Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.05.2014, Síða 32

Fréttatíminn - 09.05.2014, Síða 32
KLÁR FYRIR FRAMTÍÐINA? KEILIR ÁSBRÚ 578 4000 keilir.net Langar þig að komast í áhugavert, ölbreytt og vel launað starf? Tæknifræðingar eru eftirsóknarverðir starfskraftar sem mikil vöntun er á bæði hérlendis sem erlendis. Í tæknifræðinámi Keilis og Háskóla Íslands lærir þú að nýta endurnýjanlega orku, eða að smíða rafeinda- og tölvustýrðan búnað. Í Keili er lögð áhersla á nútímalega kennsluhætti, persónulega þjónustu og verklega nálgun. Þetta stutta, hagnýta BSc-nám er eina tæknifræðinám landsins sem er án skólagjalda en það býður upp á að unnin séu raunveruleg verkefni sem hægt er að nýta í samstarfi við atvinnulífið. Stígðu skrefið og spreyttu þig við kre andi nám sem skilar þér lengra í lífinu – kynntu þér tæknifræðinám á Keilir.net. Umsóknarfrestur í tæknifræði er til 5. júní. # T A E K N IF R A E D I PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 41 29 8 É g fékk áhuga á efninu þegar ég gerði heimildarmynd um konur í uppistandi,“ segir mannfræðingurinn Áslaug Einarsdóttir sem flytur fyrirlestur á Þjóðminjasafninu í dag um kvennarými í listsköpun. „Konurnar voru orðnar svo leiðar á kvennaleysi í uppistandi og stofnuðu því hóp til þess að varða leiðina fyrir sjálfar sig og aðrar kon- ur. Uppistandshópurinn vann náið saman og þær upplifðu ákveðna valdeflingu. Mér fannst áhugavert að skoða í kjölfarið kvennarými í listum sem vettvang til að skapa ný samfélagsgildi, segir Áslaug. Konur eru hræddar við að gera mistök Kvennarými eru vettvangur fyrir tengsla- myndun, samstarf og samvinnu kvenna. Rannsókn Áslaugar beinist að kvenna- rýmum í listsköpun en kvennarými hafa verið ein af lykilstrategíum femínískrar baráttu í gegnum tíðina. Áslaug bendir til að mynda á stéttarfélög kvenna, ýmis kvenfélög og baráttuhópa á borð við rauð- sokkuhreyfinguna. Listin hefur í aldanna rás verið notuð sem pólitískt tæki en það sem Áslaug vill benda á, er að kvenna- rými er gott tæki til þess að fleiri listakon- ur stígi fram og verði sýnilegri á sínu sviði og greiði þannig götu fleiri lista- kvenna. „Rannsóknir um kvennarými í tónlist hafa sýnt að konur upplifa færri hömlur á sjálfstjáningu sinni og eru síður hræddar við að gera mistök. Þau orð sem eru áberandi í þessum rannsóknum eru öryggi, næði, einrúm, skjól og afdrep.“ Kvennarými sem tæki til valdeflingar „Frá því að Virginia Woolf gaf út skáld- sögu sína „Sérherbergi“ hefur þessi hug- mynd, um að opinbert rými sé karllægt, verið mjög áberandi. En svo er núna að koma fram ákveðin afneitun á því, og sú hugmynd að opinbera rýmið sé landa- mæralaus leikvöllur og allir einstaklingar hafi jafnan aðgang og tækifæri til að njóta velgengni á eigin verðleikum er mikið höfð í frammi. Í dag er ekki alveg augljóst að fólki finnist vera þörf á kvennarýmum. Stemningin hefur verið sú að konur geti bara aukið rými sitt í listum á eigin for- sendum, sem einstaklingar en ég kem með þá tillögu að kvennarými í listum séu mjög nauðsynlegt pólitískt tæki til að leiðrétta kynjahallann og skapa ný sam- félagsgildi. Ég tek dæmi úr listsköpun í minni vinnu en þetta er auðvitað hugleið- ing sem nær út fyrir listir því það sama má sjá í pólitíkinni, akademíunni og fyrir- tækjarekstri,“ segir Áslaug. Kynjahalli á öllum sviðum lista á Íslandi Áslaug vill meina að það halli á konur á öllum sviðum lista í samfélaginu sem sé í raun undarlegt í ljósi þess að konur eru í meirihluta þeirra sem mennta sig í list- greinum á Íslandi. Hún tekur sem dæmi rannsókn Láru Rúnarsdóttur um stöðu tónlistarkvenna í íslensku samfélagi þar sem fram kemur að konur eru í miklum minnihluta þeirra sem eru höfundar í STEF eða í FÍT og í miklum minnihluta í stjórn allra tónlistartengdra fyrirtækja á Íslandi. „Það eru mjög margar listakonur Kvennarými í listum nauðsynlegt Rannsóknir sýna að það hallar á konur á öllum sviðum lista þrátt fyrir að konur séu í meiri- hluta þeirra sem mennta sig í listgreinum. Áslaug Einarsdóttir mannfræðingur hefur rann- sakað kvennarými í listsköpun og deilir niðurstöðum sínum í Þjóðminjasafninu í dag. Hún segir kvennarými vera gott tæki til að greiða götu listakvenna sem vilja feta sig á opinberum vett- vangi, sem enn sé karllægur. Áslaug Einarsdóttir mannfræðingur hefur rannsakað kvennarými í myndlist á Íslandi og hefur komist að þeirri niðurstöðu að þau séu nauðsynleg til að greiða götu kvenna í listum. Ljósmynd/Hari ... ég kem með þá tillögu að kvennarými í listum séu mjög nauð- synlegt póli- tískt tæki til að leiðrétta kynjahallann og skapa ný samfélags- gildi. 32 viðtal Helgin 9.-11. maí 2014
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.