Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.05.2014, Blaðsíða 38

Fréttatíminn - 09.05.2014, Blaðsíða 38
38 grænn lífsstíll Helgin 9.-11. maí 2014  Endurvinnsla Hulda axElsdóttir flokkar rusl til Endurvinnslu f jórir nýir metanknúnir sorphirðubílar verða teknir í notkun hjá Reykjavíkur- borg í október. Bílarnir uppfylla Euro 6 staðalinn sem er nýjasti og strangasti umhverfisstaðalinn um mengunarefni í útblæstri bíla. Þrír bílanna eru með tvískipt- um sorpkassa þannig að hægt er að sækja tvo flokka af úrgangi samtímis. Fjórði bíllinn er með krana sem gerir meðal annars kleift að hífa upp niðurgrafna gáma og auðveldar aðgengi þar sem þröngt er. Ráðgert er að koma fyrir niðurgröfnum sorpgámum á nýjum byggingar- svæðum svo sem í Vesturbugt og á Valssvæðinu. Stórir niður- grafnir gámar auðvelda sorphirðu og gera hana skilvirkari, sér- staklega í þéttri byggð. Kraninn gerir borginni þannig mögulegt að bjóða íbúum Reykjavíkur nýjar lausnir í stað hefðbundinna tunna, segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Borgin greiðir 217 milljónir króna fyrir fjóra bíla en innifalið er þjónustuviðhald næstu þrjú árin. Samið var um kaup á allt að tólf bílum en frekari pantanir munu ráðast af endurnýjunarþörf sorpbílaflotans. Fleiri visthæfir sorpbílar í Reykjavík É g fann strax hvað þetta var auðvelt,“ segir Hulda Axels-dóttir, landfræðingur hjá Reykjavíkurborg, sem hefur flokkað rusl til endurvinnslu um nokkurra ára skeið. Hulda býr í fjölbýlishúsi í Skip- holti og fyrir um fimm árum var pöntuð flokkunartunna frá Gáma- félaginu fyrir húsið. „Í hana flokk- um við plast, pappír, málm, raf- hlöður og fernur. Það er ótrúlegt hvað minnkaði mikið ruslið sem fór í almennu tunnuna við þetta. Plastið er ótrúlega stór hluti af því sem maður hendir,“ segir Hulda. Eftir að flokkunartunnan kom til sögunnar var hægt að fækka venju- legu sorptunnunum við hús Huldu um eina. „Nú erum við með eina venjulega tunnu, pappírstunnu frá Reykjavíkurborg og eina flokkun- artunnu. Þetta dugar fyrir fimm íbúðir af því það flokka allir.“ Auk þess sem Hulda setur í flokkunartunnuna fer hún með gler og skilagjaldsskyldar umbúðir í Sorpu. „Ég er ekki hundrað pró- sent fullkomin, síður en svo. En það skiptir máli ef allir gera eitt- hvað. Það safnast þegar saman kemur.“ Um fimm hundruð manns eru á vinnustað Huldu í Borgartúni 12-14 og hefur hún reynt að hvetja samstarfsfólk sitt til dáða. „Það hefur orðið gríðarleg vakning í umhverfismálum á síðustu árum. Þegar farið var í stefnumótun fyrir Græn skref Reykjavíkurborgar, sem er valkvætt verkefni fyrir vinnustaði, vorum við tvær sem beittum okkur fyrir því að það þýddi ekki að vera með flokkun á sumum kaffistofum og öðrum ekki. Þannig að nú er allt rusl flokkað á þessum vinnustað. Ég veit um helling af fólki sem hefur farið að flokka heima hjá sér í kjöl- farið. Meira að segja hörðustu and- stæðingar eru farnir að spila með,“ segir Hulda. -hdm Það skiptir máli ef allir flokka eitthvað Hulda Axelsdóttir segir að gríðarleg vakning hafi orðið í umhverfismálum hér á landi á síðustu árum. Hún hefur flokkað rusl um nokkurra ára skeið og segir auðvelt að tileinka sér nýja siði í þeim efnum. Plastumbúðir eru fyrirferðarmestar í því sem maður hendir að sögn Huldu Hulda Axelsdóttir hvetur alla til að flokka rusl til endurvinnslu. Hún hefur gert það um nokkurra ára skeið og segir að það sé afar auðvelt að til- einka sér nýjan lífsstíl. Ljósmynd/Hari Borgin greiðir 217 milljónir króna fyrir fjóra bíla en innifalið er þjón- ustuviðhald næstu þrjú árin. EINAR SKÚLASON GÓÐUR FERÐAFÉLAGI! www.forlagid.is | Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 2.990 kr. Í NÁGRENNI REYKJAVÍKUR GÖNGULEIÐIR ÁTTA Hamraborg – Nóatún 17 – Hr ingbraut – Austurver – Grafarho l t KjúKlingamáltíð fyrir 4 Grillaður kjúklingur – heill Franskar kartöflur – 500 g Kjúklingasósa – heit, 150 g Coke – 2 lítrar* *Coca-Cola, Coke Light eða Coke Zero 1990,- Verð aðeins + 1 flaska af 2 L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.