Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.05.2014, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 09.05.2014, Blaðsíða 4
Betra líf! ÞAR SEM GRASIÐ ER GRÆNNA... 100% LÍFRÆNT FÓÐUR FYRIR HUNDINN ÞINN! FÆST HJÁ: VÍÐIR, HAGKAUP, FJARÐARKAUP, GÆLUDÝR.IS OG GARÐHEIMUM veður Föstudagur laugardagur sunnudagur NA-átt. RigNiNg eðA slyddA A- og NA-lANds. HöfuðboRgARsvæðið: Skýjað með köflum og SíðdegiSSkúrir. sól með köflum, eN stöku skúRiR s- og v-lANds. kólNAR HelduR eNN. HöfuðboRgARsvæðið: Sólríkara og Sæmilega hlýtt að deginum. fRekAR kAlt og él NA- og A-lANds. RigNiNg s- og sv-lANds. HöfuðboRgARsvæðið: dálítil rigning, einkum SíðdegiS. kólnar heldur um helgina nú sýnist framsókn vorsins aðeins ætla að hiksta í nokkra daga. Þó er varla hægt að tala um vorhret eða nokkuð slíkt. Samt kemur til með að setja niður snjó á fjallvegum norðaustanlands og slydda verður í byggð. Sunnan- og vestanlands kemur sólin til með að sýna sig annað veifið, líkur á næturfrosti á laugardagskvöldið, en á sunnudag kemur til með að rigna dálítið frá bakka sem kemur úr suðri. 9 5 5 4 10 8 3 2 3 9 7 2 0 0 6 einar sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is I celandair felldi niður 26 flug félagsins í morgun, föstudaginn 9. maí, vegna verkfalls Félags íslenskra atvinnuflug- manna, sem hófst klukkan 6 í morgun og stendur til klukkan 18 í dag. Félagið tók ákvörðun um að fella niður flugið í gær, en í tilkynningu þess sagði: „Ákvörðun um að fella niður flugin með þessum fyrirvara er tekin til þess að eyða óvissu og gefa farþegum tækifæri á því að gera nauðsynlegar ráðstafanir. Í heild eru um 4500 farþegar, mest erlendir ferða- menn, bókaðir á þau 26 flug sem um er að ræða og er upplýsingum komið til þeirra um stöðuna m.a. með textaskilaboðum og tölvupósti. Mikið álag er á þjónustuveri félagsins. „Þó svo viðræður standi yfir hjá sátta- semjara þá komust við ekki hjá því að grípa til þessara ráðstafana nú til að koma í veg fyrir það öngþveiti sem skapast mun á morgun [í dag] verði ekki af samningum. Við biðjum viðskiptavini félagsins velvirð- ingar á þeirri miklu röskun sem verkfallið veldur og gerum allt sem í okkar valdi stendur þeim til aðstoðar,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Ice- landair. Verkfall flugmanna veldur Icelandair miklum vonbrigðum, enda standa þeim til boða sambærilegar launahækkanir og aðr- ir í samfélaginu hafa samið um að undan- förnu, þar á meðal meirihluti starfsmanna Icelandair Group. Icelandair mun eftir fremsta megni reyna að leysa úr þeim vanda sem niður- felling flugsins skapar viðskiptavinum m.a. með því að flytja þá yfir á flug annarra flugfélaga eins og hægt er, einnig að færa farþega á önnur flug Icelandair til og frá þessum áfangastöðum ef það er unnt eða breyta farmiðum með öðrum hætti. Þeir sem hætta við ferð sína munu fá endur- greitt. Nánari upplýsingar eru á Icelandair. is.“ Auk þessa, segir enn fremur í tilkynn- ingu flugfélagsins, verður 2-5 klukku- stunda seinkun á síðdegisflugi til Kaup- mannahafnar, Osló, Denver, Seattle, Orlando, Edmonton, Toronto, Boston og New York. Brottför þessara fluga er áætluð um klukkan 19.30 og innritun hefst síðdeg- is í dag, föstudag. Búast má við seinkunum í flugi Ice- landair á laugardagsmorgun og hvetur félagið farþega til að fylgjast með brott- farar- og komutímum flugvéla. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Stjórn geðhjálpar skorar á stjórnvöld að tryggja nægilegt fjármagn til að hægt sé að halda úti aðgengilegri, fullnægjandi og faglegri geðheilbrigðisþjónustu innan heilbrigðis- og velferðarkerfisins. „harkaleg framganga í niðurskurði fjár- magns innan geðheilbrigðisþjónustunnar hefur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir þjónustu við fólk með geðraskanir og geðfötlun. Brýnt er að snúa þeirri þróun við til að koma í veg fyrir að mannlegur harmleikur á borð við brunann í Breiðholti og skotárásina í hraunbæ endurtaki sig. niðurskurðurinn hefur valdið því að fólki hefur verið neitað um þjónustu, ekki fengið þjónustu við hæfi og/eða verið sent alltof snemma heim eins og dæmin sanna. af einstökum hópum má nefna alvarlega geðsjúka, fólk með tvíþættan vanda (geðrænan og vímuefnavanda) og fanga. með sama hætti hefur samstarfi milli heilbrigðiskerfisins og velferðarþjónustu sveitarfélaganna verið ábótavant. dæmi eru um að sjúklingar hafi beinlínis fallið milli kerfa, þ.e. þjónusta sveitarfélaganna hefur ekki tekið við þegar þjónustu land- spítalans-háskólasjúkrahúss hefur sleppt og öfugt,“ segir enn fremur í yfirlýsingu stjórnarinnar sem skorar á stjórnvöld að hefja nú þegar vinnu við mótun geðheil- brigisstefnu í samræmi við nýsamþykkta þingsályktunartillögu þess efnis. - jh ráðinn mark- aðsstjóri Borg- arleikhússins Borgarleikhúsið hefur ráðið jón Þorgeir kristjánsson sem markaðsstjóra, að því er fram kemur í tilkynningu leikhússins. hann er með Ba gráðu í grafískri hönnun frá listaháskóla íslands og lauk national diploma: Physical theatre í Wales og í framhaldi af því ferðaðist hann með sviðslistahópi um evrópu sem setti upp sýningar á ítalíu, í Þýska- landi og í Bretlandi. jón Þorgeir hefur starfað í leikhúsi um árabil sem hönnuður og verkefnastjóri. hann var útsendingar- stjóri hjá ríkissjónvarpinu og tók þátt í enduropnun loftkastalans þar sem hann gegndi starfi markaðs- stjóra. Síðastliðin fjögur ár hefur hann unnið að markaðsmálum og grafískri hönnun fyrir Borgarleik- húsið. jón Þorgeir leggur nú stund á mBa nám í háskól- anum í reykjavík ásamt því að sitja í stjórn reykjavík dance festival. - jh mannlegur harmleikur endurtaki sig ekki jón Þorgeir kristjánsson.  IcelandaIr FellIr nIður 26 Flug í dag, Föstudag, vegna verkFalls Um 4500 farþegar voru bókaðir Reynt eins og hægt er að flytja farþega yfir á önnur flugfélög. Þeir sem hætta við ferð fá endurgreitt. icelandair fellir niður 26 flug í dag, föstudag, vegna verkfalls flugmanna. um 4500 farþegar voru bókaðir í þau flug. Ljósmynd/Icelandair Icelandair mun eftir fremsta megni reyna að leysa úr þeim vanda sem niður- felling flugsins skapar við- skiptavinum m.a. með því að flytja þá yfir á flug annarra flug- félaga eins og hægt er. 4 fréttir helgin 9.-11. maí 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.