Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.05.2014, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 16.05.2014, Blaðsíða 36
B ygging gas- jarðgerðarstöðv-ar er stærsta verkefnið sem SORPA hefur ráðist í frá því fyrirtækið var stofnað fyrir 20 árum. Gróft kostnaðarmat hljóðar upp á um 2,7 milljarða króna fjár- festingu, sem er svipað og það kost- aði á sínum tíma að reisa móttöku- stöð SORPU í Gufunesi og að opna urðunarstaðinn í Álfsnesi þegar það hefur verið framreiknað til dags- ins í dag,“ segir Björn H. Halldórs- son, framkvæmdastjóri SORPU. Eigendur SORPU, sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, samþykktu endanlega í október 2013 að ráðast í byggingu gas- og jarðgerðarstöðv- ar í Álfsnesi og er gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist fyrri hluta árs 2015 og að stöðin verði tekin í notk- un um mitt ár 2016. Björn segir að með gas- og jarð- gerðarstöðinni gjörbreytist öll með- höndlun á þeim úrgangi sem íbúar á höfuðborgarsvæðinu setja frá sér í sorptunnur heimilanna. Í stað þess að urða um 30 þúsund tonn af heimilisúrgangi á ári, eins og nú er gert, munu um 70% þessa magns fara í nýju stöðina þar sem það verður endurunnið og því breytt í metangas og jarðvegsbæti. Þau 30% sem flokkast frá fara hins vegar í frekari vinnslu. Öllum markmiðum náð Björn segir að rekja megi aðdrag- andann að byggingu gas- og jarð- gerðarstöðvarinnar til ársins 2003 en þá voru sett ný lög sem takmörk- uðu heimildir urðunarstaða til urð- unar lífræns úrgangs. Í kjölfarið voru sett markmið í landsáætlun Umhverfisstofnunar um að draga markvisst úr urðun á lífrænum heimilisúrgangi. Árið 2009 átti samkvæmt þeim að vera búið að minnka urðunina niður í 75% af því sem til féll af lífrænum úrgangi árið 1995 og árið 2013 átti urðun á líf- rænum heimilisúrgangi vera komin niður í 50% af sama magni. Næsti áfangi er árið 2020 en þá er gert ráð fyrir að einungis megi urða 35% af því sem urðað var 1995. „Okkur tókst að mæta þessum kröfum bæði árið 2009 og 2013. Það hjálpaði okkur vissulega árið 2009 að magn úrgangs minnkaði mikið í efnahagshruninu og í fyrra hafði blátunnuvæðingin mikil áhrif en með því að flokka pappír frá venjulegu heimilisúrgangi minnk- aði magn lífræns úrgangs í heimil- istunnunni úr því að vera um 25% niður í um 8%.“ Björn bætir því við að með til- komu gas- og jarðgerðarstöðvarinn- ar árið 2016 verði búið að ná tökum á öllum lífrænum heimilisúrgangi á höfuðborgarsvæðinu og því búið að ná settum markmiðum og gott betur. Skapa verðmæti En breytingin á meðferð heimilis- úrgangs felst ekki bara í að hætta urðun. Með henni er líka verið að skapa verðmæti úr því hráefni sem er í sorpinu. Með gas- og jarðgerð- arstöðinni mun framleiðsla SORPU á bifreiðaeldsneyti úr metani tvö- faldast og mun nægja til að knýja 6.000 til 8.000 fólksbifreiðar árlega og að auki verða til um 12.000 tonn af jarðvegsbætandi efnum sem nýst geta til landgræðslu. En hverju breytir nýja stöðin fyrir heimilin, verða gerðar auknar kröfur um flokkun? Björn segir að tilkoma stöðvarinnar muni breyta litlu fyrir heimilin á svæðinu, í það minnsta til að byrja með. Það hafi verið keppikefli SORPU að hafa ferlið eins einfalt og auðskiljanlegt fyrir íbúana og frekast er unnt. „Við munum þó biðja fólk um að flokka heldur meira en almennt hefur ver- ið gert. Til dæmis þarf að flokka allt gler frá öðrum heimilisúrgangi og sama gildir til dæmis um farsíma, batterí, önnur spilliefni og lyf. Þetta eru vissulega sömu reglur og gilda í dag en við munum þurfa að ganga stífar eftir því að þær verði virtar,“ segir Björn. Vantar ásættanlegan farveg fyrir plast frá heimilum Hann bætir því við að það sé einn- ig til skoðunar að gefa fólki kost á að safna öllu plasti og setja í sér- poka í heimilissorptunnuna. Þá yrði plastið f lokkað frá sorpinu með vélum móttökustöðvarinnar í Gufunesi eins og gert er í dag með alla málma sem þangað berast með heimilissorpinu. „Vandamálið með plastið er hins vegar að það hefur ekki fundist ásættanlegur farveg- ur fyrir blandaðan plastúrgang frá heimilum. Í dag falla til um 6 ólíkar tegundir af plasti í heimilissorpinu en það er ekki nema hluti af því sem hentar til endurvinnslu og þá verður að vera búið að flokka annað plast frá. Það er enginn markaður fyrir óflokkað plast og það fylgir talsverður aukakostnaður að farga því. Við teljum óraunhæft að ætlast til þess að heimilin flokki plastið í mismunandi tegundir og því höf- um við ekki lagt áherslu á sérstaka plastsöfnun hingað til,“ segir Björn. Hann bætir því hins vegar við að SORPA muni hér eftir sem hingað til sjá um að það plast sem hefur verið safnað saman og komið með til þeirra fari í endurvinnslu til út- landa með tilheyrandi kostnaði. „Í þessu sambandi má einnig geta þess að plastið sem er urðað í dag veldur ekki neinum skaða á urð- unarstaðnum. Það er hins vegar til vandræða þegar það fýkur um úti í náttúrunni. Þeir eru til sem segja að með því að urða plast verði til ákveðin hringrás. Plastið er jú búið til úr jarðefnaeldsneyti og með því að urða það í staðinn fyr- ir að brenna því má segja að efnið sé komið aftur til baka á sinn stað. Ég er ekki að segja að þetta sé mín skoðun en það eru vissulega nokk- uð til í þessu,“ segir Björn H. Hall- dórsson að lokum. Stærsta verkefni SORPU frá upphafi – Segir Björn H. Halldórsson, forstjóri SORPU, um nýju gas-og jarðgerðarstöðina. Björn H. Halldórsson setur metan á einn af bílum SORPU. Þegar gas- og jarðgerðarstöðin hefur starfsemi árið 2016 mun framleiðsla á bifreiðaelds- neyti úr metani tvöfaldast og nægja til að knýja 6.000 til 8.000 fólksbifreiðar árlega. „Við munum biðja fólk um að flokka heldur meira en almennt hefur verið gert. Til dæmis þarf að flokka allt gler frá öðrum heimilisúrgangi og sama gildir til dæmis um lyf, batterí og önnur spilliefni,“ segir Björn. Með blátunnuvæðingu SORPU, þegar byrjað var að flokka pappír frá venjulegu heimilisúrgangi, minnkaði magn lífræns úrgangs í heimilistunnunni úr því að vera um 25% niður í um 8%. KYNNING 36 grænn lífsstíll Helgin 16.-18. maí 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.