Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.05.2014, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 16.05.2014, Blaðsíða 34
 GOLD PLATED SPECIALIZED BICYCLES & COMPONENTS KRÍA HJÓL GRANDAÐGARÐUR 7 101 REYKJAVÍK s.5349164 THE FSR EPIC - THE ONLY FULL-SUSPENSION XC BIKE TO WIN OLYMPIC GOLD AND MULTIPLE WORLD CHAMPIONSHIP GOLD MEDALS GOLD STANDARD REDEFINED. SPECIALIZED.COM Neymar, Brasilíu Aldur: 22 ára. Félag: Barcelona (Spáni) Leikir á þessu tímabili/mörk: 40/15 Landsleikir/mörk: 47/30 Hinn ungi Neymar mun njóta sín vel á heimavelli í Brasilíu. Heimamenn gera þá kröfu að vinna heimsmeistaratitilinn og verða að teljast líklegir. Gulldrengurinn verður að sjálfsögðu í aðalhlut- verki. Neymar hefur átt það til að hverfa í leikjum Barcelona en hann getur ekki leyft sér slíkan lúxus, nú þarf hausinn á honum að vera í lagi. Luis Suarez, Úrugvæ Aldur: 27 ára. Félag: Liverpool (Englandi) Leikir á þessu tímabili/mörk: 37/31 Landsleikir/mörk: 77/38 Suarez kemur fullur sjálfstrausts til Brasilíu eftir frábært tímabíl á Englandi. Fyrir ári var hann vandræðagemsi sem fáir höfðu trú á en nú gapa allir yfir hæfileikum hans; ótrúlegri knatttækni og útsjónarsemi en ekki síður hugarfarinu sem tryggir það að hann gefst aldrei upp. Ef púkarnir í hausnum á honum banka ekki upp á í Brasilíu mun Suarez mynda banvænt framherjapar með Edison Cavani. Mario Balotelli, Ítalíu Aldur: 23 ára. Félag: AC Milan (Ítalíu) Leikir á þessu tímabili/mörk: 40/18 Landsleikir/mörk: 29/12 Ólíkindatólið Mario Balotelli mun leiða sóknarlínu Ítala sem sjálfsagt fara langt í keppninni, venju samkvæmt, þó liðið líti kannski ekki spennandi út á pappírunum. Það gagnast Balotelli eflaust að væntingarnar séu litlar, eftir vonbrigðatímabil hjá Milan gæti hann vel þegið að ekki sé búist við flugeldasýningu. Og ef Ítalir standa frammi fyrir víta- spyrnukeppni er enginn betri á punktinum. Lionel Messi, Argentínu Aldur: 26 ára. Félag: Barcelona (Spáni) Leikir á þessu tímabili/mörk: 44/41 Landsleikir/mörk: 83/37 Þetta hefur verið hálfgert vonbrigðatímabil hjá Messi. Barcelona-liðið er á niðurleið og hann hefur ekki skorað jafn lítið í fimm ár. Nú er ætlast til þess að hann skili heimsmeistaratitlinum svo hann standist samanburð við Diego Maradona. Margir spá Messi markakóngs- titlinum á HM að þessu sinni og hann gæti farið langt með að tryggja sér hann ef hann byrjar keppnina vel. Argentína er nefnilega með Bosníu, Íran og Nígeríu í riðli. Wayne Rooney, Englandi Aldur: 28 ára. Félag: Manchester United (Englandi) Leikir á þessu tímabili/mörk: 40/19 Landsleikir/mörk: 89/38 Hér er maður sem þarf að sanna sig á stóra sviðinu. Roo- ney hefur ekki látið til sín taka á stórmótum síðan á EM 2004 og þetta gæti verið síðasta tækifæri hans á HM. Það efast enginn um hæfileikana; vandamál Rooney með landsliðinu hafa alltaf snúið að meiðslum og rauðum spjöldum. Robin van Persie, Hollandi Aldur: 30 ára. Félag: Manchester United (England) Leikir á þessu tímabili/mörk: 28/18 Landsleikir/mörk: 82/41 Eftir tvö frábær tímabil með Arsenal og Manchester United var van Persie aftur mikið meiddur í vetur. Nú á hann að vera orðinn heill og mun hrella varnarmenn í Brasilíu. Hann er enda með einn besta vinstri fótinn í boltanum og frábæran leikskilning. van Persie mun leiða ungt lið Hollendinga sem forvitnilegt verður að sjá hvað gerir. Didier Drogba, Fílabeinsströndinni Aldur: 36 ára. Félag: Galatasary (Tyrklandi) Leikir á þessu tímabili/mörk: 36/14 Landsleikir/mörk: 99/63 Þetta verður að líkindum svanasöngur Drogba. Hann hefur verið einn af bestu framherjum heims síðasta áratuginn en er óneitanlega á síðustu dropunum. Enginn skyldi þó afskrifa kappann og ef lið Fílabeinsstrandarinnar smellur saman gæti hann vel hrokkið í gang. Drogba er vaxinn eins og veð- hlaupahestur, er jafnfættur og hörku skallamaður og þeir hæfileikar hverfa ekki þó árin færist yfir. Átta heitir framherjar á HM Heimsmeistaramótið í knattspyrnu er leiksviðið þar sem skærustu knattspyrnustjörnur heims leika listir sínar. Mánuður er þar til flautað verður til leiks og Fréttatíminn hitar upp með því að skoða átta framherja sem munu eflaust raða inn mörkunum. Cristiano Ronaldo, Portúgal Aldur: 29 ára. Félag: Real Madrid (Spáni) Leikir á þessu tímabili/mörk: 46/50 Landsleikir/mörk: 110/49 Ronaldo náði loks takmarki sínu að velta Lionel Messi úr sessi sem besti leikmaður heims í ár. Hann hefur enda verið í ótrúlegu formi síðasta árið og rúmlega það; skorar meira en mark að meðaltali í leik með Real Madrid og tryggði Portúgal sæti á HM með þrennu í úrslitaleiknum við Svía. Nú er spurningin hvort honum takist að draga sína menn áfram í Brasilíu, það gæti verið hans stærsta afrek ef Portúgal fer langt í keppninni. 34 fótbolti Helgin 16.-18. maí 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.