Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.05.2014, Blaðsíða 88

Fréttatíminn - 16.05.2014, Blaðsíða 88
— 8 — 16. maí 2014 „Þunglyndi er ekki röskun eða ástand sem fólk á eða þarf að vera tilbúið að sætta sig við og lifa með svo árum skipt- ir. Án þess að gert sé lítið úr vandanum þá hefur nútíma sálfræði með hugræna atferlismeðferð í fararbroddi náð ágætis tökum á meðhöndlun þunglyndis, sér í lagi þegar um vægan eða miðlungs al- varlegan vanda er að ræða,“ segir Hel- ena Jónsdóttir sálfræðingur. Alvarlegt þunglyndi leggst á um 25 prósent kvenna og 12 prósent karla einhvern tímann á ævinni. Það þýðir að miðað við nýjustu tölur um mannfjölda Um sextíu þúsund Íslendingar glíma við alvarlegt þunglyndi ein- hvern tímann á ævinni. Við eigum heimsmet í notkun geðlyfja og Sjúkratryggingar Íslands punga út 3,5 milljörðum króna á hverju ári í niðurgreiðslu á þeim. Sálfræðingar eru ósáttir við að þjónusta þeirra sé ekki niðurgreidd af ríkinu. Þung- lyndi er ein algengasta ástæða fötlunar og örorku að mati Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar. tilteknar breytingar á hugarfari og hegðun ásamt því sem tiltekin líkamleg einkenni eru líkleg til að gera vart við sig. Þegar þessi skilyrði eru uppfyllt töl- um við um klínískt þunglyndi. Það verða allir leiðir eða daprir, það er eðlilegt. Það þýðir ekki að við séum þunglynd.“ Er algengt að til ykkar sálfræðinga leiti fólk sem telji sig vera þunglynt en er það ekki? „Já það má segja það. Það kemur til okkar fólk sem hefur áhyggjur af því að hafa verið dapurt í nokkurn tíma. Það hefur kannski ekki náð sér upp úr ein- hverju sem hefur dregið það niður fyrir eðlilegar sakir. Kannski er allt gott í lífinu en samt finnst fólki það ekki líða eins og því finnst að það eigi að líða. Þá er fólk kannski farið að sýna einhver einkenni þunglyndis og farið að hafa af þeim áhyggjur. En það er nú þannig að ef við erum döpur í einhvern tíma og bregðumst við með því að draga úr virkni okkar af því að við höfum áhyggjur af líðan okkar, eru auknar líkur á að við getum þróað með okkur þunglyndi. Ef við leggjumst í rúmið og drögum sængina upp fyrir höfuð er hætta á að ástandið dragist á langinn og að við verðum döpur eða þunglynd í enn lengri tíma. Af þeim sökum vil ég alls ekki draga úr því að fólk leiti sér að- stoðar, telji það sig sýna einkenni þung- lyndis. Þegar einkenni eru væg og stutt á veg komin getur verið mikilvægt að læra að bregðast við þeim í því skyni að koma í veg fyrir að vandinn þróist á alvarlegri veg.“ Er tíðni þunglyndis svipuð hér á landi og annars staðar? „Já, rannsóknir sýna að tíðni þung- lyndis er svipuð hér og annars staðar. Þunglyndi sem líklegra er til að gera vart við sig í skammdeginu er að lík- indum algengara hér á norðurslóðum heldur en víða annars staðar en það er þó tiltölulega óalgengt miðað við hvað það verður dimmt hér yfir vetrartímann. Vel yfir 90 prósent fólks á ekki í teljandi vandræðum með skammdegið en aðrir eiga erfitt með það.“ Þannig að skammdegisþunglynd er ekki mýta eins og stundum hefur verið fleygt? „Nei, það er ekki mýta. Myrkur hefur áhrif á dægursveiflu líkamans og á það hvernig líkaminn framleiðir tiltekin efni sem stýra vöku og svefni og um leið því hvernig syfja hefur áhrif á virkni okkar og líðan frá degi til dags. Hætt er við að syfja dragi nokkuð úr virkni okkar yfir vetrartímann og fólk getur komist í vítahring sem það á erfitt með að rífa sig upp úr.“ Kostar samfélagið mikið Þunglyndi er ein algengasta ástæða fötlunar og örorku í heiminum í dag. Alþjóða heilbrigðisstofnunin (W.H.O.) hefur sett þunglyndi í fjórða sæti yfir sjúkdóma sem valda mestri fötlun og lífskjaraskerðingu. Nú þegar fólk lif- ir lengur en áður má búast við því að þunglyndi verði orðin önnur algengasta ástæða fötlunar og lífskjaraskerðingar í heiminum árið 2020, eftir því sem fram kemur í grein Rúnars Helga Andrasonar og Engilberts Sigurðssonar á Persóna. is. „Þunglyndi kostar samfélagið auð- vitað mikla fjármuni en er þó fyrst og fremst lífsgæðaskerðing fyrir þann sem af því þjáist,“ segir Helena. „Ef þung- lyndi leggst á fólk af þunga missir það úr vinnu og kemur sér ekki í að sinna daglegum verkum og nýtur lífsins síð- ur. Þjóðfélagið verður af vinnukrafti og það kostar auðvitað að aðstoða viðkom- andi. Annað hvort með niðurgreiðslu á þunglyndislyfjum eða örorkubótum og endurhæfingu.