Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.05.2014, Blaðsíða 72

Fréttatíminn - 09.05.2014, Blaðsíða 72
 Í takt við tÍmann Guðrún veiGa Guðmundsdóttir Alltaf með hnetusmjör og skeið í töskunni Guðrún Veiga Guðmundsdóttir er 29 ára mannfræðinemi frá Eskifirði sem vakið hefur athygli fyrir skemmtileg skrif á bloggsíðunni gveiga85.blogspot.com. Hún mun stjórna þætti á nýju sjónvarpsstöðinni isTV sem fer í loftið í sumar. Guðrún Veiga fer aldrei ónaglalökkuð út úr húsi og sængar með aðalleikurunum í Suits og Scandal á hverju kvöldi. Sætar franskar frá McCain Sætu kartöflurnar frá McCain eru ómótstæðilega bragðgóðar og ríkar af A-vítamíni. Þú skellir þeim í ofninn og áður en þú veist af ertu komin(n) með girnilegt og gómsætt meðlæti. Prófaðu núna! Staðalbúnaður Ég hef eiginlega ekki tileinkað mér neinn fatastíl, stundum er ég klædd eins og iðnaðar- maður og stundum eins og prinsessa. Ég er svolítil kjólakona og alger flóamarkaðs-nölli. Ég hangi mikið í Kolaportinu og Rauðakross- búðunum, ég er voðalegur gramsari. Þetta tilheyrir því væntanlega að vera sárafátækur námsmaður níu mánuði á ári. Ég er alltaf með hnetusmjör og skeið í töskunni minni, það er ómissandi með öllu, og ég fer aldrei ónagla- lökkuð út úr húsi. Ég gæti allt eins farið nakin út. Hugbúnaður Ég á það til að reka nefið niður í miðbæ Reykjavíkur en ég er ennþá svo mikið landsbyggðarblóm að ég á mér ekki uppáhalds skemmtistaði. Ég elti bara vinkonur mínar og þær fara oftast á Ölstofuna. Á barnum athuga ég fyrst hvort rauðvínið sé ódýrt en annars fer ég í bjórinn. Ég horfi aðallega á Scandal og Suits. Á kvöldin tek ég alltaf tölvuna með mér upp í rúm og það er því misjafnt hvort ég vel að sænga hjá Harvey eða Mr. President. Vélbúnaður Ég er Samsung-kona út í gegn og ég er eiginlega með krónískt Apple-ofnæmi. Ég er með Samsung-síma, -sjónvarp og -tölvu og hélt að gæti dáið og farið til himna þegar ég uppgötvaði að ég gæti hækkað og lækkað í sjónvarpinu með símanum mínu. Ég er frekar virk á Facebook og Instagram, ég nota það mikið fyrir bloggið. Og Snapchat, ég er frekar óþolandi þar. Aukabúnaður Á blogginu lít ég kannski út fyrir að vera voða- legur kokkur en staðreyndin er sú að það er ferlega leiðinlegt að elda fyrir einn. Ég fer því voða mikið í Ikea að borða grænmetisbuff og kjötbollur. Ég held í alvöru að starfsfólkið sé farið að þekkja mig með nafni þar, enda bið ég alltaf um þrjár auka ausur af sósu. Annars er uppáhaldsmaturinn bara allt sem hægt er að borða með hnetusmjöri eða beikoni. Ég keyri um á gömlum Yaris og safna miklu drasli í hann. Sumir hafa haldið að ég búi í bílnum eða það hafi róni hreiðrað um sig þar. Ég skil það svo sem alveg, þegar ég tók til í honum um páskana kom einn og hálfur svartur rusla- poki út úr honum. Þetta var allskonar drasl, föt og fimm skópör. Ekkert lifandi samt. Ég hef farið til Tenerife síðustu átta sumur, ég fæ svona maníur að ef mér finnst eitthvað æðis- legt þá geri ég það aftur og aftur. Ég er ekki enn búin að panta mér ferð í ár en árið líður ekkert án þess. Ef svo færi myndu einhverjir barir fara á hausinn þarna úti. Ljósmyndir/Hari Ég er „Team Solla“ í gegn þegar kemur að hnetusmjöri. Hún myndi fara á hausinn ef ég hætti að kaupa það. Ég er með ólæknandi blæti fyrir naglalakki. Það skilja ekki allir að maður þarf að eiga naglalakk í öllum litum og litbrigðum. Myndavélin mín er Canon EOS 1100d. Hún fylgir mér um allt.  appafenGur Sunrise Ég er ein af fjölmörgum sem fannst dagatalið versna til muna með iOS 7 upp- færslunni. Þess vegna fór ég á netið og leitaði að öðru dagatali fyrir þá sem voru sama sinnis. Ég fann lista með þeim þó nokkrum en best hefur mér reynst dagatalið Sunrise. Það er í raun frekar hefðbundið dagatal en mun aðgengilegra en það sem fylgir stýrikerfinu. Appið lætur þig vita tímanlega, þú velur hversu tímanlega, þegar viðburðir sem þú hefur sett í daga- talið eru á dag- skrá og mögulegt er að velja að láta sig vita tvisvar, til dæmis sólarhring áður og svo aftur korteri áður. Ég er síðan með það stillt þannig að á hverjum morgni sendir það mér póst um hvað er á dag- skránni þann daginn. Sunrise hefur það fram yfir mörg önnur daga- töl að það er hægt að tengja við Goggle, iCloud, Facebook, LinkedIn og Foursquare. Það albesta við Sunrise er þó að sýnir manni líka veðurspána, það er ef maður gefur appinu aðgang að staðsetningarkerfinu í símanum þínum. Í heildina er þetta einfalt og þægilegt dagatal með öllu því sem á þarf að halda dagsdaglega. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is 72 dægurmál Helgin 9.-11. maí 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.