Fréttatíminn - 16.05.2014, Page 16
Í Fréttatímanum í síð-ustu viku er sagt að Brynjólfur Jónsson,
framkvæmdastjóri Skóg-
ræktarfélags Íslands, sé
framkvæmdastjóri ríkis-
rekins skógræktarfélags.
Rétt er að Skógræktarfélag
Íslands eru frjáls félagasam-
tök og eru hvorki ríkisstofn-
un né stjórnvald. Félagið
hefur engin formleg tengsl
við landshlutabundnu skóg-
ræktarverkefnin, líkt og
Brynjólfur hefur óskað eftir
að komi fram. Leiðréttist
það hér með.
Sæmundur Þorvaldsson,
framkvæmdastjóri Skjól-
skóga á Vestfjörðum, hefur
óskað eftir leiðréttingu á
því sem fram kom í Frétta-
tímanum í síðustu viku, að
Skjólskógar væru ríkisrekið
skógræktarfélag. Rétt er að
Skjólskógar á Vestfjörðum
eru eitt af fimm landshluta-
verkefnum í skógrækt sem
ríkið hefur starfrækt frá
árinu 2000. Í athugasemd
frá Sæmundi segir: „Þegar
eigendur jarðanna Klukku-
lands og Hólakots sóttu eftir
samningi við Skjólskóga
(14. okt. 2007) um skóg-
rækt vissu allir viðkom-
andi að framkvæmdastjóri
Skjólskóga væri einn af
eigendum viðkomandi jarða
og kæmi því af augljósum
vanhæfisástæðum ekki að
neinum ákvörðunum sem
Skjólskógar tækju og varð-
aði umræddar jarðir, hvorki
um samningsgerðina né um
framkvæmdir á grundvelli
hans s.s. ræktunaráætlun
eða útreikning styrkupp-
hæða. Sá háttur hefur verið
hafður á síðan. Ábyrgð á
uppgjöri (styrkjum) til
samningsaðila er á hendi
framkvæmdastjóra nema í
þessu tilfelli þar sem stjórn
og aðrir starfsmenn hafa
hana með hendi.“
Yfirlýsing frá stjórn Skjól-
skóga á Vestfjörðum
Vegna fréttar í Fréttatím-
anum þann 08. maí 2014 um
að Sæmundur Þorvaldsson,
framkvæmdastjóri Skjól-
skóga á Vestfjörðum, hafi
gert skógræktarsamning
við sjálfan sig um jarðirnar
Klukkuland og Hólakot í
Dýrafirði tekur stjórn Skjól-
skóga eftirfarandi fram.
Stjórn Skjólskóga hefur ekki
lagastoð til að mismuna um-
sækjendum um skógræktar-
samning á þeirri forsendu
einni að þeir séu starfsmenn
verkefnisins eða tengist
öðrum skógræktarmálum.
Stjórn Skjólskóga fjallaði
um og samþykkti samning
Skjólskóga á Vestfjörðum við
Tré ehf án aðkomu fram-
kvæmdastjórans. Þáverandi
stjórnarformaður Skjólskóga
skrifaði undir skógræktar-
samninginn fyrir hönd Skjól-
skóga á Vestfjörðum.
Öll umsýsla sem snýr að
skógrækt á vegum Trjáa ehf
er og hefur verið í höndum
annarra starfsmanna Skjól-
skóga en framkvæmdastjór-
ans. Framkvæmdastjóri
hefur alltaf vikið af stjórnar-
fundum Skjólskóga þegar
málefni tengd Trjám ehf
hafa komið til umræðu og
stjórnarformaður Skjólskóga
skrifar undir viðkomandi af-
greiðslu. Stjórn Skjólskóga
vill jafnframt taka það fram
að allt bókhald Skjólskóga á
Vestfjörðum er fært hjá Fjár-
sýslu ríkisins og ársreikn-
ingur er endurskoðaður af
Ríkisendurskoðun. Bókhald
Skjólskóga á Vestfjörðum er
þannig yfirfarið af hlutlaus-
um og til þess bærum aðila
og þannig tryggt að farið
sé að lögum og reglum um
fjársýslu verkefna á vegum
ríkisins.
