Fréttatíminn - 16.05.2014, Blaðsíða 92
— 12 — 16. maí 2014
Bæði fjöll-
um við um
hvernig er
að vera
aldraður
innan
fjölskyld-
unnar og
hvernig
stuðningi
er háttað
á milli
kynslóða.
KYNNING
Otovent er náttúruleg meðferð
við hellum í eyrum og eyrnabólgu
Otovent meðferðin léttir undirþrýsting í miðeyra og getur fyrirbyggt og unnið á eyrnabólgu
og vanlíðan. Otovent virkar einnig vel við hellum í eyrum, til dæmis í flugferðum.
O tovent er einföld, áhrifarík og viðurkennd meðferð við undirþrýstingi og vökva í mið-eyra. Að sögn Helgu Margrétar Clarke,
hjúkrunar- og lýðheilsufræðings, er Otovent með-
ferðin fyrst og fremst notuð sem fyrsta stigs og fyrir-
byggjandi meðferð við eyrnabólgu hjá bæði börnum
og fullorðnum. „Þetta er ódýr og einstaklega einföld
meðferð og samanstendur af litlu plastnefstykki og
sérhannaðri þrýstingsprófaðri blöðru úr náttúru-latex
sem blásin er upp í gegnum aðra nösina í einu. Blöðr-
urnar eru hannaðar á þann hátt að réttur þrýstingur
næst þegar blaðran er blásin upp og kokhlust opnast.
Þar með leiðréttist undirþrýstingur í miðeyra og á
sama tíma rennur vökvi í miðeyra, ef svo ber undir,
sína eðlilegu leið,“ segir Helga Margrét.
Vökvi í miðeyra er eitt af byrjunareinkennum
eyrnabólgu og segir Helga Margrét að sýklalyfja-
kúrar geti ekki tryggt að kokhlust opnist svo að vökvi
geti runnið sína eðlilegu leið. Þess vegna sé brugðið
á það ráð að setja rör í eyru, eða réttara sagt í hljóð-
himnuna oft og tíðum. „Nú fer ferðavertíðin á fullt
hjá Íslendingum og má því benda á að Otovent hefur
reynst mjög árangursrík meðferð við hellum í eyrum,
til dæmis í og eftir flug og einnig við sund eða köfun.“
Með Otovent pakkningunni kemur lítil, blá askja
sem passar fyrir nefstykkið og að minnsta kosti eina
blöðru. Otovent er því fyrirferðarlítið og er til dæmis
hægt að hafa með sér í ferðalagið án þess að það taki
of mikið pláss.
Otovent hentar bæði börnum og fullorðnum. Flest
börn frá þriggja ára aldri geta notað Otovent sjálf en
fyrir yngri börn sem ekki ná að blása blöðruna upp
sjálf er hægt að beita innstreymisaðferð. Þá blæs full-
orðinn einstaklingur blöðruna upp og setur nefstykk-
ið við aðra nös barnsins og loftið er látið streyma inn á
meðan barnið kyngir.
Ekki eru þekktar neinar aukaverkanir af Otovent
meðferðinni og er varan CE merkt. Árangur Otovent
hefur verið studdur í ótal rannsóknum sem birtar
hafa verið í ritrýndum tímaritum.
Otovent fæst í apótekum. Celsus ehf. fer með umboð
Otovent á Íslandi.
Otovent meðferðin léttir undirþrýsting í
miðeyra og getur ennfremur fyrirbyggt
og unnið á eyrnabólgu og vanlíðan með
því að tryggja að loftflæði og vökvi eigi
greiða leið frá miðeyra.
Eyrnabólga flug Sund Og köfun
Helga Margrét Clarke, hjúkrunar- og lýðheilsufræðingur,
segir Otovent skjótvirka og einfalda lausn við undir-
þrýstingi í miðeyra hjá bæði börnum og fullorðnum. Engar
aukaverkanir af notkun Otovent eru þekktar og hefur
árangur þess verið staðfestur í fjölda rannsókna sem
birtar hafa verið í ritrýndum tímaritum.
Otovent meðferðin getur dregið úr:
• eyrnabólgum
• sýklalyfjanotkun
• ennis- og kinnholusýkingum
• ástungum
• röraísetningum
E ndurmenntun Háskóla Íslands býður í haust upp á diplómanám í öldrunarfræði í samstarfi við félagsráðgjafardeild HÍ. Sífellt stærra hlutfall Íslendinga nær háum
aldri en í fyrra voru rúmlega 11 prósent Íslendinga
67 og eldri. Gangi spár eftir verður hlutfallið orðið
rúmlega 20 prósent árið 2060 og því ljóst að þörf
fyrir fagmenntaða einstaklinga á sviði öldrunar og
þjónustu fyrir aldraða mun vaxa. Öldrunarfræði
er þverfagleg fræðigrein sem fjallar um öldrun og
síðustu ár einstaklingsins frá mismunandi sjónar-
hornum.