“ Helena segir að þunglyndi sé svo al- gengur en um leið í mörgum tilfellum viðráðanlegur vandi að mikinn kraft ætti að setja í að stemma stigu við því. „Vandamálið er að þeir sem þjást af einkennum sem þeir telja að geti átt við þunglyndi leita flestir í upphafi til heilsugæslunnar. Þar eru læknarnir gríðarlega umsetnir og hafa hvorki tök á né kunnáttu til að meðhöndla þunglyndi með öðrum leiðum en lyfjum ásamt því sem þeir geta ekki vísað sjúklingum sínum í gegnum heilbrigðiskerfið í þjónustu sálfræðinga en þjónusta sál- fræðinga er ekki niðurgreidd af ríkinu. Það er kannski ástæðan fyrir því að við erum ofarlega á blaði í heiminum yfir notkun geðlyfja.“ Heimsmet í geðlyfjanotkun Raunar er það svo að Íslendingar eiga heimsmet í geðlyfjanotkun og er hún nær tvöfalt meiri en að meðaltali í OECD-ríkjum. Á hverju ári eru útgjöld Sjúkratrygginga Íslands vegna tauga- og geðlyfja þrír og hálfur milljarður króna. Í frétt á Stöð 2 í febrúar kom fram að 38% af útgjöldum Sjúkratrygginga fer í þennan flokk. „Ástæðan er ekki að þunglyndi sé svo mikið algengara hér en annars staðar, ástæðan snýr að því hvernig kerfið með- höndlar þennan vanda,“ segir Helena sem sjálf hefur sérhæft sig í hugrænni atferlismeðferð við kvíða, þunglyndi og svefnvanda. „Í Bretlandi hefur hugræn atferlis- meðferð verið sett fram sem fyrsti kostur í meðferð á vægu og miðlungsal- varlegu þunglyndi af breska heilbrigðis- kerfinu og þar hefur mikill og góður ár- angur náðst. Ég vil taka það skýrt fram að það er ekki við heilsugæslulækna hér á landi að sakast. Þeir hafa einfaldlega ekki tök á að meðhöndla þunglyndi með þeim hætti sem líklegastur er til að skila árangri, kerfið gerir ekki ráð fyrir ann- arri þjónustu en lyfjagjöf. Önnur úrræði eru ekki niðurgreidd.“ Hver tími hjá sálfræðingi kostar iðu- lega á bilinu 10-13 þúsund krónur svo það liggur í hlutarins eðli að ekki hafa allir efni á sálfræðimeðferð. Helena bendir reyndar á að mörg stéttarfélög og margir atvinnurekendur séu farin að styðja vel við starfsmenn sína þegar kemur að kostnaði við sálfræðimeðferð. Og hún kveðst gjarnan vilja sjá breyttar áherslur við meðferð þunglyndis. „Í klínískum samanburðarrannsókn- um hefur ítrekað komið í ljós að hug- ræn atferlismeðferð skilar jafn góðum árangri eða betri en lyfjameðferð, sér í lagi ef litið er til langtímaárangurs. Með meðferðinni er fólki gefin verkfæri til að takast á við þær hugsanir og þá hegðun sem er líkleg til að viðhalda vandanum auk þess sem lögð er áhersla á að fólk læri að bera kennsl á einkenni þess að bakslag kunni að vera á næsta leiti og möguleg viðbrögð við því. Ef þunglynd- ið tekur sig upp að nýju síðar er fólk búið að læra þessa tilteknu aðferð og er betur í stakk búið að koma í veg fyrir að það lendi í sama vítahring.“ Þunglyndi ein algengasta ástæða fötlunar og örorku á Íslandi munu ríflega 40 þúsund konur þurfa að takast á við alvarlegt þunglyndi og tæplega 20 þúsund karlar. Tíðni þunglyndis svipuð hér og í öðrum löndum Helena segir að þótt þunglyndi sé al- gengt meðal Íslendinga sé það of al- gengt að það orð sé notað yfir eitthvað sem ekki er þunglyndi. „Þunglyndi er ofnotað orð í dag. Er ég þunglynd ef ég er döpur í nokkra daga? Ef mér líður illa í dag yfir einhverju sem gerðist í gær, er ég þá þunglynd? Svo er ekki, alla vega ekki út frá því hvernig við skilgreinum þunglyndi. Greining á þunglyndi á við þegar fólk hefur verið dapurt, niður- dregið eða þunglynt á hverjum degi, næstum allan daginn, í tvær vikur eða meira. Og samfara þessu þurfa að sjást Helena Jónsdóttir sálfræðingur hefur sérhæft sig í hugrænni atferlismeðferð við kvíða, þunglyndi og svefnvanda. 40.670 íslenskar konur munu þjást af alvarlegu þunglyndi einhvern tímann á ævinni, miðað við nýjustu tölur Hagstofunnar um mannfjölda á Íslandi. 19.639 íslenskir karlar munu þjást af alvarlegu þunglyndi einhvern tímann á ævinni, miðað við nýjustu tölur Hagstofunnar um mannfjölda á Íslandi. 10-13 þúsund krónur kostar hver tími hjá sálfræðingi á Íslandi. 4 Þunglyndi er í fjórða sæti yfir sjúkdóma sem valda mestri fötlun og lífskjaraskerðingu, samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnunni. 3,5 milljarðar króna eru útgjöld Sjúkratrygginga Íslands vegna tauga- og geðlyfja á hverju ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.