Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.05.2014, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 16.05.2014, Blaðsíða 16
Í Fréttatímanum í síð-ustu viku er sagt að Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Skóg- ræktarfélags Íslands, sé framkvæmdastjóri ríkis- rekins skógræktarfélags. Rétt er að Skógræktarfélag Íslands eru frjáls félagasam- tök og eru hvorki ríkisstofn- un né stjórnvald. Félagið hefur engin formleg tengsl við landshlutabundnu skóg- ræktarverkefnin, líkt og Brynjólfur hefur óskað eftir að komi fram. Leiðréttist það hér með. Sæmundur Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Skjól- skóga á Vestfjörðum, hefur óskað eftir leiðréttingu á því sem fram kom í Frétta- tímanum í síðustu viku, að Skjólskógar væru ríkisrekið skógræktarfélag. Rétt er að Skjólskógar á Vestfjörðum eru eitt af fimm landshluta- verkefnum í skógrækt sem ríkið hefur starfrækt frá árinu 2000. Í athugasemd frá Sæmundi segir: „Þegar eigendur jarðanna Klukku- lands og Hólakots sóttu eftir samningi við Skjólskóga (14. okt. 2007) um skóg- rækt vissu allir viðkom- andi að framkvæmdastjóri Skjólskóga væri einn af eigendum viðkomandi jarða og kæmi því af augljósum vanhæfisástæðum ekki að neinum ákvörðunum sem Skjólskógar tækju og varð- aði umræddar jarðir, hvorki um samningsgerðina né um framkvæmdir á grundvelli hans s.s. ræktunaráætlun eða útreikning styrkupp- hæða. Sá háttur hefur verið hafður á síðan. Ábyrgð á uppgjöri (styrkjum) til samningsaðila er á hendi framkvæmdastjóra nema í þessu tilfelli þar sem stjórn og aðrir starfsmenn hafa hana með hendi.“ Yfirlýsing frá stjórn Skjól- skóga á Vestfjörðum Vegna fréttar í Fréttatím- anum þann 08. maí 2014 um að Sæmundur Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Skjól- skóga á Vestfjörðum, hafi gert skógræktarsamning við sjálfan sig um jarðirnar Klukkuland og Hólakot í Dýrafirði tekur stjórn Skjól- skóga eftirfarandi fram. Stjórn Skjólskóga hefur ekki lagastoð til að mismuna um- sækjendum um skógræktar- samning á þeirri forsendu einni að þeir séu starfsmenn verkefnisins eða tengist öðrum skógræktarmálum. Stjórn Skjólskóga fjallaði um og samþykkti samning Skjólskóga á Vestfjörðum við Tré ehf án aðkomu fram- kvæmdastjórans. Þáverandi stjórnarformaður Skjólskóga skrifaði undir skógræktar- samninginn fyrir hönd Skjól- skóga á Vestfjörðum. Öll umsýsla sem snýr að skógrækt á vegum Trjáa ehf er og hefur verið í höndum annarra starfsmanna Skjól- skóga en framkvæmdastjór- ans. Framkvæmdastjóri hefur alltaf vikið af stjórnar- fundum Skjólskóga þegar málefni tengd Trjám ehf hafa komið til umræðu og stjórnarformaður Skjólskóga skrifar undir viðkomandi af- greiðslu. Stjórn Skjólskóga vill jafnframt taka það fram að allt bókhald Skjólskóga á Vestfjörðum er fært hjá Fjár- sýslu ríkisins og ársreikn- ingur er endurskoðaður af Ríkisendurskoðun. Bókhald Skjólskóga á Vestfjörðum er þannig yfirfarið af hlutlaus- um og til þess bærum aðila og þannig tryggt að farið sé að lögum og reglum um fjársýslu verkefna á vegum ríkisins. Öllum aðdróttunum um að framkvæmdastjóri Skjól- skóga á Vestfjörðum hafi gert samning við sjálfan sig er harðlega vísað á bug og áréttað að samningur og öll afgreiðsla Skjólskóga á málefnum Trjáa ehf fer í gegnum stjórn verkefnisins á hverjum tíma. Dómsmál það sem einnig er fjallað um í fréttinni er Skjólskógum á Vestfjörðum algjörlega óviðkomandi. Lilja Magnúsdóttir, stjórnarformaður Skjólskóga á Vestfjörðum. V ið erum lánsöm að búa í borg sem hefur að geyma fjölda fólks sem er tilbúið til þess að nýta tíma sinn og hæfi- leika til þess að bæta og breyta í þágu sam- félagsins. Það styttist í kosningar og brátt fá nýir fulltrúar við hlið reynsluboltanna tæki- færi til þess að spreyta sig. Sitt sýnist hverjum um leiðir að því mark- miði að gera borgina okkar betri. Það sem sameinar hinsvegar í langflestum tilfellum þau sem bjóða fram krafta sína er viljinn til þess að láta gott af sér leiða. Það er mikil ábyrgð sem lögð er á þau sem veljast til for- ystu. Vonandi berum við gæfu til þess að halda umræðu og skoð- anaskiptum á málefna- legum grundvelli, það er svo mikið í húfi. Orð eru dýr og aðgát skal höfð í nærveru sálar. Munum það og þökkum þeim sem eru tilbúin til þess að stíga fram þrátt fyrir á stund- um óvægna umfjöllun um eigin persónu og oft vanþakklátt starf. Með þessum línum vil ég þakka öllu góðu fólki sem fyllir lista framboðanna til borg- arstjórnar. Ég óska okkur gleðilegrar kosn- ingabaráttu og gæfu til þess að standa saman um að fegra og bæta borgina okkar. Það ger- um við ekki síst með því að umgangast hvert annað af virðingu. Öll umsýsla sem snýr að skógrækt á vegum Trjáa ehf er og hefur verið í höndum annarra starfsmanna Skjólskóga en fram- kvæmdastjórans. Sigrún Óskarsdóttir prestur Takk frambjóðendur Borgarstjórnarkosningar Skógrækt ÁRSFUNDUR LANDSVIRKJUNAR 2014 Silfurbergi, Hörpu Þriðjudaginn 20. maí kl. 15 • Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra Ávarp • Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður Ávarp • Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar Samkeppnishæfni - arðsemi - sátt • Óli Grétar Blöndal Sveinsson framkvæmdastjóri þróunarsviðs Áskoranir og tækifæri í lokuðu vatnsaflskerfi • Rafnar Lárusson framkvæmdastjóri fjármálasviðs Áhersla á lækkun skulda - rekstrarniðurstöður 2013 Fundarstjóri: Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar Verðmæti í vatnsafli Ársfundur Landsvirkjunar verður haldinn í Silfurbergi, Hörpu þriðjudaginn 20. maí kl. 15-17. Þar kynnum við fjárhag og framtíðaráætlanir fyrirtækisins og leggjum mat á hvernig til hefur tekist. Allir velkomnir Skráning á www.landsvirkjun.is Leiðrétting og yfirlýsing Það er mikil ábyrgð sem lögð er á þau sem veljast til forystu. 16 viðhorf Helgin 16.-18. maí 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.