Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.05.2014, Blaðsíða 19

Fréttatíminn - 09.05.2014, Blaðsíða 19
sumaríslendingar Upplifið sól og sumaryl með ekta rjómaís með kókos, ástaraldin, mangó og súkkUlaðidropum Fréttamenn engar leikbrúður Rakel segir að þarna hafi hún strax skilið að andrúmsloftið á RÚV getur verið erfitt og ýmsir sem gefa sér að annarleg sjónar- mið séu að baki umfjöllunum, án þess að það eigi við nokkuð að styðjast. „Ég get sagt hreinskilnis- lega að ég hef aldrei upplifað að fréttastjóri hafi verið með undar- leg inngrip eða reynt að hafa áhrif á hvernig ég ynni fréttirnar. Á fréttafundum er fjölbreyttur hópur fréttamanna á öllum aldri, úr ólík- um áttum, þar sem skapast mjög fjörugar umræður um fréttirnar. Í þessari umræðu er stundum gert lítið úr sjálfstæði fréttamanna, eins og þeir séu einhverjar leik- brúður. Fréttamenn sem taka sig alvarlega fylgja faglegum gildum.“ Hún kannast sannarlega við að í umdeildum málum hafi stjór- nmálamenn, hagsmunaaðilar eða aðrir oft sterkar skoðanir á því hvernig fréttirnar séu unnar. „Í stórum og umdeildum málum eiga allir helstu leikendur eða hags- munaaðilar rétt á því að tjá sig í sömu fréttinni. Stundum eyða fréttamenn löngum tíma í að ná í þetta fólk og það gengur ekki upp, og það þarf þá að koma fram í frétt- inni. Því meiri upplýsingar sem áhorfandi, hlustandi eða lesandi fær, því betra. Hagsmunaaðilar reyna að hafa áhrif á fréttaflutn- inginn en ég lít á það sem hluta af okkar starfi að standast þau af- skipti og ég held að okkur hafi tek- ist það vel. Ég er ekki að segja að það sé eðlilegt að stjórnmálamenn reyni að hafa áhrif en maður er bara orðinn vanur því að þeir sem eru til umfjöllunar hafi aðra sýn en fréttamaðurinn og að viðkvæði sé jafnvel „Þetta er ekki frétt. Af hverju ætlarðu að gera frétt um þetta?“ Ég hef það fyrir reglu að taka slíkt ekki inn á mig og ég hef aldrei hætt við frétt því einhver pólitíkus heimtaði það.“ Magnús hefur hrifið fólk með sér Rakel segir að eftir öll þessi ár í fréttamennsku hafi hún alveg gert sér grein fyrir því hvað felst í starfi fréttastjóra en hún var um árabil vaktstjóri, staðgengill fréttastjóra og nú síðast varafréttastjóri. „Ég er týpan sem hefur miklar skoð- anir á öllu og fjölskyldan myndi eflaust segja að ég væri stjórnsöm. Ég varð vaktstjóri á fréttavöktum þegar Logi Bergmann fór yfir á Stöð 2 árið 2005 og sinnti því lengi. Ég hef miklar skoðanir á því sem við erum að gera og hvernig við gerum það, ég hef skoðanir bæði á hagnýtum hlutum sem tengjast vinnslunni og einnig á efninu sjálfu. Eftir að hafa farið þó nokkrum sinnum inn til Elínar Hirst, sem var fréttastjóri, með ábendingar um hvað mætti betur fara, þá hefur hún líklega hugsað með sér að það mætti eitthvað nýta meira þessa stelpu sem alltaf var að kvarta og koma með hugmynd- ir að umbótum.“ Það var í desember síðastliðnum sem Páll Magnússon ákvað að láta af störfum sem útvarpsstjóri. Ýmsar samsæriskenningar komu upp um að nú yrði ráðinn sérlegur fulltrúi stjórnvalda í hans stað og pólitískar hreinsanir myndi hefjast hjá RÚV. Nokkuð lækkaði í þessum röddum þegar tilkynnt var um ráðningu Magnúsar Geirs Þórðarsonar sem nýs útvarps- stjóra en starfsmenn RÚV vissu fæstir við hverju var að búast af honum. „Vissulega kom upp óvissa hjá okkur og ákveðið óöryggi. Fólk áttaði sig ekki alveg á því hvað var að gerast. Þarna var kominn nýr maður og við vissum ekki við hverju var að búast af honum. Við sem fréttamenn eru vön að setja spurningamerki við allt og það gerðum við líka þarna. Ég þekkti þennan mann ekki neitt og vissi ekki hvað hann var að hugsa. Fljótlega kom í ljós að hann hafði nýja og ferska nálgun á starfið. Hann hefur hrifið okkur með sér og stjórnunarstíll hans er þannig að hann hvetur til samvinnu og samstarfs. Við sáum að hann hafði skýra sýn þegar hann hafði kynnt hana fyrir okkur varð ég bjartsýn og enn spenntari fyrir framhald- inu.“ Sótti um á síðustu stundu Allri framkvæmdastjórn RÚV var sagt upp og þegar ljóst var að Óð- inn Jónsson ætlaði ekki að sækjast eftir því að starfa áfram sem frétta- stjóri fór fólk að velta vöngum um Framhald á næstu opnu viðtal 19 Helgin 9.-11. maí 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.