Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.05.2014, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 16.05.2014, Blaðsíða 8
Í slendingar þyrftu að bjóða hingað 66 flóttamönnnum frá Sýrlandi í ár til þess að vera jafnokar Norðmanna í þessum efnum, en Norðmenn hafa tekið á móti 1000 Sýrlendingum vegna átakanna þar í landi. Samkvæmt heimildum Fréttatímans er í undirbúningi hjá félags- og hús- næðismálaráðherra og innan- ríkisráðherra að leggja til við ríkisstjórnina að taka móti hópi flóttamanna frá Sýrlandi. Ekki hef- ur verið rætt um hve stór hópurinn yrði. Þær Evrópuþjóðir sem tekið hafa á móti Sýrlendingum á árinu taka að meðaltali rúmlega 7 flótta- menn á hverja 100 þúsund íbúa landsins. Norðmenn taka flesta, 20 Sýrlendinga á hverja 100 þúsund Norðmenn, samtals þúsund flótta- menn, samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaflóttamannastofnuninni. Ef við vildum bjóða hingað jafnmörg- um hlutfallslega og Evrópuþjóðirn- ar hafa gert myndum við veita 23 Sýrlendingum hæli. Nágrannaríki Sýrlands hafa tekið á móti yfir 5 milljónum flótta- manna vegna átakanna í Sýrlandi sem staðið hafa í yfir þrjú ár. Ríkisstjórnir Líbanon, Jórdaníu, Tyrklands, Íraks og Egyptalands funduðu nýverið um ástandið og í kjölfarið var sent út ákall til al- þjóðasamfélagsins um að aðrar þjóðir verði að deila ábyrgðinni og taka á móti flóttafólki frá Sýrlandi. Nágrannaríkin geti ekki ein borið uppi þann fjölda fólks sem neyðst hefur að flýja heimili sín. Barnahjálp Sameinuðu þjóð- anna og Flóttamannastofnun telja að börn séu um helmingur allra flóttamanna frá Sýrlandi. Þrjár miljónir barna séu á vergangi innan Sýrlands og yfir ein milljón barna eru í flóttamannabúðum í nágrannaríkjunum. Flest hafa flúið til nágrannaríkjanna en nú eru Sýrlendingar í auknum mæli að flýja til Norður-Afríku og Evr- ópu. Nýjar tölur sýna að meira en 740.000 sýrlenskra barna á flótta eru yngri en 11 ára. Flóttamanna- stofnunin biðlar til þjóða heimsins að veita 30 þúsund Sýrlendingum hæli á þessu ári og 100 þúsund á næsta ári. „Um er að ræða raunverulegt barn sem hefur verið rifið frá heimili sínu, jafnvel frá fjölskyldu sinni, og hefur þurft að takast á við hörmungar sem við getum aðeins reynt að öðlast skilning á,“ sagði framkvæmdastjóri Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Norðurlandaþjóðirnar hafa veitt þeim Sýrlendingum sem leitað hafa hælis vernd og hafa alls 2840 manns komið sem kvótaflótta- menn til Norðurlandanna. Ísland hefur enn sem komið er ekki tekið á móti hópi flóttafólks frá Sýr- landi en fjórir Sýrlendingar sem hafa komið hingað á eigin vegum og sótt hafa um hæli hafa fengið vernd, samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is Vilja bjóða Sýrlendingum hæli Ráðherrar félags- og innanríkismála undirbúa nú að leggja til við ríkisstjórn að taka á móti hópi flóttamanna frá Sýrlandi. Ef Íslendingar ætla að vera jafnokar Norðmanna þyrftum við að bjóða hingað 66 Sýrlendingum á árinu. Til að vera í meðaltali þyrftum við að veita 24 sýrlenskum flóttamönnum hæli. Land Fjöldi sýrlenskra kvótaflóttamanna Íbúafjöldi Flóttamenn á hverja 100 þúsund íbúa Austurríki 1.500 8.500.000 17,6 Belgía 75 1.100.000 6,8 Danmörk 140 5.600.000 2,5 Finnland 500 5.400.000 9,2 Frakkland 500 66.000.000 0,7 Þýskaland 12.500 81.000.000 15,4 Ungverjaland 10 10.000.000 0,1 Írland 90 4.600.000 1,9 Lichtenstein 4 37.000 10,8 Lúxemborg 60 542.000 11,0 Moldóva 50 3.500.000 1,4 Holland 250 16.000.000 1,5 Noregur 1.000 5.000.000 20 Spánn 130 47.000.000 0,27 Svíþjóð 1.200 9.500.000 12,6 Sviss 150 8.000.000 1,87 Ísland 0 330.000 0 SAMTALS 18.159 7,132 (Meðaltal á hverja 100 þúsund Evrópubúa) Ísland er í hópi fleiri Evrópulanda sem hafa ekki tekið kvótaflóttamenn frá Sýrlandi. Meðal þeirra eru Bretland, Portúgal og Ítalía. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna og Flóttamannastofnun telja að börn séu um helmingur allra flóttamanna frá Sýrlandi. Þrjár miljónir barna séu á vergangi innan Sýrlands og yfir ein milljón barna í flóttamannabúðum í nágrannaríkjunum. Glútenlaust, góðan daginn! Betra líf! ÞAR SEM GRASIÐ ER GRÆNNA... 100% LÍFRÆNT FÓÐUR FYRIR ALLA HUNDA OG KISUR FÆST HJÁ: VÍÐIR, HAGKAUP, FJARÐARKAUP, GÆLUDÝR.IS OG GARÐHEIMUM www.siggaogtimo.is 8 fréttaskýring Helgin 16.-18. maí 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.