Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.05.2014, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 09.05.2014, Blaðsíða 6
Icelandic Group hefur fest kaup á fyrstu FleXicut vélinni en vélin er nýjasta lausn Marel í fiskiðnaði sem valda mun straumhvörfum í hvítfiskvinnslu, að því er fram kemur í tilkynningu frá Marel. FleXicut notar háþróaða röntgen- tækni til að greina beingarð í hvít- fiski og sker hann svo burt með vatnsskurði af mikilli nákvæmni. „Icelandic Group verður fyrsta fyrirtækið til að taka þessa tíma- mótalausn í gagnið en lausnin verður sett upp í vinnslustöð Ný-Fisks í Sandgerði. FleXicut gerir Ný-Fiski kleift að framleiða beinlausan hvítfisk í vélvæddu vinnsluferli auk þess sem gæði og nýting mun aukast. Þá mun notkun FleXicut einnig opna fyrir möguleika á nýjum afurðum sem gerir Ný-fiski kleift að breikka vöruframboð sitt. FleXicut er mikilvægt skref að nýrri kynslóð vinnslulína fyrir hvítfisk en með tilkomu lausnar- innar hefur mannfrekt ferlið við beingarðsskurð verið vélvætt sem umbyltir hvítfiskvinnslu,“ segir enn fremur. Vatnsskurðurinn hefur það umfram hefðbundinn hnífs- skurð, að því er fram kemur í tilkynningunni, að hann býður upp á mun meiri sveigjanleika og nákvæmni. - jh  Hagræðing StraumHvörf í HvítfiSkvinnSlu Icelandic Group kaupir tímamótalausn af Marel Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel og Magnús Bjarnason, forstjóri Icelandic Group handsala söluna á sjávarútvegssýningunni í Brussel en henni lauk í gær, fimmtudag. t veir framkvæmdastjórar ríkisrekinna skógræktar-félaga gerðu samning við sjálfa sig um ríkisstyrk til eigin fyrirtækis vegna skógræktar. Sæmundur Þorvaldsson, fram- kvæmdastjóri Skjólskóga, sem er ríkisrekið skógræktarfélag á Vest- fjörðum, og Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Skógræktar- félags Íslands, stofnuðu fyrirtækið Tré ehf. ásamt tveimur félögum sínum, Lúðvík Kaaber lögfræðingi og John Zalewski. Árið 2007 keyptu fjórmenningarnir tvær jarðir í Dýrafirði, Klukkuland og Hólakot, með það fyrir augum að rækta þar skóg. Fjórmenningarnir gengu til samninga við Skjólskóga um styrk til skógræktarinnar og þar sem Skjólskógar gera aðeins samning við einn aðila á hverju lögbýli, sam- kæmt heimildum Fréttatímans, stofnuðu þeir fyrirtækið Tré ehf. sem á lögheimili í Kópavogi. Sam- kvæmt samningi þeirra á milli fær fyrirtækið styrk frá Skjólskógum á Vestfjörðum sem getur numið allt að 97% kostnaðar vegna þeirra vinnu og efnis sem til verkefnisins þarf. Samkvæmt heimildum Frétta- tímans var samningur fyrirtækis- ins Trjáa ehf. einn af þeim stærstu á Vestfjörðum á þessum tíma og gildir hann til 40 ára. Sæmundur Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Skjólskóga, gerði því samning við sjálfan sig. Fjórmenningarnir girtu í kring- um land sitt og fengu til þess styrk úr ríkissjóði. Þeir krefjast þess hins vegar að ein nágrannajörð greiði helmings þess kostnaðar sem þeir meta girðingavinnuna á, jörðin Núpur í norðanverðum Dýrafirði. Núpspá skilur hins vegar jörðina Núp frá Klukkulandi og Hólakoti. Fjórmenningarnir skipulögðu trjáplöntun í 192 hektara land og náði það skipulag alveg fram á ár- bakka Núpsár, sem Núpsfólk telur brjóta í bága við náttúruverndarlög og lax- og silungsveiðilög. Í ársbyrj- un 2010 fengu eigendur Núpsjar- ðarinnar bréf þar sem þeim var til- kynnt að Trjáa-menn gerðu kröfu til þess að þeir greiddu girðinguna til helminga við Tré ehf. á grundvelli girðingarlaga. Þessu bréfi, eins og öllum bréfum sem á eftir komu, svöruðu eigendur Núpsjarðarinnar á þá leið að þeir höfnuðu alfarið greiðsluþátttöku og girðingin yrði ekki reist á landi Núps. Girðinguna reistu fjórmenningarnir sumarið 2011 og kröfðu Núpseigendur um greiðslu á helmingsupphæð reikn- inga vegna girðingarinnar, auk 10 prósenta umsýslugjalds, alls rúmar þrjár milljónir króna. Núpseig- endur neituðu að greiða fyrir þátt- töku í framkvæmdinni. Kærðu skógræktarmenn málið og töpuðu því í Héraðsdómi Vestfjarða. Þeir áfrýjuðu hins vegar málinu sem tekið var fyrir í Hæstarétti þann 5. maí síðastliðinn. Hæstiréttur stað- festi dóminn. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is  Skógrækt Sömdu við Sjálfa Sig fyrir Hönd ríkiSinS Skógræktarmenn gerðu ríkissamning við sjálfa sig Sæmundur Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Skjólskóga, sem er ríkisrekið skógræktarfélag á Vestfjörðum, og Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands, stofnuðu einkafyrirtæki ásamt tveimur félögum og gerðu samning við sjálfa sig um ríkisstyrk til skógræktar á landi sínu. Þeir krefja nú nágrannajörð um milljónir vegna girðingarvinnu en hafa tapað málinu í héraði. Hæstiréttur staðfesti dóminn í gær. Girðingin umrædda er víða á kafi í vatni og allt of nálægt ánni, að mati eigenda Núps, sem halda því fram að girðingin brjóti í bága við náttúruverndarlög og lög um lax- og silungsveiði. Horft frá Sandfelli út Dýrafjörð. Núpur er utarlega í norðanverðum firðinum. Eigendur jarðarinnar unnu dómsmál gegn skóg- ræktarmönnum sem gerðu ríkissamning við sjálfa sig um skógrækt en krefja nágranna um milljónir vegna eigin girðingarvinnu. DORMA Holtagörðum, Reykjavík ✆ 512 6800 Dalsbraut 1, Akureyri ✆ 558 1100 Húsgagnahöllinni, Reykjavík ✆ 558 1100 HeilsuRÚM á DoRMAveRði KoMDu í DoRMA. við aðstoðum þig við að finna drauma- rúmið þitt! NAtuRe’s Rest heilsurúm 120x200 cM DoRMAveRð 79.900 Dýna, botn og lappir VeRðDæMi NAtuRe’s coMfoRt heilsurúm 160x200 cM DoRMAveRð 149.900 Dýna, botn og lappir VeRðDæMi 6 fréttir Helgin 9.-11. maí 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.