað í hug sem mig langar að gera. Ég held að það sé fjölbreytileikinn sem heillar mig mest. Við erum að fjalla um allar hliðar samfélags- ins og það á ólíkum miðlum. Ég er líka með mikið keppnisskap og fæ mikið út úr því að ná góðri frétt og „skúbba.“ Þetta er lifandi starf og við fáum að upplifa stóra og smáa atburði og miðla þeim til fólks, oft um leið og þeir eru að gerast. Það sem rekur mig áfram eru faglegu markmiðin, ná í fréttir og skoða allar hliðar málsins, vera heiðar- legur, sanngjarn og fylgja eigin sannfæringu.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Rakel Þorbergsdóttir er ákveðin og segist hafa skoðanir á flestu er varðar vinnulagið á RÚV. Sem fréttamaður gerði hún ítrekað athugasemdir við hvernig nálgast mætti hlutina á annan hátt og telur hún líklegt að það hafi komið henni áfram í starfi. Ljósmynd/Hari www.siggaogtimo.is Verð kr. 144.000.- parið 20 viðtal Helgin 9.-11. maí 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.