Fréttatíminn - 21.02.2014, Page 14
Ég var heilu sumrin í sveit sem barn og á menntaskólaárunum vann ég á bóndabæ í Þýskalandi
Firring og fróðleiksflótti
É g var að skoða bókina um hann Bóbó bangsa sem heimsótti bóndabæinn með fjögurra ára
dóttur minni þegar við komum að
mynd þar sem bóndinn er að mjólka
í fötu og dóttir mín bendir á fötuna
undir spenunum og segir: Þetta er svo
hún pissi ekki í moldina.
Vitanlega var mér brugðið yfir
vanþekkingu barnsins enda
hef ég reynt að uppfræða
hana sem allra mest um lífs-
ins gagn og nauðsynjar, og
hef minnst þrisvar sinnum
farið með henni í fjós þar
sem við höfum fylgst með
því þegar kýrnar eru mjólk-
aðar – raunar með vél. Já,
þetta barn ætti að vita allt um
hvernig kýrnar eru mjólk-
aðar og að mjólkin sem við
drekkum kemur frá kúnum,
en það er greinilega aðeins of
langt síðan við höfum farið í
sveitina.
Sjálf var ég heilu sumrin í
sveit sem barn; ég horfði á burð lamb-
anna, smalaði kindunum á hestbaki,
tíndi eggin undan hænunum og horfði
á hanana hálshöggna og hengda upp á
þvottasnúru svo búkurinn hlypi ekki
í burtu. Þegar ég var eilítið eldri vann
ég á kjúklingabúi við að gefa ungunum
og flokka innyfli í poka, en á þessum
tíma fylgdi sett af innyflum með hverj-
um heilum kjúklingi í matvörubúðinni.
Á menntaskólaárunum starfaði ég í
heilt sumar á bóndabæ í Þýskalandi
þar sem mitt fyrsta verk alla kalda og
dimma morgna var að mjólka kýrnar.
Ég veit alveg hvernig lífið gengur fyrir
sig hjá blessuðum dýrunum og ég veit
hvernig þau eru drepin til að við fáum
kjöt á diskinn okkar.
Sem blaðamaður hef ég mikið
fjallað um dýravernd og vistvænan
búskap. Árið 2010 skrifaði ég heila
greinaröð um geldingu grísa án deyfi-
lyfja, að bændur geldi kálfa með
töngum, um að flest íslensk egg koma
undan hænum sem eru lokaðar í búri
alla ævi og að kúabændur hafi verið
sektaðir fyrir að hleypa ekki mjólk-
urkúnum sínum út undir bert loft. Svo
dæmi séu tekin.
Ég er dýravinur og vil að við komum
vel fram við dýrin okkar. En ég er ekki
í hópi þeirra sem misbauð að gíraffan-
um Maríusi hafi verið slátrað í dönsk-
um dýragarði. Talað hefur verið um
að börnin hafi verið neydd til að horfa
upp á þetta en foreldrum var uppálagt
að gefa börnum sínum tækifæri til að
fylgjast með og fá fræðslu í leiðinni.
Ég hef skoðað mjög grafískar myndir
af því þegar hann var skorinn niður
og komst að því að anatómía gíraffa
er beinlínis einstök, hann er með tvö
hjörtu sem eru tæp tíu kíló hvort, auk
þess sem bygging hálsins er rann-
sóknarefni út af fyrir sig. Já, og svo
misbauð einhverjum að hræ gíraffans
skyldi gefið ljónunum sem átu það fyr-
ir framan dýragarðsgesti, sem raunar
er það sem næst kemst eðlilegri
hegðun ljóna sem ekki fá að veiða sér
til matar. Þannig á þetta sér nefnilega
stað í náttúrunni. Og þó við Íslend-
ingar séum ekki vanir því að leggja
gíraffa okkur til matar þá slátrum
við fagureygðum kálfum, glaðværum
lömbum og aðeins of sætum grísum til
að matbúa og halda veislu. Við lítum
ekki á okkur sem villimenn þrátt fyrir
það þó það sé þægilegra að ímynda sér
að kjötið sé ræktað bakatil í Nóatúni
eða búið til frá grunni í kjötverksmiðju
á vegum Hagkaupa. En að fordæma
dýragarð í Danmörku fyrir að slátra
einu af dýrum garðsins og gefa öðru
er beinlínis fáránlegt. Svo við tölum
nú ekki um að nákvæmlega það sama
á sér reglulega stað í okkar ástkæra
Fjölskyldu- og húsdýragarði þó að, því
miður, viti ég ekki til þess að börnin
geti fengið að fylgjast með þar.
