Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.05.2014, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 16.05.2014, Blaðsíða 14
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Sigríður Dögg Auðuns dóttir sigridur@frettatiminn.is. Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@ frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. Á Á að leita allra leiða til koma í veg fyrir að einhver eða einhverjir valdi öðrum tjóni – og það verulegu? Flestir myndu svara þeirri spurningu játandi – og grípa síðan til nauðsynlegra ráða, líkt og stjórnvöld gerðu með ákvörðun sinni um lagasetningu á verk- fall flugmanna hjá Icelandair. Tímabundið verkfall þeirra í liðinni viku olli fyrirtæki þeirra, öðrum félögum í atvinnugreininni og samfélaginu öllu verulegu tjóni. Boðað verkfall í dag, föstudag, auk yfirvinnubanns og frekari aðgerða í þessum mánuði og í upphafi hins næsta hefðu enn aukið skaðann. Þeir sem gerst þekkja hafa spáð meti í ferðamennsku í ár með jákvæðum áhrifum á alla sem atvinnugreininni tengjast, flugfélög, hótel- og gistiþjónustu, veitingahús, hópferðafyrirtæki, bílaleigur, afþreyingarfyrirtæki og ótalin þjónustufyrirtæki víða í samfélaginu – og þar með þjóðarhag. Atvinnugreinin í heild var hins vegar í upp- námi vegna verkfallsaðgerða flugmannanna enda byggir hún í grunninn á hnökralausum flutningi ferðamanna til og frá landinu. Tals- maður flugmannanna hélt því fram nýverið að aðgerðirnar lokuðu ekki landinu, önnur flugfélög héldu uppi flugi hingað þótt truflun yrði á flugi Icelandair. Það er rétt, svo langt sem það nær, en breytir ekki því að Ice- landair er burðarfélag í flugsamgöngum til og frá landinu. Truflun á flugi félagsins og óvissa með framhald flugs vegna yfirvinnu- banns og verkfalla hefur því gríðarleg áhrif og keðjuverkun á fjölmörgum sviðum sam- félagsins. Fram kom í vikunni að verkfallsaðgerð- irnar ógnuðu allt að 500 flugferðum og tugir ferða hafa verið felldir niður undanfarna daga. Fram hefur komið að hópar ferða- manna hafi hætt við Íslandsferðir og ímynd Íslands sem ferðamannalands hafi skaðast. Verkfall eins og það sem flugmennirnir efndu til hefur margfeldisáhrif á ferðaþjón- ustuna og bitnar ekki síst á þeim sem enga aðild eiga að kjaradeilunni. Pétur Blöndal alþingismaður ræddi stöðuna á Alþingi síð- astliðinn þriðjudag þar sem hann benti á að í árdaga hefði verkfallsvopni launþega verið beint að viðkomandi fyrirtæki en síðar hafi menn uppgötvað að það væri „snjallt að berja á þriðja aðila til að ná fram kröfum sínum.“ Hann velti því síðan fyrir sér hvort ástæða væri til að endurskoða verkfallsréttinn í þessu ljósi. Óhjákvæmilegt er að menn spyrji sig hvort verkfallsvopninu hafi verið beitt á réttlátan hátt í þessari deilu, þar sem fámennur, hátt launaður hópur sem krafðist hlutfallslega umtalsvert meiri launahækkunar en þorri launþega hefur sætt sig við, lokaði landinu að hluta, hélt mikilvægri atvinnugrein í gísl- ingu og olli fjölmörgum ómældum skaða. Við aðstæður eins og þessar vaknar óhjá- kvæmilega spurning um það hvort grípa eigi inn í, nái samningsaðilar ekki niðurstöðu og koma með þeim hætti í veg fyrir frekara tjón. Lagasetning á vinnudeilu er neyðarúr- ræði, enda heggur hún á hnútinn í stað þess að leysa