Dr. Sigurveig H. Sigurðardóttir, dósent við félags-
ráðgjafardeild HÍ, er kennslustjóri námsins og segir
hún að í náminu verði lögð áhersla á að auka skiln-
ing á því sem gerist þegar við eldumst. „Í þessari
námsleið viljum við kynna ólík svið öldrunarfræð-
innar, helstu áherslur og hvernig öldrunarþjónustan
er uppbyggð. Að auki eru sérhæfðari námskeið til
dæmis um heilsu, stjórnun málaflokksins, gæði
þjónustu og fleira,“ segir hún. Í náminu öðlast nem-
endur skilning á öldrunarfræðum og þeim rann-
sóknaraðferðum sem beitt er og hvernig þeir geta
haft áhrif á viðhorf og þjónustu við aldraða með
þekkingu sinni. „Nemendur öðlast aukinn skilning
á þeim breytingum sem verða þegar við eldumst
og geta betur tekið þátt í umræðu um stefnumótun
og skipulag þjónustu.“ Fjallað verður um mikilvægi
félagstengsla, þátttöku eldri borgara í samfélaginu
og fjölbreytileika. „Bæði fjöllum við um hvernig er
að vera aldraður innan fjölskyldunnar og hvernig
stuðningi er háttað á milli kynslóða. Þá munum við
fjalla um stjórnun, teymisvinnu, skipulag og gæði í
öldrunarþjónustu. Einnig munum við kynna hvað er
að gerast varðandi þjónustuúrræði annars staðar og
hvað hefur reynst vel.“
Námið er ætlað fólki sem lokið hefur BA eða BS
gráðu á sviði heilbrigðis- eða félagsvísinda eða ann-
arri sambærilegri menntun. Sigurveig segir námið
vera hagnýtt fyrir alla sem vinna með eldra fólki, til
dæmis hjúkrunarfræðinga, félagsráðgjafa, lækna,
presta, sjúkraþjálfara og iðjuþjálfa.
Námið verður uppbyggt þannig að fólk geti
stundað námið með vinnu. „Ætlunin er að nám-
skeiðin standi í viku í senn og síðan leysa nemendur
verkefni. Þetta fyrirkomulag hefur reynst vel á
öðrum námsleiðum.“ Námið hefst í október á þessu
ári er í tvö ár.
Aukin þörf fyrir
fagmenntað fólk
boðið verður upp á nýtt diplómanám í öldrunarfræði hjá Endur-
menntun Háskóla Íslands í haust. Á næstu árum mun eldra fólki
fjölga mikið og að sama skapi eykst þörfin fyrir fagmenntað
fólk á sviði öldrunar.
Í diplómanámi í öldrunarfræðum hjá Endurmenntun HÍ verður lögð áhersla á að
auka skilning á því sem gerist þegar við eldumst. námið er ætlað fólki sem lokið
hefur ba eða bS gráðu á sviði heilbrigðis- eða félagvísinda eða annarri sambæri-
legri menntun. Ljósmynd/GettyImages/NordicPhotos
Sigurveig H. Sigurðardótt-
ir, dósent við félagsráð-
gjafardeild HÍ, er kennslu-
stjóri námsins.
Geðklofi byrjar í móðurkviði
Vísindamenn hjá Salk Institute í Kaliforníu
hafa sýnt fram á að taugafrumur sjúklinga
með geðklofa byrja að haga sér einkennilega
strax á fyrstu stigum þróunar sinnar, sem þeir
segja renna stoðum undir þá kenningu að
geðklofi byrji að þróast í móðurkviði.
Markmiðið með rannsókninni var að rann-
saka fyrstu greinanlegu breytingar í heilanum
sem leiða til geðklofa. Niðurstöður rann-
sóknarinnar voru birtar í tímaritinu Molecular
Psychiatry á dögunum og kemur þar fram
að þær geti leitt til þróunar á þekkingu á því
hvernig hægt sé að greina og meðhöndla geð-
klofa á fyrstu stigum en sjúkdómurinn kemur
yfirleitt fram á fullorðinsárum.