Þetta barn ætti að vita allt um hvernig kýrnar eru mjólkaðar og að
mjólkin sem við drekkum kemur frá kúnum
Erla
Hlynsdóttir
erla@
frettatiminn.is
sjónarhóll
Regluvörður ástarinnar
Ég er algjörlega á móti því að karlmenn
virði ekki þennan dag. Það er ekki kúl.
Ásdís Rán tekur Valentínusardaginn
mjög alvarlega.
Dramb er falli næst
Mér finnst hroki alltaf löstur
á ráði stjórnmálamanna,
Svandís Svavarsdóttir,
þingmaður VG, sá ýmislegt
athugavert við framkomu
forsætisráðherra í sögulegu
viðtali við Gísla Martein.
Óbærilegur ömurleiki
pólitíkurinnar
Mér fannst þetta ömurlegt viðtal, svo
það sé nú bara sagt, ömurlegt.
Ragnheiði Ríkharðsdóttur, þingflokks-
formanni Sjálfstæðisflokksins, var ekki
skemmt yfir viðtali Gísla Marteins við
Sigmund Davíð.
Voff !
Gísli Marteinn var eins
og smáhundur sem
geltir skrækum rómi
og glefsar í ökkla í
viðtalinu við forsætis-
ráðherra.
Ólafur Arnarson
hagfræðingur gaf nýrri
viðtalstækni Gísla Marteins falleinkunn á
Facebook-síðu sinni.
Furðuveröld Gísla
Þetta var furðulegasta
viðtal sem ég hef farið í,
vissulega.
Sjálfum fannst Sigmundi
Davíð Gunnlaugssyni
forsætisráðherra þras sitt
við Gísla Martein allt hið
einkennilegasta.
Breiða bakið
Það eru engin mál á mínu baki lengur.
Björn Leifsson, kenndur við World Class,
telur full mikið gert úr skuldamálum
sínum.
Fór flokkavillt
Það var ljóst að fundurinn var ekki að
biðja um mig.
Grímur Atlason reið ekki feitum hesti frá
valfundi VG í Reykjavík þar sem hann
gaf kost á sér í oddvitasætið.
Hvað varstu að segja?
Ég vil nú helst tala í fortíðinni og horfa
til framtíðar og standa hér í nútíðinni
heldur en að vera að líta til baka.
Vigdís Hauksdóttir steig fram sem atóm-
skáld í Kastljóssumræðum um ESB-
skýrsluna.
Ansans vesen!
Þá hljótum við að geta
verið sammála um að
það er ákveðinn ómögu-
leiki hér til staðar sem
ekki verður hægt að
komast í kringum.
Bjarni Benediktsson, fjár-
málaráðherra, rakst á ljón á veginum
til ESB.
Vikan sem Var
158
kíló hafa þátt-
takendur í Biggest
Loser misst á fyrstu
fjórum vikunum
undir stjórn
Gurrýjar og
Everts.
20.000
heimili á Íslandi eru með áskrift
að Netflix samkvæmt könnun
MMR fyrir Viðskiptablaðið.
60
herbergi bætast við Reykjavík Hótel Marina á
næstunni. Borgarráð hefur samþykkt að selja
fasteignafélaginu Slippnum ehf. lóðina við
Mýrargötu 10-12 á 142 milljónir króna. 108 her-
bergi eru á hótelinu en með stækkuninni bætast
við 60-90 herbergi.
466
milljóna hagn-
aður varð af rekstri
Sláturfélags Suður-
lands á síðasta ári.
14 viðhorf Helgin 21.-23. febrúar 2014
Opið til
kl. 21
alla daga
í Faxafeni