Öllum aðdróttunum um
að framkvæmdastjóri Skjól-
skóga á Vestfjörðum hafi
gert samning við sjálfan sig
er harðlega vísað á bug og
áréttað að samningur og
öll afgreiðsla Skjólskóga
á málefnum Trjáa ehf fer í
gegnum stjórn verkefnisins
á hverjum tíma. Dómsmál
það sem einnig er fjallað um
í fréttinni er Skjólskógum
á Vestfjörðum algjörlega
óviðkomandi.
Lilja Magnúsdóttir,
stjórnarformaður Skjólskóga
á Vestfjörðum.
V ið erum lánsöm að búa í borg sem hefur að
geyma fjölda fólks sem
er tilbúið til þess að
nýta tíma sinn og hæfi-
leika til þess að bæta
og breyta í þágu sam-
félagsins. Það styttist
í kosningar og brátt fá
nýir fulltrúar við hlið
reynsluboltanna tæki-
færi til þess að spreyta
sig. Sitt sýnist hverjum
um leiðir að því mark-
miði að gera borgina
okkar betri. Það sem
sameinar hinsvegar í
langflestum tilfellum
þau sem bjóða fram
krafta sína er viljinn
til þess að láta gott af
sér leiða. Það er mikil
ábyrgð sem lögð er á
þau sem veljast til for-
ystu. Vonandi berum
við gæfu til þess að
halda umræðu og skoð-
anaskiptum á málefna-
legum grundvelli, það
er svo mikið í húfi.
Orð eru dýr og aðgát
skal höfð í nærveru
sálar. Munum það og
þökkum þeim sem eru
tilbúin til þess að stíga
fram þrátt fyrir á stund-
um óvægna umfjöllun
um eigin persónu og
oft vanþakklátt starf.
Með þessum línum
vil ég þakka öllu góðu
fólki sem fyllir lista
framboðanna til borg-
arstjórnar. Ég óska
okkur gleðilegrar kosn-
ingabaráttu og gæfu til
þess að standa saman
um að fegra og bæta
borgina okkar. Það ger-
um við ekki síst með
því að umgangast hvert
annað af virðingu.
Öll umsýsla sem snýr að skógrækt á vegum Trjáa ehf er og
hefur verið í höndum annarra starfsmanna Skjólskóga en fram-
kvæmdastjórans.
Sigrún Óskarsdóttir
prestur
Takk frambjóðendur
Borgarstjórnarkosningar
Skógrækt
ÁRSFUNDUR LANDSVIRKJUNAR 2014
Silfurbergi, Hörpu
Þriðjudaginn 20. maí kl. 15
• Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra
Ávarp
• Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður
Ávarp
• Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar
Samkeppnishæfni - arðsemi - sátt
• Óli Grétar Blöndal Sveinsson framkvæmdastjóri þróunarsviðs
Áskoranir og tækifæri í lokuðu vatnsaflskerfi
• Rafnar Lárusson framkvæmdastjóri fjármálasviðs
Áhersla á lækkun skulda - rekstrarniðurstöður 2013
Fundarstjóri: Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar
Verðmæti
í vatnsafli
Ársfundur Landsvirkjunar verður haldinn í Silfurbergi, Hörpu
þriðjudaginn 20. maí kl. 15-17. Þar kynnum við fjárhag og
framtíðaráætlanir fyrirtækisins og leggjum mat á hvernig
til hefur tekist.
Allir velkomnir
Skráning á www.landsvirkjun.is
Leiðrétting og yfirlýsing
Það er mikil ábyrgð
sem lögð er á þau sem
veljast til forystu.
16 viðhorf Helgin 16.-18. maí 2014