hann. Ríkissáttasemjari lagði fram sáttatillögu í deilunni á miðvikudaginn í þeirri von að hún mætti verða til þess að leysa hnútinn. Þeirri tillögu hafnaði samn- inganefnd Félags íslenskra atvinnuflug- manna, upp úr viðræðum deiluaðila slitnaði og ljóst mátti vera að lítt dygði, að svo komnu máli, að boða til nýs samningafundar. Þá gripu stjórnvöld inn í og hjuggu á hnútinn, enda varð ekki annað séð en hann væri óleysanlegur. Af viðbrögðum formanns samninganefndar flugmannanna mátti líka ráða að hann gerði ráð fyrir því, rétt eins og flestir aðrir, að þar með gripi löggjafinn í taumana. Viðunandi niðurstaða náðist ekki innan þess takmarkaða tíma sem var til stefnu. Að öllu vegnu ganga hagsmunir samfélagsins fyrir hagsmunum hinna fáu. Afleiðingar af lengra verkfalli hefðu verið dýrkeyptar. Ekki sér fyrir endann á samgöngutrufl- unum því fyrr í vikunni boðuðu flugfreyjur hjá Icelandair, annar hópur sem stöðvað getur flug til og frá landinu, yfirvinnubann og tímabundin verkföll í maí og júní og loks ótímabundna vinnustöðvun í júní, hafi ekki samist fyrir þann tíma. Vandmeðfarinn verkfallsréttur Endanlega ráða almannahagsmunir Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Rúmfatalagerinn er með frábær garðhúsgögn af mörgum gerðum og í margs konar litum. Þú finnur alveg örugglega stílinn og gæðin sem henta þér, því í úrvali okkar má finna allt frá góðum plasthúsgögnum til úrval harðviðar- og tekkhúsgagna. Við erum stolt af því að öll harðviðarhúsgögn okkar eru gerð úr FSC-vottuðum viði. Það er trygging þín fyrir því að þú styðjir sjálfbæra skógrækt. FSC vottun merkir að skógurinn sem tréð er úr er skoðaður af óháðum aðilum og metinn samkvæmt þeim umhverfislegu, félagslegu og hagrænu reglum og viðmiðum sem Forest Stewardship Council setur ábyrgri skógrækt. FSC eru alþjóðleg samtök sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni og þar vinna umhverfissamtök, framfarasinnaðir eigendur skóga og fyrirtæki saman að því að bæta eftirlit með skógum heimsins. www.fsc.org FSC® N001715 ® www.rumfatalagerinn.is Að öllu vegnu ganga hagsmunir samfélagsins fyrir hags- munum hinna fáu. Afleiðingar af lengra verkfalli hefðu verið dýrkeyptar. Vikan í tölum krónur er hagnaður TM á fyrsta ársfjórðungi ársins, sem er aukning upp á 34 prósent. 9 er fjöldi lög- regluumdæma og sýslumanna- embætta í landinu eftir að Alþingi sam- þykkti á miðvikudag frumvörp innan- ríkisráðherra um fækkun lögregluum- dæma úr 15 og sýslumanna úr 24. 25 milljónir gáfu Bónus og Hagkaup í söfnun til kaupa aðgerðarþjarka til skurðlækninga á Landspítala. 1,3 ferkílómetrar er stærð svæðis á Gufu- nesi sem Reykjavíkurborg hyggst nú nýta og hefur kallað eftir hugmyndum umframtíð Gufuness og Geldinganess. Eitt af því sem skoðað verður er brúar- smíði yfir í Viðey. 92 af 100 launahæstu starfs mönnum Ice- landair eru flugmenn, samkvæmt Björg- ólfi Jóhannessyni, forstjóra Icelandair, en Félag íslenskra atvinnuflugmanna gagnrýndi harðlegalaunahækkanir stjórnenda hjá Icelandair á undan- förnum árum. 4 af fimm sakborningum í hópnauðg- unarmálinu sem upp kom í síðustu viku eru undir lögaldri. Allir fimm eru vistaðir í einangrun á Litla-Hrauni. 700.000.000 14 viðhorf Helgin 16.-18. maí 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.