Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.05.2014, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 09.05.2014, Blaðsíða 36
– fyrst og fre mst – fyrst og fre mst ódýr! 159kr.stk. Verð áður 1 99 kr. stk. Pepsi 2 lítr ar 20%afsláttur Hámark 12 flöskur á mann með an birgðir end ast! Þ að er nefnilega svo að þótt Goggi hafi selt Dis-ney allt heila klabbið ku kauði enn vera titlaður yfirframleiðandi nýja verkefnis- ins og það er ekki af hinu góða. Því það sem bálkurinn þarfnast er alger viðsnúningur frá sýn Lucas á sögurnar sínar. Það er ekkert nýtt að hlutirnir séu gerðir án beinnar aðkomu hans, eins og skáldsögur og teiknimyndasög- urnar sanna. Enda bókaútgáfan nokkurn veginn það eina af viti sem hefur komið fram síðustu 30 árin. Það er því ærið verkefni fyrir alla sem að myndunum koma að halda George Lucas uppteknum við annað. Hræðilega staðreyndin er hins vegar sú að yfirframleiðandinn hefur oft meiri völd en leikstjór- inn sjálfur þegar kemur að fram- leiðslunni og verði alfaðirinn ósáttur er öllum vandi á höndum. Þannig að nú er að sjá hvort Dis- ney-samsteypan og leikstjórinn, JJ Abrams, hafi það sem til þarf til að standa upp í hárinu á keisar- anum illa. Þrjár myndir hafa verið boðaðar og allir eftirlifandi góð- kunningjar upphaflegu myndanna hittust nýlega í London til að fara yfir málin. Það verður því sjálf- sagt um ættarmót að ræða í næstu mynd. Þar sem niðjar Jedisystkin- anna Loga og Leu munu sjálfsagt halda uppi stuðinu á meðan gamla settið lánar vigt í verkefnið. En hvort þetta sé rétta skrefið fyrir stjörnustríðskeðjuna og hvort trekkarinn J.J. Abrams sé verkinu vaxinn skal ekki dæmt um áður en fjörið byrjar á næsta ári. Skáldsögur um útvíkkaðan Stjörnustríðs- heiminn hafa fylgt bálknum frá fyrstu tíð. Fyrsta bókin kom út árið 1976, eða ári áður en fyrsta myndin var frumsýnd. Útgáfan hélt svo áfram meðfram myndunum en sú útgáfa var hvorki fugl né fiskur. Það var ekki fyrr en árið 1991 sem Star Wars gekk í endurnýjun lífdaga með útgáfu Thrawn þríleiksins eftir rithöfundinn Timothy Zahn. Þær bækur fjalla um valdabaráttuna eftir daga keisarans. Með hinn bláa aðm- írál Thrawn fremstan í flokki keisarasinna. Upp frá því byrja svo teiknimyndasögur úr Star Wars að verða vinsælar og Star Wars á prenti verður aðal form bálksins þangað til að forleikur George Lucas var frumsýndur árið 1997, við lítinn fögnuð aðdáenda. En bækurnar og teikni- myndasögurnar hættu ekkert að koma út og hafa í raun gert það að verkum að hörðustu aðdáendurnir náðu að halda geðheilsunni. Sjónvarpið heima í stofu er, að stórum hluta, tilbúið að taka yfir sem aðalformið til að dreifa efni til fjöldans. Frásögn eins og í þáttaröðum á borð við True Detective og Breaking Bad er aldrei hægt að gera full skil í bíómynd. Til þess er formið of knappt og kannski hefði endur- reisnin átt að fara fram í sjónvarpinu. Þar væri hægt að bæta skaðann á smærri skala. Fyrsta tilraunin með Star Wars í sjónvarpi, frá árinu 1978, var reyndar ekki neinum til frama, nema ef vera skildi Boba Fett sem kynntur var þar til leiks í viðbjóðslegum jólaþætti, þar sem farið var um sólkerfið með grenjandi wúkíum að leita að jólunum. Teiknimyndaserían Clone Wars er hins vegar nærtækt dæmi um það hversu vel Star Wars passar miðlinum og sérstaklega á það við um fyrstu útgáfuna af klónastríðunum. Það eru skemmtilegir og stuttir þættir þar sem kafað er aðeins dýpra í persónurnar án þess að það verði kjánalegt eins og þegar George Lucas kynnti okkur fyrir midíkloríunum þarna um árið. Þar var einum of langt gengið hjá okkar manni. Já, en ég er hann pabbi þinn! Það er hverjum föður hollt að senda börnin sín út í hinn stóra heim og það var tími til kominn að George Lucas, faðir Stjörnustríðsbálksins, sleppti takinu af afkvæminu. En hvort það var nógu snemma verður tíminn að leiða í ljós. Hann gekk náttúrlega svo gott sem af seríunni dauðri með forleiknum vonda. Sennilega þarf að senda Lucas til sólkerfis langt, langt í burtu til þess að grafa Stjörnustríðið úr holunni sem hann gróf sjálfur með skóflu úr Byko. Nú þegar unnið er að nýrri Stjörnustríðsmynd magnast spennan hjá aðdáendum um heim allan. PrENTSTríðiN SjóNvarPSmarkaðuriNN Haraldur Jónasson hari@frettatiminn.is 36 stjörnustríð Helgin 9.-11. maí 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.