Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.05.2014, Blaðsíða 62

Fréttatíminn - 16.05.2014, Blaðsíða 62
62 matur & vín Helgin 16.-18. maí 2014  vín vikunnar Romio Montepul- ciano d’Abruzzo Gerð: Rauðvín Þrúga: Montepul- ciano Uppruni: Ítalía, 2012 Styrkleiki: 13% Verð í Vínbúðunum: kr. 1.799 Romio er vín frá mið Ítalíu og er ekta ítalskt hversdagsvín og vel nýtanlegt til síns brúks. Það er ávaxtaríkt og berjað, létt og ferskt. Taktu fram pastavélina, sjóddu niður nokkra tómata og hakkaðu vel feitan nautabita í gómsætt spaghetti bolognese og þetta vín steinliggur með. Altano Douro Gerð: Rauðvín Þrúga: Blanda af Touriga Franca, Tinta Roriz og Tinta Barroc Uppruni: Portúgal, 2011 Styrkleiki: 13,5% Verð í Vínbúðunum: kr. 1.998 Það er eitthvað við portúgölsk vín þessa dagana og greinilegt að þeir eru að teygja sig út fyrir þægindasvið púrtvína í Douro dalnum. Þetta vín er skemmtilega flókið. Það er létt með berjabragði en með skemmtilegum krydd- tón. Vín með léttari mat eins og grillaðri svínalund með kaldri kryddsósu. Trivento Tribu Ca- bernet Sauvignon Gerð: Rauðvín Þrúga: Cabernet Sauvignon Uppruni: Argentína, 2012 Styrkleiki: 13,5% Verð í Vínbúðunum: kr. 1.699 Þetta vín telst til léttari Cabernet Sauvignon tegunda. Yfirleitt er þessi þrúga þyngri og tannínríkari en hér þó vissulega megi finna tannínið í þessu víni. Dökkur ávöxtur og sýryríkt. Gott með léttari réttum eins og góðu salati með létt- grilluðu hrefnukjöti toppuðu með grófum parmesan. Takk Spánn Við eigum Spánverjum heilmikið að þakka. Þegar áfengisbannið sem sett var á hér á landi 1915 hafði varað í 7 ár sögðu Spánverjarnir hingað og ekki lengra og hótuðu að hætta að kaupa af okkur saltfisk ef við keyptum ekki af þeim rauðvín. Það varð til þess að árið 1922 var létt- vínið aftur leyft, heilum 13 árum áður en áfengisbanninu var að aflétt árið 1935 að undanskildum hinum stórhættulega bjór sem síðan fékk að vera sjaldséð lúxusvara á Íslandi nánast alla öldina. Hvort þetta sé ástæðan fyrir ást Íslendinga á spænskum vínum, og þá sér í lagi vínum frá Rioja-héraðinu, skal ósagt látið en það hefur varla skemmt fyrir að þetta voru lengi vel helstu léttvínin í boði. Þetta Rioja Reserva vín frá Cuve framleiðandanum er frábært og á góðu verði miðað við gæði. Það hefur allt það besta sem Rioja-vín státa af. Lyktar af sveit, milt í munni, töluvert eikað, bragðmikið og létt í senn. Þetta er alveg ekta vín með rauðu kjöti og léttari villibráð og það er upplagt að eiga þetta í hillunni í smá tíma enda mun það bara batna í svona 2-3 ár í viðbót.Cune Rioja Reserva Gerð: Rauðvín Þrúga: Tempranillo Uppruni: Spánn, 2009 Styrkleiki: 13,5% Verð í Vínbúðunum: kr. 2.999 Höskuldur Daði Magnússon Teitur Jónasson ritstjorn@frettatiminn.is Fréttatíminn mælir með Uppskrift vikunnar Ferskt pasta er best Það er algjörlega málið að gera ferskt pasta. Það þarf heldur ekki að taka neitt sérstaklega langan tíma aukalega. Æfingin skapar meistarann. Best er að nota matvinnsluvél, blandara, hrærivél eða töfrasprota með skál til að blanda 80 grömmum af hveiti á móti einu eggi og hræra rólega með hnífnum þar til hveitið breytist í litlar gular kúlur. Þetta er svo tekið og hnoðað saman með hönd- unum þangað til deigið er orðið mjúkt og slétt. Þá er að geyma það í ísskáp í minnsta kosti hálftíma. En í raun er nóg að nota gaffal í pastað. Hrúgaðu hveiti á borðið og gerðu gíg í hrúguna og egg þar ofan í. Taktu gaffalinn og byrjaðu á því að hræra egginu saman. Notaðu nú guðsgafflana og byrjaðu að nudda egginu saman við hveitið. Blandaðu því smátt og smátt saman við þangað til þú getur farið að hnoða deigið í höndunum en passaðu að hafa deigið ekki of blautt. Það á að vera pínu maus að koma þessu saman. Pastavélin eða kökukefli Þá er komið að því að fletja það út helst með pastavél en ef hún er ekki til verður kökukeflið að sjá um þetta. Best er að nota ekki of mikið í einu. Miða við svona um eitt egg þannig að ef þú notaðir 2 egg skiptirðu deiginu í helming, þrjú egg þá í þrennt o.s.frv. Geymið hina hlutana vel vafða í plast. Til að rúlla út deiginu í pastagerðarvél er byrjað að gera pylsu úr deiginu. Rúllið henni svo eina umferð í gegnum vélina á stærstu stillingunni. Brjótið deigið svo í helming og rúllið aftur í gegn á sömu stillingu. Gerið þetta tvisvar til þrisvar þangað til deigið er u.þ.b. jafn breitt og valsarnir í vélinni. Þá er bara að rúlla deiginu í gegn og þrengja valsana um einn á milli. Gott er að setja örþunnt lag af hveiti á deigið af og til svo það festist ekki saman og inni í vélinni. Ef þið viljið slétta og fína kanta þarf að rúlla pastanu í gegn um öll skrefin leggja það svo á borð og brjóta það saman nokkrum sinnum svo þú endir með ferhyrnt stykki. Snúðu því svo þannig að hliðarnar fari niður í tækið og renndu þessu í gegnum allar still- ingarnar aftur. Þá endar þetta með rennisléttum köntum. Svo er bara að skera pastað með beittum hnífi í þær stærðir sem þú vilt. Fyrir lasagna eða tagliatelle er betra að hafa plöturnar ekki of þunnar. En spagettí og ravíólí er málið að hafa þetta svo þunnt að hendurnar sjáist auðveldlega í gegn um deigið. Ferskt pasta þarf bara að sjóða í um 3 mínútur í léttsöltuðu vatni. Passaðu að sjóða í stórum potti með miklu vatni í og hræra aðeins í svo það festist örugglega ekkert saman. – fyrst og fre mst – fyrst og fre mst ódýr! 254 kr.pk. Verð áður 4 62 kr.pk. Kelloggs Ko rnflex, 500 g 45%afsláttur Hámark4 pakkará mann meðan birgðir endast! Föstudagspizzan Pollapizzan er bökuð úr Kornax brauðhveitinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.