Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.05.2014, Blaðsíða 84

Fréttatíminn - 09.05.2014, Blaðsíða 84
LIFANDI LÍFSSTÍLL 3. ÁRGANGUR 2. TÖLUBLAÐ MAÍ 2014 8 Fyrir heilsuna og umhverfið Rauðrófu- „extrakt“ í hylkjum * Getur aukið blóðflæði og haft góð áhrif á blóð- þrýsting, kólesteról, hjarta- og æðakerfi. * 100% náttúrulegt ofurfæði. * Getur aukið snerpu, orku og úthald hjá íþróttafólki. * GMP vottað hráefni sem tryggir bestu gæði. * Ríkt af andoxunarefnum. * 45 daga skammtur í glasi. Verðið kemur á óvart! „Gervisykurinn er slæmur fyrir blóðsykur- inn og frumurnar,“ segir Margrét og leggur áherslu á að mikilvægt sé að breyta um mataræði út frá jákvæðum tilfinningum. „Við þurfum að velja það sjálf að bæta inn góðum venjum og einblína á það sem við ætlum að borða en ekki það sem við ætlum að sleppa.“ Fyrstu 3-5 dagarnir séu oft erfiðir vegna fráhvarfseinkenna. „Í seinni hlutanum er nánast undantekningarlaust að fólk finnur fyrir því að vakna fyrr á morgnana, sofa betur, vera rólegra, vera betur í stakk búið til að takast á við áreiti og hafa meiri einbeitingu. Í slíku ástandi fara margir að spyrja sjálfa sig mikilvægra spurninga og skoða líf sitt.“ Einnig séu skoðuð tengsl tilfinninga við það sem borðað er. „Við notum oft mat til að hugga okkur eða takast á við erfiðar tilfinningar. Því er hreinsunin góð æfing í því að læra á sjálfan sig.“ Stuðningur og hvatning „Í raun er ein þumalputtaregla á þá leið að ef við sækjum mjög mikið í ákveðna matartegund, þá er hún mjög líklega ekki góð fyrir okkur. Ef við ákveðum að taka eitthvað út eða minnka neyslu á ákveðnum mat, þá er líka nauðsynlegt að finna eitt- hvað í staðinn. Sumir fá sér grænan þeyting í staðinn fyrir koffín á morgnana. Þá fá þeir þessa tilfinningu að gera eitthvað fyrir sjálfa sig og líður vel af því.“ Einnig séu til græn te sem eru koffínlaus og ef grípa þarf í eitthvað sé sniðugt að vera með chia fræ í vökva í brúsa til að sötra yfir daginn. Það gefi næringu og fyllingu. Þátttakendur séu líka hvattir til að borða vel af því sem sé á matseðlinum sem fylgi námskeiðinu. Það komi í raun mörgum á óvart hversu mikið má borða og hversu góður maturinn sé. „Við vitum í raun alveg hvað við eigum að borða, en okkur vantar stuðning og aðhald við að halda út að borða það sem er gott fyrir okkur. Námskeiðin ganga m.a. út á slíkt utanumhald og hvatningu. Skilning- ur aðstandenda skiptir einnig miklu máli og stundum verða jákvæðar breytingar á mataræði allra á heimilinu.” Setja sjálfan sig í fyrsta sæti Lagt er upp úr því að senda þátttakendum bækling námskeiðisins viku áður en það hefst og Margrét segir fólk hafa verið ánægt með heildarmyndina sem unnið sé með. „Það eru svo margir sem eru tilbúnir að taka ábyrgð á eigin heilsu. Fólk þarf einfaldlega bara aðstoð við að breyta til og átta sig á hvar skal byrja. Við segjum þátttakendum að vera helst ekki undir aukaálagi á meðan á hreinsun stend- ur.“ Besti yrði ef hægt væri að fara á afvikinn stað í ró í þessa tíu daga en slíkt sé því miður óraunhæft fyrir marga því við séum öll svo upptekin. „Það er í raun skylda okkar að setja okkur í fyrsta sæti og það er oft erfiðasta verkefnið. Við erum tilbúin að gera allt fyrir börnin okkar og nánustu en gleymum stund- um okkur sjálfum.“ Líkaminn eins og hljóðfæri Fyrir þá sem eru að íhuga lífsstílsbreytingu mælir Margrét með því að byrja á því að halda matardagbók í tvær vikur. Það sé tölu- vert aðhald. „Skoða fordómalaust hvað við borðum í raun og veru og skoða hvaða góðu venjum við getum bætt inn í líf okkar. Margir segjast þola allt en svo komast þeir að því að eitthvað fer í raun ekki vel í þá og hægt væri að hafa meiri orku.“ Alls kyns matvara sé innbyrt og ónæmiskerfið á fullu við að flokka öll efnin. Mótstaðan veikist við það. „Lík- aminn er eins og hljóðfæri, það þarf að stilla hann reglulega. Hreinsunin gerir það,“ segir Margrét að lokum. Aukin orka, einbeiting og vellíðan ...framhald
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.