Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.05.2014, Blaðsíða 54

Fréttatíminn - 09.05.2014, Blaðsíða 54
Helgin 9.-11. maí 201454 tíska Opnunartími: Virka daga kl. 11-18 Laugard. kl. 11-16 Laugavegi 178 ( Bolholtsmegin ) l S. 555 1516 l Kíktu á síðuna okkar Stretch og háar í mittið Verð 12.900 kr. 4 litir: svart, rautt, grátt, ljóssand. Stærð 34 - 48/50. Við elskum skó Smáralind • Skoðið úrvalið á bata.is 7.990 kr. Leðursandalar Inniskór 7.990 kr. Leðursandalar Inniskór Sumarfílingur VAKANDI!VERTU blattafram.is VERNDARI BARNA Í 10 ÁR 36% þeirra sem beita drengi kynferðislegu ofbeldi eru ókunnugir karlar. Laugavegi 178 Sími 551-3366 www.misty.is OPIÐ: Mán. - fös. 10 - 18, Laugardaga 10 - 14 NÝR PUSH UP HALDARI Fæst í 70-85 B,C,D,E á kr. 6.850,- og buxurnar á kr. 2.580,- Þ að var þessi skapandi hlið á starfinu sem vakti áhuga minn í upphafi. Ég tengdi starfið alltaf við árshátíðir og brúð- kaup en komst fljótlega að því að það er hægt að taka mjög fjölbreytt og skemmtileg verkefni að sér,“ segir Fríða María Harðardóttir sem hafði yfirumsjón með förðuninni á fjórum sýningum á nýafstaðinni Reykjavík Fashion Festival. Fríða María hefur verið sjálfstætt starfandi förðunar- fræðingur til margra ára. „Ég ætl- aði alltaf að verða myndlistarmaður og þegar ég var í myndlistarnámi vissi ég ekki einu sinni að förðunar- fræði væri yfir höfuð til sem starf. Svo þegar ég var að útskrifast úr náminu og var ólétt á sama tíma þá gerðist það sem vill svo oft gerast þegar barn er á leiðinni, að ég fór að hugsa meira praktískt. Á meðan ég var í náminu vann ég í búð sem var staðsett við hliðina á förðunar- búð sem rak líka förðunarskóla. Þarna álpaðist ég inn og skráði mig á sumarnámskeið. Svo bara leiddi eitt af öðru og áður en ég vissi af var ég farin að starfa við förðun öllum stundum.“ Ekki mjög fjölskylduvænt starf „Þessi vinna er of tast mjög skemmtileg en á auðvitað aðrar hliðar eins og flest vinna. Til að mynda er þetta alls ekki fjölskyldu- vænt starf og maður þarf að vera til- búin til að geta unnið endalaust þeg- ar þannig verkefni koma upp. Hið týpíska auglýsingaverkefni er svona 12 tímar en ég hef lent í því að það fari upp í 27 tíma,“ segir Fríða María sem á mann og tvö börn sem eru búin að venjast því að spyrja ekki hvenær mamma komi heim þegar hún er í verkefnum. Hún segir förð- unarfræðinga á Íslandi auk þess þurfa að geta tekið mjög fjölbreytt verkefni að sér. „Í stórborgunum er iðnaðurinn auðvitað stærri svo þar getur maður sérhæft sig meira og verið bara í einhverju einu ákveðnu. Ég er ekkert í brúðar-, fitness- né árshátíðarförðunum en langmest í auglýsingum og tískugeiranum. Ég tek líka alltaf við og við að mér leik- húsverkefni og eitthvað er ég með putt- ana í bíóbrans- anum,“ segir Fríða María en hún starf- aði í nokkur ár við förðunar- deild Þjóðleik- hússins áður en hún ákvað að verða ein- göngu sjálf- stætt star f - andi. Málar sig ekki mikið sjálf Fríða María segist reyna eftir fremsta megni að farða sjálfa sig líka en það komi í syrpum. „Ég er búin að vera soldið dugleg við það undanfarið en þá er ég bara að tala um kannski smá baugafelara, litað dagkrem og smá maskara. Ef ég er rosalega dugleg þá set ég á mig smá augnskugga og pínu kinnalit en það er bara til hátíðabrigða.“ Hún er hrifin af lituðu dagkremi í stað þess að nota meik. „Nú eru bb og cc krem svakalega vinsæl og það er mjög gott því það dregur okkur út í léttari farða og húðin verður heil- brigðari fyrir vikið. Svo er ég pers- ónulega þannig gerð að ég þarf al- gjörlega baugafelara. Það á reyndar við okkur flestar því hann lýsir upp blámann undir augunum og ef við notum meik á þennan stað þá þurf- um við að setja svo þykkt lag til að hylja og það bara ýkir hrukkur og misfellur í húðinni. Sjálf er ég mjög minímalísk þegar kemur að því að farða sjálfa mig enda er ég líka að eldast og get til dæmis ekki verið með sanserað „highlight“ eða púð- ur. Það hentar tvítugum stelpum en ég er bara orðin of gömul fyrir það. Ef ég vil vera djörf þá prófa ég frek ar einhverja skemmtilega varaliti.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is  Fríða María Harðardóttir FörðunarFræðingur Fríða María Harðar- dóttir, einn vinsælasti förðunarfræðingur landsins, ætlaði sér alltaf að verða myndlistarmaður en eftir að hafa álpast á sumarnámskeið í förðun var ekki aftur snúið. Hún segist vera einstaklega minímalísk þegar kemur að því að farða sjálfa sig, enda komna á þann aldur að meik og púður sé úr myndinni. Minni glamúr og meiri einfaldleiki Fríða María segir tískuna vera að breytast og áhersluna í sumar vera fyrst og fremst á fallega og heil- brigða húð. Brons, tan og appels- ínugula sólarpúðrið er á algjöru undanhaldi en inn koma kaldari og brúnir tónar. Auk þess er glamúrinn að hverfa og svarti, þungi, kynþokka- fulli „eyelinerinn“ með tilheyrandi dramatískum augnhárum er að detta út. Maskarinn má vera léttari og stemningin er meira „unisex“. Einfaldari „eyelinerar“ koma sterkt inn á annan hátt, stemningin er öðruvísi og línurnar eru allskonar. Stundum innan á augnhvörmunum, undir, yfir og allt um kring. Stemning- in sem svífur yfir vötnum í sumar er í anda minímalisma tíunda áratugarins og gjarnan í skærum, björtum, pastel eða jafnvel hvítum litum. Áberandi er útlit þar sem bara er einn litur á augum, augnskuggi með svolítið „washed“ áferð, kannski í pastel- tónum, grágrænum eða grábláum, og „smudge-aður“ yfir allt augnlokið. Sterku varalitirnir í möttum, köldum, fjólubláum og appelsínugulum litum eru enn inni. Augabrúnir skulu vera villtar, greiddar þannig að þær séu ýfðar upp, og ef þarf að styrkja þær, þá ekki endilega dekkja, en fylla inn í án þess að búa til þetta kantaða form sem við sjáum ansi oft á ungum stúlkum. Hægt er að fylgjast með Fríðu Maríu á instagram: Fridamariamakeup. Sumartískan Áherslan er fyrst og fremst á fallega og heilbrigða húð en sólarpúður er á algjöru undanhaldi. Náttúrulegar augabrúnir koma sterkar inn í sumar. Fríða María segir tískuna vera að breytast. Kynþokkafulla glamúr konan sé að víkja fyrir meira „unisex“ stemningu. Ljósmynd/ Kjartan Már Magnússon. Í sumartískunni er leikur með „eylinerinn“ áberandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.